Góðum árangri verður ekki stefnt í hættu Samúel Karl Ólason skrifar 3. maí 2020 20:25 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að góðum árangri í sóttvörnum verði ekki stefnt í hættu. Þetta kom fram í ávarpi hennar þar sem hún ræddi meðal annars það að landamæri Íslands verði lokuð til 15. maí. Hún sagði sömuleiðis að næstu skref varðandi þá lokun muni liggja fyrir fyrir þann tíma. Á morgun verður létt á samkomubanni og félagsforðun. Í ávarpinu hvatti Katrín Íslendinga til að fara ekki fram úr sér á næstunni og ítrekaði að landsmenn þyrftu að fara varlega. Mikilvægt væri að koma í veg fyrir að útbreiðsla nýju kórónuveirunnar komist aftur á skrið á Íslandi. Hún sagði ástæðuna fyrir því að hægt væri að slaka á takmörkunum núna væri að Íslendingar hefðu hingað til staðið sig vel. „Við skulum líka muna að faraldurinn geisar enn í heiminum og nú tekur við erfitt uppbyggingarstarf sem mun reyna á þolinmæðina. Ef við fögnum of snemma og missum einbeitinguna, þá getur farið illa. Verkefninu er ekki lokið.“ Þá sagði Katrín að enginn yrði skilinn eftir þegar samfélagið verður opnað á nýjan leik. Segir mögulegt að batinn gæti orðið hraður Þar að auki sagði hún að ef vel til tækist þá væru allar forsendur fyrir því að bati Íslands gæti orðið hraður. „Ísland er enn land tækifæranna. Land með öflugar grunnstoðir, stórbrotna náttúru og einstaka menningu en fyrst og fremst kærleiksríkt fólk sem getur allt sem það vill.“ Í upphafi ávarps síns ræddi Katrín þann erfiða vetur sem nú er liðinn. Hann hafi minnt á sig með snjóflóðum, óveðrum og jarðhræringum. Ýmsum hafi fundist nóg komið þegar fyrstu Íslendingarnir greindust smitaðir af Covid-19. Katrín sagði að baráttan gegn kórónuveirunni hefði gengið vel hér á landi. Þó hafi þessi tími reynst mörgum erfiður og þá sérstaklega þeim sem hafi veikst. Hún vottaði þar að auki aðstandendum þeirra sem tíu sem hafa dáið samúð sína. Varast óraunsæi og varði alþjóðasamstarf Katrín sagði að verið væri að vinna að bóluefni víða um heim. Vonast sé til þess að sú þróun muni ganga vel en hins vegar sé gott að varast óraunsæi. Við ættum að búa okkur undir að það muni taka tíma að þróa bóluefni. Sterk tengsl á milli Norðurlanda og annarra Evrópuþjóða hafa sýnt sig að undanförnu og sagði Katrín alþjóðlegt samstarf forsendu sigurs gegn Covid-19. „Nú er ekki rétti tíminn til að grafa undan samstarfi ríkja innan Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar eða með nokkrum öðrum hætti ala á sundrung eða tortryggni ríkja á milli,“ sagði Katrín. Undir okkur sjálfum komið Í ávarpi sínu sagði Katrín að efnahagsleg áhrif faraldursins væru djúp á Íslandi. Þyngst hefði höggið verið hjá ferðaþjónustunni. Flugsamgöngur liggi víða niðri, landamæri séu lokuð og ferðavilji fólks lítill. „Landamæri okkar eru lokuð til 15. maí og fyrir þann tíma mun liggja fyrir áætlun um næstu skref okkar í þeim málum. Þar er þó enn töluverð óvissa vegna þess að faraldurinn hefur þróast með ólíkum hætti milli ólíkra landa. En góðum árangri okkar í sóttvarnamálum verður ekki stefnt í hættu.“ Hú sagði einnig í ávarpinu að ef farið yrði of geyst væru líkur á því að bakslag yrði og hefja þyrfti baráttuna á nýjan leik, með skelfilegum afleiðingum. „Það er undir okkur sjálfum komið að slíkt gerist ekki,“ sagði Katrín. