Formaður SÍS segir kröfur Eflingar vera langt fram úr hófi Sunna Kristín Hilmarsdóttir og Erla Björg Gunnarsdóttir skrifa 5. maí 2020 13:17 Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, á baráttufundi félagsins með þeim starfsmönnum sem lagt hafa niður störf í Kópavogi nú í hádeginu. Vísir/Vilhelm Á þriðja hundrað félagsmenn Eflingar hófu verkfall nú í hádeginu. Verkfallið hefur mikil áhrif á skólastarf í Kópavogi og á Seltjarnarnesi. Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga (SÍS) segir kröfur Eflingar langt fram úr hófi og umfram hækkanir annarra bæjarastarfsmanna en Efling berst fyrir því að félagsmenn í þessum sveitarfélögum fái sömu kjarabætur og félagsmenn í Reykjavík og hjá ríkinu. Langflestir félagsmenn Eflingar sem hófu verkfall nú í hádeginu starfa í Kópavogi eða næstum níutíu prósent félagsmanna. Verkfallið hefur áhrif á starfsemi fjögurra grunnskóla og sama fjölda leikskóla í Kópavogi. Samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga hefur gefið út að kröfur Eflingar séu óraunhæfar og langt um fram getu sveitarfélaganna. Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir kröfur félagsins nákvæmlega þær sömu og var samið um við Reykjavíkurborg. Segir afstöðu SÍS fullkomlega óskiljanlega „Ég á ekkert svar við því hvers vegna Samband íslenskra sveitarfélaga, einn í hópi þeirra samningsaðila sem við erum að gera samninga við hjá hinu opinbera, hefur þessa afstöðu. Hún er mér fullkomlega óskiljanleg, sérstaklega í ljósi þess að það liggur fyrir samningur við Reykjavíkurborg. Fólk í nákvæmlega sömu störfum, með sömu starfsheiti, metið til stiga í sama starfsmatskerfi. Ég á ekkert svar við því hvernig sambandinu dettur það í hug að ætlast til þess að okkar félagar sem vinna fyrir Kópavogsbæ en ekki Reykjavíkurborg eigi að fá annan og verri samning heldur en þeirra félagar hinum megin við lækinn,“ segir Viðar. Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Samband íslenskra sveitarfélaga, bendir aftur á móti á að sambandið fari með samningamál vel flestra sveitarfélaga, Reykjavíkurborg er þó ekki þar meðtalin, og að kröfur Eflingar stingi í stúf. „Við erum búin að semja við 35 bæjarstarfsmannafélög, 7000 starfsmenn sveitarfélaganna, á ákveðnum grunni sem byggir á lífskjarasamningi og það er sá samningur sem við viljum halda áfram að byggja á og það væri fullkomlega óeðlilegt að fara núna að semja við mjög fámennan hóp um eitthvað allt annað en svo til allir aðrir hafa fengið og allir aðrir hafa fengið sem við höfum samið fyrir,“ segir Aldís. Aldís segir sambandið bjóða upp á 30% launahækkun til ársins 2022 en að Efling krefjist 40% hækkunar þegar sérstök leiðrétting við lægst launuðu félagsmennina er reiknuð inn í. Segir tímasetningu verkfallanna sýna skilningsleysi á aðstæðum í samfélaginu Viðar leggur áherslu á að ekki sé flókið að ganga frá þessum kjarasamningum og telur mikilvægt að bæjaryfirvöld í Kópavogi útskýri afstöðu sína fyrir fjölskyldum í bænum sem verkfallið bitni verst á enda virðist enginn samningsvilji vera frá þeirra hendi. „Öllum okkar tilraunum til að hafa einhvers konar beint samband við bæjaryfirvöld í Kópavogi hefur verið hafnað. Okkar erindi þar eru með öllu vanrækt. Þá er ég ekkert endilega að tala um kjaraviðræður heldur bara málefni sem hafa komið upp varðandi framkvæmd verkfalls og eitthvað. Mér finnst það með hreinum ólíkindum,“ segir Viðar. Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs, hafnar viðtali við fréttastofu og bendir á Samband íslenskra sveitarfélaga. Aldís segir sambandið standa sameinað í samningaviðræðum og hún hvetji ekki bæjarstjóra til að semja beint við Eflingu. „Ég hef ríkan skilning á því að það brennur hjá ákveðnum sveitarstjórum í ákveðnum sveitarfélögum. Það er mjög erfið staða uppi. Við erum auðvitað erum nýkomin út úr takmörkuðu skólastarfi. Það voru allir farnir að hlakka til þess að byrja aftur í skólanum sínum, að fá þá þjónustu sem fólk hefur haft hingað til. Þess vegna verður maður auðvitað líka að undrast tímasetningu þessara og það skilningsleysi sem sú tímasetning sýnir á þeirri aðstöðu sem nú ríkir í samfélaginu. Það eru tugir þúsunda búnir að missa vinnuna og mjög mikil óvissa uppi,“ segir Aldís. Ekki hefur verið boðað til fundar í deilunni. Verkföll 2020 Kjaramál Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Fleiri fréttir Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Sjá meira
