Einnig verður rætt við forstjóra Lyfjastofnunar í beinni útsendingu um þær tilkynningar um aukaverkanir sem borist hafa stofnuninni.
Í fréttatímanum fjöllum við um breska afbrigði veirunnar og hertar aðgerðir sem hafa verið boðaðar í Bretlandi. Niðurstöður könnunar um viðhorf landsmanna til fjölda ferðamanna verða kynntar og rætt við framkvæmdastjóra Samtaka ferðaþjónustunnar. Hann telur að það muni taka allt að fjögur ár að byggja upp greinina eftir kórónuveirufaraldurinn.
Að auki fylgjum við flota fimm skipa úr höfn í fréttatímanum, sem fara til víðtækrar loðnuleitar. Einnig heyrum við hljóminn í glænýju kirkjuorgeli í Keflavíkurkirkju sem tók 25 ár að safna fyrir.
Þetta og margt fleira í kvöldfréttum á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og á Vísi klukkan 18:30.