Því fleiri sem sækja appið því betra Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 2. apríl 2020 19:42 Því fleiri sem sækja nýtt smitrakningar app því betra segir teymisstjóri hjá Embætti landlæknis. Appið var þróað á methraða en forstjóri Persónuverndar segir vel staðið að umgjörðinni. Frá og með deginum í dag er snjallsímaforritið bæði aðgengilegt í fyrir Iphone og Android en það á að auðvelda smitrakningu. „Þú sækir appið og ræsir upp appið og þá þarft þú að skrá farsímanúmerið þitt og þú færð sms í símann þinn til þess að við fáum staðfestingu á því að þú sért í rauninni með þetta númer sem þú gafst upp og þá ertu kominn í að rekja þínar ferðir,“ segir Ingi Steinar Ingason, teymisstjóri hjá Embætti landlæknis. Að fengnu samþykki getur smitrakningarteymi skoðað gögnin og þannig reynt að rekja ferðir þeirra sem hafa greinst með smit. „Og þá getur rakningateymi tékkað á því í gagnagrunni hvort að þetta símanúmer sem að viðkomandi er með sé í rakningu og þá senda þeir, ef þeir sjá að svo er, skilaboð inn í appið og þá fær maður svona skilaboð á skjáinn um að rakningarteymið hafi beðið mann um að deila sínum upplýsingum,“ útskýrir Ingi Steinar. Þá þarf aftur að staðfesta með því að slá inn kennitölu og fyrst þá fara gögnin inn til rakningateymisins. Því fleiri sem sæki appið, því betra að sögn Inga Steinars. Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar.Vísir/Egill Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar, segir vel staðið að umgjörðinni. Gögnum sé ekki safnað í rauntíma og þeir sem virkji appið geti hætt við hvenær sem er. „Það er alveg ljóst að miðað við þær upplýsingar sem persónuvernd hefur fengið í þessu máli að þá hefur verið unnið eftir ströngustu öryggisskilmálum sem eru til staðar fyrir þetta verkefni,“ segir Helga. „Varðandi hvort að ég muni nota þetta þá held ég að allir ættu í þessu landi að fara að fyrirmælum yfirvalda hér um,“ svarar Helga, spurð hvort hún ætli sjálf að sækja appið. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tækni Persónuvernd Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fleiri fréttir Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Sjá meira
Því fleiri sem sækja nýtt smitrakningar app því betra segir teymisstjóri hjá Embætti landlæknis. Appið var þróað á methraða en forstjóri Persónuverndar segir vel staðið að umgjörðinni. Frá og með deginum í dag er snjallsímaforritið bæði aðgengilegt í fyrir Iphone og Android en það á að auðvelda smitrakningu. „Þú sækir appið og ræsir upp appið og þá þarft þú að skrá farsímanúmerið þitt og þú færð sms í símann þinn til þess að við fáum staðfestingu á því að þú sért í rauninni með þetta númer sem þú gafst upp og þá ertu kominn í að rekja þínar ferðir,“ segir Ingi Steinar Ingason, teymisstjóri hjá Embætti landlæknis. Að fengnu samþykki getur smitrakningarteymi skoðað gögnin og þannig reynt að rekja ferðir þeirra sem hafa greinst með smit. „Og þá getur rakningateymi tékkað á því í gagnagrunni hvort að þetta símanúmer sem að viðkomandi er með sé í rakningu og þá senda þeir, ef þeir sjá að svo er, skilaboð inn í appið og þá fær maður svona skilaboð á skjáinn um að rakningarteymið hafi beðið mann um að deila sínum upplýsingum,“ útskýrir Ingi Steinar. Þá þarf aftur að staðfesta með því að slá inn kennitölu og fyrst þá fara gögnin inn til rakningateymisins. Því fleiri sem sæki appið, því betra að sögn Inga Steinars. Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar.Vísir/Egill Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar, segir vel staðið að umgjörðinni. Gögnum sé ekki safnað í rauntíma og þeir sem virkji appið geti hætt við hvenær sem er. „Það er alveg ljóst að miðað við þær upplýsingar sem persónuvernd hefur fengið í þessu máli að þá hefur verið unnið eftir ströngustu öryggisskilmálum sem eru til staðar fyrir þetta verkefni,“ segir Helga. „Varðandi hvort að ég muni nota þetta þá held ég að allir ættu í þessu landi að fara að fyrirmælum yfirvalda hér um,“ svarar Helga, spurð hvort hún ætli sjálf að sækja appið.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tækni Persónuvernd Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fleiri fréttir Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Sjá meira