Ekki heyrt af stórum brotum á samkomutakmörkunum í gærkvöldi Vésteinn Örn Pétursson skrifar 1. janúar 2021 12:01 Rögnvaldur Ólafsson er aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavörnum. Vísir/Vilhelm Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Almannavörnum, segist ekki vita til þess að í gærkvöldi hafi verið mikið um brot á samkomutakmörkunum. „Ekki sem ég hef heyrt af en það er hjá staðarlögreglu á hverjum stað, þær tilkynningar, og ég yfirleitt heyri ekki af því nema það sé eitthvað stórt,“ segir Rögnvaldur í samtali við fréttastofu. Áður hafði sóttvarnalæknir lýst yfir áhyggjum af uppsveiflu kórónuveirufaraldursins hér á landi í kjölfar hópamyndunar um jól og áramót. Hann hefur síðan sagt að áhyggjur hans hafi ekki raungerst og ekki sé að sjá að faraldurinn sé í uppsveiflu. Þó eigi enn eftir að koma í ljós hvort áramótakippur komi í tölur yfir kórónuveirusmit innanlands. Það komi í ljós eftir viku. Rögnvaldur segir koma á óvart hversu vel hefur gengið yfir jólin. „Já, það verður að segjast eins og er. Við reiknuðum með fleiri smitum sem yndu fylgja aðventunni og jólunum og áramótum. Enn sem komið er þá í raun kemur okkur á óvart hvað þetta hefur gengið vel og sýnir bara hvað fólk er að taka vel þátt í þessu með okkur, sem er bara frábært,“ segir Rögnvaldur. Skilaboð Rögnvalds til fólks inn í nýja árið eru einföld, og í takt við það sem ítrekað hefur verið brýnt fyrir landsmönnum. „Bara gleðjast yfir í rauninni góðri stöðu hjá okkur, með faraldurinn. Við megum heldur ekki vera alltaf bara að skammast og vera með leiðindi. Þetta er náttúrulega búið að ganga rosalega vel undanfarið og ég held að það sé alveg ástæða til að fagna því. En á sama tíma að sofna ekki á verðinum og halda áfram á sömu braut.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
„Ekki sem ég hef heyrt af en það er hjá staðarlögreglu á hverjum stað, þær tilkynningar, og ég yfirleitt heyri ekki af því nema það sé eitthvað stórt,“ segir Rögnvaldur í samtali við fréttastofu. Áður hafði sóttvarnalæknir lýst yfir áhyggjum af uppsveiflu kórónuveirufaraldursins hér á landi í kjölfar hópamyndunar um jól og áramót. Hann hefur síðan sagt að áhyggjur hans hafi ekki raungerst og ekki sé að sjá að faraldurinn sé í uppsveiflu. Þó eigi enn eftir að koma í ljós hvort áramótakippur komi í tölur yfir kórónuveirusmit innanlands. Það komi í ljós eftir viku. Rögnvaldur segir koma á óvart hversu vel hefur gengið yfir jólin. „Já, það verður að segjast eins og er. Við reiknuðum með fleiri smitum sem yndu fylgja aðventunni og jólunum og áramótum. Enn sem komið er þá í raun kemur okkur á óvart hvað þetta hefur gengið vel og sýnir bara hvað fólk er að taka vel þátt í þessu með okkur, sem er bara frábært,“ segir Rögnvaldur. Skilaboð Rögnvalds til fólks inn í nýja árið eru einföld, og í takt við það sem ítrekað hefur verið brýnt fyrir landsmönnum. „Bara gleðjast yfir í rauninni góðri stöðu hjá okkur, með faraldurinn. Við megum heldur ekki vera alltaf bara að skammast og vera með leiðindi. Þetta er náttúrulega búið að ganga rosalega vel undanfarið og ég held að það sé alveg ástæða til að fagna því. En á sama tíma að sofna ekki á verðinum og halda áfram á sömu braut.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira