Færri með niðurgang en fleiri með kynsjúkdóm Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 1. maí 2020 21:48 Húð- og kynsjúkdómadeild Landspítalans er í Fossvogi. Vísir/Egill Tíðni öndunarfærasýkinga og niðurgangspesta var miklu lægri í aprílmánuði á þessu ári en undanfarin ár. Sóttvarnalæknir telur að það megi þakka ábyrgri hegðun fólks og þeim sóttvarnaaðgerðum sem gripið hefur verið til í samfélaginu. Aðra sögu er þó að segja um tíðni kynsjúkdóma. Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir segir að sóttvarnaraðgerðir almennings virðist bera mikinn árangur, ekki bara í baráttunni gegn Covid-19. „Við sjáum það núna að ef við berum það saman bara á milli ára, til dæmis að tíðni öndunarfærasýkinga og niðurgangspesta er miklu miklu minni til dæmis í apríl heldur en hún hefur verið á undanförnum árum,“ segir Þórólfur. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.Vísir/Vilhelm „Sem að í mínum huga þýðir þaðað þessar aðgerðir allar sem hafa verið í gangi hér, samfélagslegu aðgerðirnar og eins aðgerðir og viðbrögð einstaklinga, hreinlætisaðgerðir og svo framvegis hafa bara hreinlega skilað sér í því að við erum að sjá miklu minna af pestum heldur en venjulega. Þetta á þó ekki við um alla smitsjúkdóma. „Kynsjúkdómarnir eru öðruvísi, það er greinilegt að menn hafa ekki virt tveggja metra regluna alla veganna á sumum sviðum. Við erum með aukningu á lekanda og sárasótt, því miður. Við höfum verið að berjast mikið í því á undanförnum árum að lækka þá tíðni en við höfum ekki getað einbeitt okkur eins mikið að þessum sjúkdómum eins og við hefðum viljað útaf covid en við þurfum að snúa okkur að því,“ segir Þórólfur. Alls hafa í átján hundruð hafa greinst með Covid-19 en einn greindist síðasta sólarhring. 99 eru í einangrun en tæplega sautján hundruð hafa náð bata. Þrír eru á sjúkrahúsi veikir af covid-19 en alls eru sextán á sjúkrahúsi að þeim meðtöldum sem glíma við eftirköst sjúkdómsins. Enginn er á gjörgæslu. Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Erlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Fleiri fréttir Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sjá meira
Tíðni öndunarfærasýkinga og niðurgangspesta var miklu lægri í aprílmánuði á þessu ári en undanfarin ár. Sóttvarnalæknir telur að það megi þakka ábyrgri hegðun fólks og þeim sóttvarnaaðgerðum sem gripið hefur verið til í samfélaginu. Aðra sögu er þó að segja um tíðni kynsjúkdóma. Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir segir að sóttvarnaraðgerðir almennings virðist bera mikinn árangur, ekki bara í baráttunni gegn Covid-19. „Við sjáum það núna að ef við berum það saman bara á milli ára, til dæmis að tíðni öndunarfærasýkinga og niðurgangspesta er miklu miklu minni til dæmis í apríl heldur en hún hefur verið á undanförnum árum,“ segir Þórólfur. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.Vísir/Vilhelm „Sem að í mínum huga þýðir þaðað þessar aðgerðir allar sem hafa verið í gangi hér, samfélagslegu aðgerðirnar og eins aðgerðir og viðbrögð einstaklinga, hreinlætisaðgerðir og svo framvegis hafa bara hreinlega skilað sér í því að við erum að sjá miklu minna af pestum heldur en venjulega. Þetta á þó ekki við um alla smitsjúkdóma. „Kynsjúkdómarnir eru öðruvísi, það er greinilegt að menn hafa ekki virt tveggja metra regluna alla veganna á sumum sviðum. Við erum með aukningu á lekanda og sárasótt, því miður. Við höfum verið að berjast mikið í því á undanförnum árum að lækka þá tíðni en við höfum ekki getað einbeitt okkur eins mikið að þessum sjúkdómum eins og við hefðum viljað útaf covid en við þurfum að snúa okkur að því,“ segir Þórólfur. Alls hafa í átján hundruð hafa greinst með Covid-19 en einn greindist síðasta sólarhring. 99 eru í einangrun en tæplega sautján hundruð hafa náð bata. Þrír eru á sjúkrahúsi veikir af covid-19 en alls eru sextán á sjúkrahúsi að þeim meðtöldum sem glíma við eftirköst sjúkdómsins. Enginn er á gjörgæslu.
Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Erlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Fleiri fréttir Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sjá meira