Læknir telur öryggi annarra heimilismanna á Eir tryggt Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 3. maí 2020 11:39 Mikil áhersla hefur verið lögð á það að tryggja að smit komi upp ekki upp á hjúkrunarheimilunum hér á landi meðal annars með því að setja á heimsóknarbann. Læknir á hjúkrunarheimilinu Eir segir að gripið hafi verið til aðgerða til að tryggja að kórónuveiran breiðist ekki út meðal heimilismanna eftir að skjólstæðingur hjúkrunarheimilisins greindist með veiruna. Ekkert nýtt smit hefur greinst á heimilinu Kona sem dvaldi á endurhæfingardeild hjúkrunarheimilisins Eirar var flutt á Landspítalann eftir að grunur kom upp á föstudaginn um að hún væri smituð af kórónuveirunni. Ríflega tuttugu manns til viðbótar dvöldu á deildinni. Sigurbjörn Björnsson er læknir á Eir. „Við gripum til þeirra ráðstafana að einangra og setja deildina sem þessi einstaklingur var á í sóttkví. Þessi einstaklingur átti ekki heima hjá okkur heldur var tímabundið í endurhæfingu og fór inn á Landspítala. Við settum jafnframt einstaklinga sem höfðu komið inn á deildina sem starfsmenn og geta verið í smithættu, þeir fóru í sóttkví eins og lög gera ráð fyrir.“ Hátt í tvö hundruð manns dvelja að jafnaði á Eir. Sigurbjörn segir að gripið hafi verið til aðgerða til að tryggja að veiran breiði ekki úr sér á heimilinu. Þá segir hann endurhæfingardeildina vera alveg aðskilda frá annarri starfsemi og því litlar líkur á að íbúar utan þeirrar deildar hafi smitast. „Í raun höfum við ekki áhyggjur af því en við förum bara eftir hefðbundnum fyrirmælum og reiknum með því að það muni vera nægilegt til að verja öryggi allra heimilismanna,“ segir Sigurbjörn. Til stóð að byrja að aflétta heimsóknarbanni á Eir á morgun. „Það var ákveðið að framlengja heimsóknarbannið í að minnsta kosti viku tíma og við munum síðan endurmeta það núna í vikunni hversu lengi það verður í framhaldinu.“ Sigurbjörn segir aðstandendur sýna málinu skilning. „Allir aðstandendur hafa verið vel upplýstir og hafa tekið þessu afskaplega vel og hafa fullan skilning á að við viljum fara að öllu með gát,“ segir Sigurbjörn. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Staðfest að kona smitaðist á Eir Skjólstæðingur á hjúkrunarheimilinu Eir í Grafarvogi hefur greinst með kórónuveiruna. Þetta staðfestir sóttvarnalæknir en grunur kom upp um smitið í gær og var konan þá flutt af hjúkrunarheimilinu á Landspítalann. 2. maí 2020 17:44 Grunur um kórónuveirusmit kom upp á Eir Aldraður skjólstæðingur á endurhæfingardeild hjúkrunarheimilisins Eirar í Reykjavík var fluttur á Landspítalann vegna gruns um kórónuveirusmit í dag. Niðurstaða úr sýnatöku var óljós en sýni úr einstaklingum sem komu nálægt manneskjunni reyndust neikvæð. 1. maí 2020 22:36 Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Erlent Tugþúsundir mótmæltu ICE Erlent Fleiri fréttir „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Sjá meira
Læknir á hjúkrunarheimilinu Eir segir að gripið hafi verið til aðgerða til að tryggja að kórónuveiran breiðist ekki út meðal heimilismanna eftir að skjólstæðingur hjúkrunarheimilisins greindist með veiruna. Ekkert nýtt smit hefur greinst á heimilinu Kona sem dvaldi á endurhæfingardeild hjúkrunarheimilisins Eirar var flutt á Landspítalann eftir að grunur kom upp á föstudaginn um að hún væri smituð af kórónuveirunni. Ríflega tuttugu manns til viðbótar dvöldu á deildinni. Sigurbjörn Björnsson er læknir á Eir. „Við gripum til þeirra ráðstafana að einangra og setja deildina sem þessi einstaklingur var á í sóttkví. Þessi einstaklingur átti ekki heima hjá okkur heldur var tímabundið í endurhæfingu og fór inn á Landspítala. Við settum jafnframt einstaklinga sem höfðu komið inn á deildina sem starfsmenn og geta verið í smithættu, þeir fóru í sóttkví eins og lög gera ráð fyrir.“ Hátt í tvö hundruð manns dvelja að jafnaði á Eir. Sigurbjörn segir að gripið hafi verið til aðgerða til að tryggja að veiran breiði ekki úr sér á heimilinu. Þá segir hann endurhæfingardeildina vera alveg aðskilda frá annarri starfsemi og því litlar líkur á að íbúar utan þeirrar deildar hafi smitast. „Í raun höfum við ekki áhyggjur af því en við förum bara eftir hefðbundnum fyrirmælum og reiknum með því að það muni vera nægilegt til að verja öryggi allra heimilismanna,“ segir Sigurbjörn. Til stóð að byrja að aflétta heimsóknarbanni á Eir á morgun. „Það var ákveðið að framlengja heimsóknarbannið í að minnsta kosti viku tíma og við munum síðan endurmeta það núna í vikunni hversu lengi það verður í framhaldinu.“ Sigurbjörn segir aðstandendur sýna málinu skilning. „Allir aðstandendur hafa verið vel upplýstir og hafa tekið þessu afskaplega vel og hafa fullan skilning á að við viljum fara að öllu með gát,“ segir Sigurbjörn.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Staðfest að kona smitaðist á Eir Skjólstæðingur á hjúkrunarheimilinu Eir í Grafarvogi hefur greinst með kórónuveiruna. Þetta staðfestir sóttvarnalæknir en grunur kom upp um smitið í gær og var konan þá flutt af hjúkrunarheimilinu á Landspítalann. 2. maí 2020 17:44 Grunur um kórónuveirusmit kom upp á Eir Aldraður skjólstæðingur á endurhæfingardeild hjúkrunarheimilisins Eirar í Reykjavík var fluttur á Landspítalann vegna gruns um kórónuveirusmit í dag. Niðurstaða úr sýnatöku var óljós en sýni úr einstaklingum sem komu nálægt manneskjunni reyndust neikvæð. 1. maí 2020 22:36 Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Erlent Tugþúsundir mótmæltu ICE Erlent Fleiri fréttir „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Sjá meira
Staðfest að kona smitaðist á Eir Skjólstæðingur á hjúkrunarheimilinu Eir í Grafarvogi hefur greinst með kórónuveiruna. Þetta staðfestir sóttvarnalæknir en grunur kom upp um smitið í gær og var konan þá flutt af hjúkrunarheimilinu á Landspítalann. 2. maí 2020 17:44
Grunur um kórónuveirusmit kom upp á Eir Aldraður skjólstæðingur á endurhæfingardeild hjúkrunarheimilisins Eirar í Reykjavík var fluttur á Landspítalann vegna gruns um kórónuveirusmit í dag. Niðurstaða úr sýnatöku var óljós en sýni úr einstaklingum sem komu nálægt manneskjunni reyndust neikvæð. 1. maí 2020 22:36