Strætó veitt undanþága frá tveggja metra reglunni Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 30. apríl 2020 19:16 Strætó fær undanþágu frá tveggja metra reglunni frá og með mánudeginum. Vísir/Vilhelm Heilbrigðisráðuneytið hefur frá og með 4. maí næstkomandi veitt Strætó undanþágu frá fjarlægðartakmörkunum, tveggja metra reglunni, að því leyti að miða hámarksfjölda fólks í vögnum við þrjátíu manns. Þá eru ítrekuð þau tilmæli að viðskiptavinir Strætó sýni varkárni í samskiptum og umgengni, þvoi hendur og spritti reglulega, hósti og hnerri í olnbogabót og takmarki snertingar á snertifleti. Þá á alls ekki að ferðast með Strætó ef grunur leikur á smiti. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Strætó en þar segir jafnframt: „Frá og með 4. maí næstkomandi mun Strætó auka tíðnina á leið 1 á annatímum. Leiðin mun aka á 15 mínútna fresti milli klukkan 06:35-08:35 á morgnana og milli klukkan 15:12-17:12 síðdegis. Framhurð strætisvagna á höfuðborgarsvæðinu verður enn lokuð og farþegar munu áfram ganga inn um mið- eða aftari dyr vagnsins. Innra rými strætisvagnanna verður áfram skipt upp í tvo hluta. Borði er strengdur yfir fremsta hluta vagnanna til þess aðskilja svæði vagnstjóra og svæði farþega. Fargjöld verða greidd í vagninum með því að halda Strætókorti eða Strætóappinu á lofti í átt að vagnstjóra. Vert er að benda sérstaklega á að vegna fjöldatakmarkana verður ekki unnt að taka á móti leik- og grunnskólahópum í vagna Strætó. Hópa- og tómstundakort verða því ekki í gildi á meðan fjarlægðartakmarkanir eru til staðar. Aukavagnar munu fylgja eftirtöldum ferðum frá og með 4. maí: Leið 6 – kl. 7:36 frá Ártúni í átt að Hlemmi. Leið 3 – kl. 7:21 frá Mjódd í átt að Hlemmi. Leið 3 – kl. 7:51 frá Mjódd í átt að Hlemmi. Leið 12 – kl. 07:07 frá Breiðhöfða/Ártúni í átt að Skeljanesi Leið 12 – kl. 07:31 frá Hlemmi í átt að Mjódd Leið 12 – kl. 07:56 frá Mjódd í átt að Hlemmi Leið 15 – kl. 07:01 frá Flyðrugranda í átt að Reykjavegi Leið 15 – kl. 07:45 frá Reykjavegi í átt að Ártúni Síðdegis verða aukavagnar til staðar á bakvakt og verða þeir sendir inn á leiðir þar sem álag er mikið. Peningar eða farmiðar Við mælum með að flestir viðskiptavinir noti strætókort eða strætóappið til þess að fækka snertiflötum um borð í vagninum. Þeir sem þurfa að greiða fyrir farið með pening eða farmiðum geta sett fargjaldið ofan í bráðbirgðabauka sem eru til staðar í hluta vagnaflotans. Það verða engir skiptimiðar í boði á meðan rými vagnanna er skipt í tvennt. Þeir farþegar sem ætla að skipta um vagn skulu bíða með að setja pening eða miða í baukinn þar til komið er um borð í síðasta vagn ferðarinnar. Það nægir fyrir farþega með pening eða farmiða að láta vagnstjórann vita að þeir ætli sér að skipta um vagn.“ Strætó Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Fleiri fréttir Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Sjá meira
Heilbrigðisráðuneytið hefur frá og með 4. maí næstkomandi veitt Strætó undanþágu frá fjarlægðartakmörkunum, tveggja metra reglunni, að því leyti að miða hámarksfjölda fólks í vögnum við þrjátíu manns. Þá eru ítrekuð þau tilmæli að viðskiptavinir Strætó sýni varkárni í samskiptum og umgengni, þvoi hendur og spritti reglulega, hósti og hnerri í olnbogabót og takmarki snertingar á snertifleti. Þá á alls ekki að ferðast með Strætó ef grunur leikur á smiti. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Strætó en þar segir jafnframt: „Frá og með 4. maí næstkomandi mun Strætó auka tíðnina á leið 1 á annatímum. Leiðin mun aka á 15 mínútna fresti milli klukkan 06:35-08:35 á morgnana og milli klukkan 15:12-17:12 síðdegis. Framhurð strætisvagna á höfuðborgarsvæðinu verður enn lokuð og farþegar munu áfram ganga inn um mið- eða aftari dyr vagnsins. Innra rými strætisvagnanna verður áfram skipt upp í tvo hluta. Borði er strengdur yfir fremsta hluta vagnanna til þess aðskilja svæði vagnstjóra og svæði farþega. Fargjöld verða greidd í vagninum með því að halda Strætókorti eða Strætóappinu á lofti í átt að vagnstjóra. Vert er að benda sérstaklega á að vegna fjöldatakmarkana verður ekki unnt að taka á móti leik- og grunnskólahópum í vagna Strætó. Hópa- og tómstundakort verða því ekki í gildi á meðan fjarlægðartakmarkanir eru til staðar. Aukavagnar munu fylgja eftirtöldum ferðum frá og með 4. maí: Leið 6 – kl. 7:36 frá Ártúni í átt að Hlemmi. Leið 3 – kl. 7:21 frá Mjódd í átt að Hlemmi. Leið 3 – kl. 7:51 frá Mjódd í átt að Hlemmi. Leið 12 – kl. 07:07 frá Breiðhöfða/Ártúni í átt að Skeljanesi Leið 12 – kl. 07:31 frá Hlemmi í átt að Mjódd Leið 12 – kl. 07:56 frá Mjódd í átt að Hlemmi Leið 15 – kl. 07:01 frá Flyðrugranda í átt að Reykjavegi Leið 15 – kl. 07:45 frá Reykjavegi í átt að Ártúni Síðdegis verða aukavagnar til staðar á bakvakt og verða þeir sendir inn á leiðir þar sem álag er mikið. Peningar eða farmiðar Við mælum með að flestir viðskiptavinir noti strætókort eða strætóappið til þess að fækka snertiflötum um borð í vagninum. Þeir sem þurfa að greiða fyrir farið með pening eða farmiðum geta sett fargjaldið ofan í bráðbirgðabauka sem eru til staðar í hluta vagnaflotans. Það verða engir skiptimiðar í boði á meðan rými vagnanna er skipt í tvennt. Þeir farþegar sem ætla að skipta um vagn skulu bíða með að setja pening eða miða í baukinn þar til komið er um borð í síðasta vagn ferðarinnar. Það nægir fyrir farþega með pening eða farmiða að láta vagnstjórann vita að þeir ætli sér að skipta um vagn.“
Strætó Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Fleiri fréttir Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Sjá meira