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að góðum árangri í sóttvörnum verði ekki stefnt í hættu. Þetta kom fram í ávarpi hennar þar sem hún ræddi meðal annars það að landamæri Íslands verði lokuð til 15. maí. Hún sagði sömuleiðis að næstu skref varðandi þá lokun muni liggja fyrir fyrir þann tíma. Á morgun verður létt á samkomubanni og félagsforðun. Í ávarpinu hvatti Katrín Íslendinga til að fara ekki fram úr sér á næstunni og ítrekaði að landsmenn þyrftu að fara varlega. Mikilvægt væri að koma í veg fyrir að útbreiðsla nýju kórónuveirunnar komist aftur á skrið á Íslandi. Hún sagði ástæðuna fyrir því að hægt væri að slaka á takmörkunum núna væri að Íslendingar hefðu hingað til staðið sig vel. „Við skulum líka muna að faraldurinn geisar enn í heiminum og nú tekur við erfitt uppbyggingarstarf sem mun reyna á þolinmæðina. Ef við fögnum of snemma og missum einbeitinguna, þá getur farið illa. Verkefninu er ekki lokið.“ Þá sagði Katrín að enginn yrði skilinn eftir þegar samfélagið verður opnað á nýjan leik. Segir mögulegt að batinn gæti orðið hraður Þar að auki sagði hún að ef vel til tækist þá væru allar forsendur fyrir því að bati Íslands gæti orðið hraður. „Ísland er enn land tækifæranna. Land með öflugar grunnstoðir, stórbrotna náttúru og einstaka menningu en fyrst og fremst kærleiksríkt fólk sem getur allt sem það vill.“ Í upphafi ávarps síns ræddi Katrín þann erfiða vetur sem nú er liðinn. Hann hafi minnt á sig með snjóflóðum, óveðrum og jarðhræringum. Ýmsum hafi fundist nóg komið þegar fyrstu Íslendingarnir greindust smitaðir af Covid-19. Katrín sagði að baráttan gegn kórónuveirunni hefði gengið vel hér á landi. Þó hafi þessi tími reynst mörgum erfiður og þá sérstaklega þeim sem hafi veikst. Hún vottaði þar að auki aðstandendum þeirra sem tíu sem hafa dáið samúð sína. Varast óraunsæi og varði alþjóðasamstarf Katrín sagði að verið væri að vinna að bóluefni víða um heim. Vonast sé til þess að sú þróun muni ganga vel en hins vegar sé gott að varast óraunsæi. Við ættum að búa okkur undir að það muni taka tíma að þróa bóluefni. Sterk tengsl á milli Norðurlanda og annarra Evrópuþjóða hafa sýnt sig að undanförnu og sagði Katrín alþjóðlegt samstarf forsendu sigurs gegn Covid-19. „Nú er ekki rétti tíminn til að grafa undan samstarfi ríkja innan Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar eða með nokkrum öðrum hætti ala á sundrung eða tortryggni ríkja á milli,“ sagði Katrín. Undir okkur sjálfum komið Í ávarpi sínu sagði Katrín að efnahagsleg áhrif faraldursins væru djúp á Íslandi. Þyngst hefði höggið verið hjá ferðaþjónustunni. Flugsamgöngur liggi víða niðri, landamæri séu lokuð og ferðavilji fólks lítill. „Landamæri okkar eru lokuð til 15. maí og fyrir þann tíma mun liggja fyrir áætlun um næstu skref okkar í þeim málum. Þar er þó enn töluverð óvissa vegna þess að faraldurinn hefur þróast með ólíkum hætti milli ólíkra landa. En góðum árangri okkar í sóttvarnamálum verður ekki stefnt í hættu.“ Hú sagði einnig í ávarpinu að ef farið yrði of geyst væru líkur á því að bakslag yrði og hefja þyrfti baráttuna á nýjan leik, með skelfilegum afleiðingum. „Það er undir okkur sjálfum komið að slíkt gerist ekki,“ sagði Katrín.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira