Verkfall á hádegi Stefán Ó. Jónsson skrifar 5. maí 2020 07:41 Lítið líf í Salaskóla í Kópavogi. Vísir/Vilhelm Gunnarsson Verkfall félagsmanna Eflingar sem starfa hjá nokkrum sveitarfélögum í nágrenni höfuðborgarinnar hefst að nýju á hádegi í dag, en hvorki hefur gengið né rekið í samningaviðræðum hjá Ríkissáttasemjara undanfarið. Ekki hefur verið boðað til nýs fundar í deilunni. Boðun verkfalls sem hefst á eftir var samþykkt með rúmlega 90 prósentum atkvæða þeirra sem afstöðu tóku. Atkvæðagreiðslan var endurtekin eftir að verkfallsaðgerðum var frestað í lok mars vegna kórónuveirufaraldursins. Efling hefur þegar samið við Reykjavíkurborg og ríkið „eftir að sóttvarnaryfirvöld gáfu út hvatningu til viðsemjenda um að ganga frá samningum,“ eins og segir í yfirlýsingu Eflingar. Starfsfólkið sem um ræðir starfi starfi í framlínu faraldursins, meðal annars við þrif í grunnskólum og heimaþjónustu. Aðstandendur skólabarna, ekki síst í Kópavogi, eru uggandi vegna stöðunnar í kjaraviðræðunum. Börn þeirra hafi lítið geta sótt hefðbundna kennslu frá því um miðjan mars vegna verkfalla og veiru og kunni þau illa við að ástandið vari lengur. Nemandi í 9. bekk Kársnesskóla sendi þannig áskorun á Umboðsmann barna og hvatti embættið til að skerast í leikinn. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, kunni illa við íhlutun umboðsmanns og svaraði erindi hans fullum hálsi. Kjaramál Verkföll 2020 Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Ofboðið og langar að komast aftur í skólann Grunnskólastúlka í Kópavogi segir óboðlegt að skólahald skerðist á ný vegna yfirvofandi verkfallsaðgerða Eflingar. Lærdómur hafi verið af skornum skammti og hún hlakki til að mæta í skólann á ný. Hún kvartaði til umboðsmanns barna vegna stöðunnar. 29. apríl 2020 19:00 Telur umboðsmann barna sýna Eflingarfólki lítilsvirðingu „Ég viðurkenni að mér var brugðið þegar ég las textann og skilaboðin í honum,“ skrifar Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, um erindi sem henni barst frá umboðsmanni barna, Salvöru Nordal, vegna fyrirhugaðra verkfallsaðgerða félagsmanna Eflingar sem starfa hjá sveitarfélögum. 29. apríl 2020 21:29 Mest lesið Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Fleiri fréttir Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Sjá meira
Verkfall félagsmanna Eflingar sem starfa hjá nokkrum sveitarfélögum í nágrenni höfuðborgarinnar hefst að nýju á hádegi í dag, en hvorki hefur gengið né rekið í samningaviðræðum hjá Ríkissáttasemjara undanfarið. Ekki hefur verið boðað til nýs fundar í deilunni. Boðun verkfalls sem hefst á eftir var samþykkt með rúmlega 90 prósentum atkvæða þeirra sem afstöðu tóku. Atkvæðagreiðslan var endurtekin eftir að verkfallsaðgerðum var frestað í lok mars vegna kórónuveirufaraldursins. Efling hefur þegar samið við Reykjavíkurborg og ríkið „eftir að sóttvarnaryfirvöld gáfu út hvatningu til viðsemjenda um að ganga frá samningum,“ eins og segir í yfirlýsingu Eflingar. Starfsfólkið sem um ræðir starfi starfi í framlínu faraldursins, meðal annars við þrif í grunnskólum og heimaþjónustu. Aðstandendur skólabarna, ekki síst í Kópavogi, eru uggandi vegna stöðunnar í kjaraviðræðunum. Börn þeirra hafi lítið geta sótt hefðbundna kennslu frá því um miðjan mars vegna verkfalla og veiru og kunni þau illa við að ástandið vari lengur. Nemandi í 9. bekk Kársnesskóla sendi þannig áskorun á Umboðsmann barna og hvatti embættið til að skerast í leikinn. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, kunni illa við íhlutun umboðsmanns og svaraði erindi hans fullum hálsi.
Kjaramál Verkföll 2020 Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Ofboðið og langar að komast aftur í skólann Grunnskólastúlka í Kópavogi segir óboðlegt að skólahald skerðist á ný vegna yfirvofandi verkfallsaðgerða Eflingar. Lærdómur hafi verið af skornum skammti og hún hlakki til að mæta í skólann á ný. Hún kvartaði til umboðsmanns barna vegna stöðunnar. 29. apríl 2020 19:00 Telur umboðsmann barna sýna Eflingarfólki lítilsvirðingu „Ég viðurkenni að mér var brugðið þegar ég las textann og skilaboðin í honum,“ skrifar Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, um erindi sem henni barst frá umboðsmanni barna, Salvöru Nordal, vegna fyrirhugaðra verkfallsaðgerða félagsmanna Eflingar sem starfa hjá sveitarfélögum. 29. apríl 2020 21:29 Mest lesið Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Fleiri fréttir Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Sjá meira
Ofboðið og langar að komast aftur í skólann Grunnskólastúlka í Kópavogi segir óboðlegt að skólahald skerðist á ný vegna yfirvofandi verkfallsaðgerða Eflingar. Lærdómur hafi verið af skornum skammti og hún hlakki til að mæta í skólann á ný. Hún kvartaði til umboðsmanns barna vegna stöðunnar. 29. apríl 2020 19:00
Telur umboðsmann barna sýna Eflingarfólki lítilsvirðingu „Ég viðurkenni að mér var brugðið þegar ég las textann og skilaboðin í honum,“ skrifar Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, um erindi sem henni barst frá umboðsmanni barna, Salvöru Nordal, vegna fyrirhugaðra verkfallsaðgerða félagsmanna Eflingar sem starfa hjá sveitarfélögum. 29. apríl 2020 21:29