„Óhjákvæmilegt“ að margir greinist á landamærum Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 3. janúar 2021 11:38 Það er ekki bara fjöldi fólks sem nú streymir til landsins eftir að hafa varið jólunum í útlöndum. Líkt og sjá má á þessari mynd úr brottfararsal í Keflavík voru einnig nokkuð margir á leið úr landi í morgun eftir að hafa varið jólunum á Íslandi. Vísir/Erla Björg Fjórir greindust með covid-19 innanlands í gær og þar af voru allir í sóttkví. Mun fleiri, eða alls fjórtán greindust á landamærum. Aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavörnum segir fjölda smitaðra sem greindust á landamærum ekki koma á óvart, enda séu margir að snúa heim eftir að hafa varið jólunum í útlöndum. Enginn greindist með veiruna í fyrradag, hvorki innanlands né á landamærum, enda fór engin skipulögð sýnataka fram á nýjársdag. Aðeins var skimað hluta úr degi á gamlársdag en þá greindust þrír með covid-19. Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir að vel yfir þúsund sýni hafi verið tekin í gær. „Átján tilfelli eftir sýnatöku gærdagsins, en það jákvæða er að fjórir af þeim voru innanlands og af þeim voru allir í sóttkví. Þannig að það er í sjálfu sér jákvætt. En hinir fjórtán eru á landamærunum,“ segir Rögnvaldur. Honum sé ekki kunnugt um hvort eða hversu margir sem greindust á landamærunum bíði niðurstöðu mótefnamælingar. Rögnvaldur Ólafsson aðstoðaryfirlögregluþjónn.Almannavarnir „Þetta svona kannski kemur svo sem ekkert rosalega mikið á óvart í rauninni. Náttúrlega það að þessi fjögur smit innanlands hafi verið í sóttkví er náttúrlega bara mjög jákvætt, því það er alltaf gott ef að við erum búin að finna þessi smit áður en þau dúkka upp en þessi fjöldi á landamærunum er líka eitthvað sem við áttum alveg von á að myndi gerast núna, þegar fólk fer að koma aftur heim eftir jólafrí með fjölskyldu og vinum erlendis,“ segir Rögnvaldur. „Miðað við hvernig staðan er á faraldrinum erlendis, hann er náttúrlega í mjög mikilli uppsveiflu mjög víða, og þá er þetta bara óhjákvæmilegt að það muni nokkuð margir greinast á landamærunum og við munum að sjálfsögðu halda áfram að skima þar og erum náttúrlega með ákveðin prótókól í gangi varðandi landamærin og þetta sýnir bara að það er full ástæða til að halda því,“ segir Rögnvaldur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Erlent Fleiri fréttir Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Sjá meira
Enginn greindist með veiruna í fyrradag, hvorki innanlands né á landamærum, enda fór engin skipulögð sýnataka fram á nýjársdag. Aðeins var skimað hluta úr degi á gamlársdag en þá greindust þrír með covid-19. Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, segir að vel yfir þúsund sýni hafi verið tekin í gær. „Átján tilfelli eftir sýnatöku gærdagsins, en það jákvæða er að fjórir af þeim voru innanlands og af þeim voru allir í sóttkví. Þannig að það er í sjálfu sér jákvætt. En hinir fjórtán eru á landamærunum,“ segir Rögnvaldur. Honum sé ekki kunnugt um hvort eða hversu margir sem greindust á landamærunum bíði niðurstöðu mótefnamælingar. Rögnvaldur Ólafsson aðstoðaryfirlögregluþjónn.Almannavarnir „Þetta svona kannski kemur svo sem ekkert rosalega mikið á óvart í rauninni. Náttúrlega það að þessi fjögur smit innanlands hafi verið í sóttkví er náttúrlega bara mjög jákvætt, því það er alltaf gott ef að við erum búin að finna þessi smit áður en þau dúkka upp en þessi fjöldi á landamærunum er líka eitthvað sem við áttum alveg von á að myndi gerast núna, þegar fólk fer að koma aftur heim eftir jólafrí með fjölskyldu og vinum erlendis,“ segir Rögnvaldur. „Miðað við hvernig staðan er á faraldrinum erlendis, hann er náttúrlega í mjög mikilli uppsveiflu mjög víða, og þá er þetta bara óhjákvæmilegt að það muni nokkuð margir greinast á landamærunum og við munum að sjálfsögðu halda áfram að skima þar og erum náttúrlega með ákveðin prótókól í gangi varðandi landamærin og þetta sýnir bara að það er full ástæða til að halda því,“ segir Rögnvaldur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Erlent Fleiri fréttir Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Sjá meira