Ari Eldjárn hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin 2020 Vésteinn Örn Pétursson skrifar 2. janúar 2021 17:55 Ari með verðlaunin, ásamt Guðna Th. Jóhannessyni forseta og Rannveigu Rist, fulltrúa dómnefndar. ISAL Ari Eldjárn, uppistandari og handritshöfundur, hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin 2020 sem afhent voru við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ISAL. Guðni Th. Jóhannesson forseti afhenti verðlaunin, sem eru áletraður gripur úr áli frá ISAL í Straumsvík og ein milljón króna í verðlaunafé. Bjartsýnisverðlaunin eru menningarverðlaun sem hafa verið afhent árlega frá árinu 1981. Upphafsmaður þeirra var danski athafnamaðurinn Peter Bröste en ISAL álverið í Straumsvík hefur verið bakhjarl verðlaunanna frá því að Bröste dró sig í hlé árið 2000. Forseti Íslands hefur frá upphafi verið verndari verðlaunanna. Í tilkynningunni er stiklað á stóru yfir feril Ara. Hann stundaði MA nám í handritsgerð í Londan Film School árið 2006 og sinnti eftir það ýmsum störfum. Frá árinu 2009 hefur hann þó aðallega fengist við uppistand, ýmist einn eða með uppistandshópnum Mið-Íslandi. Áramótaskop Ara hefur orðið vinsæll viðburður, en það er veigamikil uppistandssýning þar sem hann fer yfir það sem hæst bar á hverju ári. Seint á síðasta ári hóf streymisveitan Netflix svo að sýna sérstaka sýningu Ara, Pardon My Icelandic, og er hún aðgengileg Netflix-notendum í 190 löndum. „Í umsögn dómnefndar kemur fram að Ari tilheyri fámennum hópi listamanna sem er bæði nýr en á sér langa sögu um allan heim sem tengja saman margar ólíkar listgreinar. Ari segir sögur, af sjálfum sér, úr sínu nærumhverfi sem eru bráðfyndnar. Hann hefur einstakan húmor fyrir sjálfum sér, þjóðinni og manneskjunni. Ari er sagnamaður nútímans og er frábær fulltrúi íslenskrar menningar,“ segir í tilkynningunni. Í dómnefndinni sem veitti verðlaunin eru þau Þórunn Sigurðardóttir, Magnús Geir Þórðarson, Rannveig Rist og Örnólfur Thorsson. Forseti Íslands Uppistand Grín og gaman Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Sjá meira
Guðni Th. Jóhannesson forseti afhenti verðlaunin, sem eru áletraður gripur úr áli frá ISAL í Straumsvík og ein milljón króna í verðlaunafé. Bjartsýnisverðlaunin eru menningarverðlaun sem hafa verið afhent árlega frá árinu 1981. Upphafsmaður þeirra var danski athafnamaðurinn Peter Bröste en ISAL álverið í Straumsvík hefur verið bakhjarl verðlaunanna frá því að Bröste dró sig í hlé árið 2000. Forseti Íslands hefur frá upphafi verið verndari verðlaunanna. Í tilkynningunni er stiklað á stóru yfir feril Ara. Hann stundaði MA nám í handritsgerð í Londan Film School árið 2006 og sinnti eftir það ýmsum störfum. Frá árinu 2009 hefur hann þó aðallega fengist við uppistand, ýmist einn eða með uppistandshópnum Mið-Íslandi. Áramótaskop Ara hefur orðið vinsæll viðburður, en það er veigamikil uppistandssýning þar sem hann fer yfir það sem hæst bar á hverju ári. Seint á síðasta ári hóf streymisveitan Netflix svo að sýna sérstaka sýningu Ara, Pardon My Icelandic, og er hún aðgengileg Netflix-notendum í 190 löndum. „Í umsögn dómnefndar kemur fram að Ari tilheyri fámennum hópi listamanna sem er bæði nýr en á sér langa sögu um allan heim sem tengja saman margar ólíkar listgreinar. Ari segir sögur, af sjálfum sér, úr sínu nærumhverfi sem eru bráðfyndnar. Hann hefur einstakan húmor fyrir sjálfum sér, þjóðinni og manneskjunni. Ari er sagnamaður nútímans og er frábær fulltrúi íslenskrar menningar,“ segir í tilkynningunni. Í dómnefndinni sem veitti verðlaunin eru þau Þórunn Sigurðardóttir, Magnús Geir Þórðarson, Rannveig Rist og Örnólfur Thorsson.
Forseti Íslands Uppistand Grín og gaman Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Sjá meira