Á þriðja hundrað félagsmenn Eflingar hófu verkfall nú í hádeginu. Verkfallið hefur mikil áhrif á skólastarf í Kópavogi og á Seltjarnarnesi. Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga (SÍS) segir kröfur Eflingar langt fram úr hófi og umfram hækkanir annarra bæjarastarfsmanna en Efling berst fyrir því að félagsmenn í þessum sveitarfélögum fái sömu kjarabætur og félagsmenn í Reykjavík og hjá ríkinu. Langflestir félagsmenn Eflingar sem hófu verkfall nú í hádeginu starfa í Kópavogi eða næstum níutíu prósent félagsmanna. Verkfallið hefur áhrif á starfsemi fjögurra grunnskóla og sama fjölda leikskóla í Kópavogi. Samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga hefur gefið út að kröfur Eflingar séu óraunhæfar og langt um fram getu sveitarfélaganna. Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir kröfur félagsins nákvæmlega þær sömu og var samið um við Reykjavíkurborg. Segir afstöðu SÍS fullkomlega óskiljanlega „Ég á ekkert svar við því hvers vegna Samband íslenskra sveitarfélaga, einn í hópi þeirra samningsaðila sem við erum að gera samninga við hjá hinu opinbera, hefur þessa afstöðu. Hún er mér fullkomlega óskiljanleg, sérstaklega í ljósi þess að það liggur fyrir samningur við Reykjavíkurborg. Fólk í nákvæmlega sömu störfum, með sömu starfsheiti, metið til stiga í sama starfsmatskerfi. Ég á ekkert svar við því hvernig sambandinu dettur það í hug að ætlast til þess að okkar félagar sem vinna fyrir Kópavogsbæ en ekki Reykjavíkurborg eigi að fá annan og verri samning heldur en þeirra félagar hinum megin við lækinn,“ segir Viðar. Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Samband íslenskra sveitarfélaga, bendir aftur á móti á að sambandið fari með samningamál vel flestra sveitarfélaga, Reykjavíkurborg er þó ekki þar meðtalin, og að kröfur Eflingar stingi í stúf. „Við erum búin að semja við 35 bæjarstarfsmannafélög, 7000 starfsmenn sveitarfélaganna, á ákveðnum grunni sem byggir á lífskjarasamningi og það er sá samningur sem við viljum halda áfram að byggja á og það væri fullkomlega óeðlilegt að fara núna að semja við mjög fámennan hóp um eitthvað allt annað en svo til allir aðrir hafa fengið og allir aðrir hafa fengið sem við höfum samið fyrir,“ segir Aldís. Aldís segir sambandið bjóða upp á 30% launahækkun til ársins 2022 en að Efling krefjist 40% hækkunar þegar sérstök leiðrétting við lægst launuðu félagsmennina er reiknuð inn í. Segir tímasetningu verkfallanna sýna skilningsleysi á aðstæðum í samfélaginu Viðar leggur áherslu á að ekki sé flókið að ganga frá þessum kjarasamningum og telur mikilvægt að bæjaryfirvöld í Kópavogi útskýri afstöðu sína fyrir fjölskyldum í bænum sem verkfallið bitni verst á enda virðist enginn samningsvilji vera frá þeirra hendi. „Öllum okkar tilraunum til að hafa einhvers konar beint samband við bæjaryfirvöld í Kópavogi hefur verið hafnað. Okkar erindi þar eru með öllu vanrækt. Þá er ég ekkert endilega að tala um kjaraviðræður heldur bara málefni sem hafa komið upp varðandi framkvæmd verkfalls og eitthvað. Mér finnst það með hreinum ólíkindum,“ segir Viðar. Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs, hafnar viðtali við fréttastofu og bendir á Samband íslenskra sveitarfélaga. Aldís segir sambandið standa sameinað í samningaviðræðum og hún hvetji ekki bæjarstjóra til að semja beint við Eflingu. „Ég hef ríkan skilning á því að það brennur hjá ákveðnum sveitarstjórum í ákveðnum sveitarfélögum. Það er mjög erfið staða uppi. Við erum auðvitað erum nýkomin út úr takmörkuðu skólastarfi. Það voru allir farnir að hlakka til þess að byrja aftur í skólanum sínum, að fá þá þjónustu sem fólk hefur haft hingað til. Þess vegna verður maður auðvitað líka að undrast tímasetningu þessara og það skilningsleysi sem sú tímasetning sýnir á þeirri aðstöðu sem nú ríkir í samfélaginu. Það eru tugir þúsunda búnir að missa vinnuna og mjög mikil óvissa uppi,“ segir Aldís. Ekki hefur verið boðað til fundar í deilunni.
Verkföll 2020 Kjaramál Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Fleiri fréttir Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Sjá meira