ÍSÍ úthlutar 450 milljónum til íþróttahreyfingarinnar - Brugðist við vegna móta sem falla niður Sindri Sverrisson skrifar 30. apríl 2020 18:00 Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra og Lárus Blöndal forseti ÍSÍ undirrita samning um að ÍSÍ sjái um úthlutun 450 milljóna króna frá ríkinu. MYND/ÍSÍ Stjórnvöld hafa falið ÍSÍ að sjá um úthlutun þeirra 450 milljóna króna sem íþróttahreyfingin fær til að mæta áhrifum kórónuveirufaraldursins. Farið verður í bæði almennar og sértækar aðgerðir. Almennar aðgerðir munu taka mið af reiknireglu og koma til framkvæmda strax, samkvæmt fréttatilkynningu frá ÍSÍ. Sértækar aðgerðir felast í að fjármagni verði úthlutað vegna sérstakra viðburða, móta og keppnishalds sem ekki getur orðið af vegna faraldursins. Ljúka þurfti keppnistímabilum í innanhússíþróttum fyrr en ella vegna faraldursins, hætta þurfti við stór barnamót eins og Nettómótið í körfubolta, fresta þurfti upphafi Íslandsmótsins í fótbolta og óvíst er að barnamót sumarsins geti verið með hefðbundnum hætti, svo dæmi séu tekin. Auglýst verður á vef ÍSÍ eftir umsóknum um fjármagn. ÍSÍ ætlar svo að fylgjast náið með starfsemi íþróttafélaga og upplýsa Mennta- og menningarmálaráðuneytið með reglubundnum hætti um áhrif þeirra aðgerða sem ráðist verður í. Stefnt er að því að greiða sem fyrst út til íþróttafélaga eftir að fjármagn berst til ÍSÍ og eftir að greiðslur hafa farið fram verður birt sundurliðun á heimasíðu ÍSÍ með upplýsingum um hvernig fjármunum var skipt og hvaða forsendur lágu að baki. „Markmið stuðnings stjórnvalda er að draga úr afleiðingum COVID-19 á íþróttalíf í landinu og tryggja eins og kostur er að fjölbreytt íþróttaiðkun geti farið fram – það er okkur öllum mikilvægt, ekki síst út frá lýðheilsusjónarmiðum og forvarnargildi íþrótta. Viðmið um úthlutun þessarar styrkja mun taka mið af stefnumótun mennta- og menningarmálaráðuneytis í íþróttamálum og byggja á sjónarmiðum jafnræðis, kynjajafnréttis og gagnsæis. Þá verður sérstaklega hugað að brottfalli úr íþróttum og verkefnum sem hvetja viðkvæma hópa til íþróttaiðkunar,“ er haft eftir Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra í fréttatilkynningu. Að auki verður til umfjöllunar á Alþingi tillaga um 600 milljóna kr. aukafjárveitingu til sveitarfélaga vegna tímabundins stuðnings við fjölskyldur í erfiðri stöðu, svo tryggja megi jöfn tækifæri barna og ungmenna til íþrótta- og tómstundastarfs í sumar. Íþróttir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Forseti ÍSÍ: Minni stuðningur við íþróttir frá atvinnulífinu á hverju ári Íþróttahreyfingin þarf ekki aðeins að hafa áhyggjur af skelfilegum áhrifum kórónuveirunnar heldur einnig af minni stuðningi frá atvinnulífinu undanfarin misseri. 23. mars 2020 15:44 Allt íþróttastarf fellur niður Mælst er til þess að skipulagt íþróttastarf á Íslandi falli niður í óákveðinn tíma vegna aðgerða til þess að sporna við útbreiðslu kórónuveirunnar. 20. mars 2020 18:03 Rúmur milljarður til viðbótar í menningu, íþróttir og rannsóknir Mennta- og menningarmálaráðuneyti hyggst leggja 750 milljónum króna til viðbótar í menningarverkefni og stuðning við starfsemi íþróttafélaga á næstu vikum. Er það gert til að sporna við efnahagsáhrifum faraldurs kórónuveirunnar. 21. mars 2020 20:44 Mest lesið NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Körfubolti Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Fótbolti Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Fótbolti Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Fótbolti Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Fótbolti Hættir að verja mark Frakklands til að verja tíma með fjölskyldunni Sport Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark Fótbolti „Vissi ekki að við gætum þetta“ Fótbolti Fleiri fréttir Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark Hættir að verja mark Frakklands til að verja tíma með fjölskyldunni „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Hefur bætt heimsmetið um þrettán sentímetra á fimm árum Emil leggur skóna á hilluna Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Barðist degi eftir að hafa orðið fyrir bíl „Finn að ég er að fara að toppa á réttum tíma“ Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Dagskráin í dag: Meistaradeildin hefst, Lokasóknin og VARsjáin Sjá meira
Stjórnvöld hafa falið ÍSÍ að sjá um úthlutun þeirra 450 milljóna króna sem íþróttahreyfingin fær til að mæta áhrifum kórónuveirufaraldursins. Farið verður í bæði almennar og sértækar aðgerðir. Almennar aðgerðir munu taka mið af reiknireglu og koma til framkvæmda strax, samkvæmt fréttatilkynningu frá ÍSÍ. Sértækar aðgerðir felast í að fjármagni verði úthlutað vegna sérstakra viðburða, móta og keppnishalds sem ekki getur orðið af vegna faraldursins. Ljúka þurfti keppnistímabilum í innanhússíþróttum fyrr en ella vegna faraldursins, hætta þurfti við stór barnamót eins og Nettómótið í körfubolta, fresta þurfti upphafi Íslandsmótsins í fótbolta og óvíst er að barnamót sumarsins geti verið með hefðbundnum hætti, svo dæmi séu tekin. Auglýst verður á vef ÍSÍ eftir umsóknum um fjármagn. ÍSÍ ætlar svo að fylgjast náið með starfsemi íþróttafélaga og upplýsa Mennta- og menningarmálaráðuneytið með reglubundnum hætti um áhrif þeirra aðgerða sem ráðist verður í. Stefnt er að því að greiða sem fyrst út til íþróttafélaga eftir að fjármagn berst til ÍSÍ og eftir að greiðslur hafa farið fram verður birt sundurliðun á heimasíðu ÍSÍ með upplýsingum um hvernig fjármunum var skipt og hvaða forsendur lágu að baki. „Markmið stuðnings stjórnvalda er að draga úr afleiðingum COVID-19 á íþróttalíf í landinu og tryggja eins og kostur er að fjölbreytt íþróttaiðkun geti farið fram – það er okkur öllum mikilvægt, ekki síst út frá lýðheilsusjónarmiðum og forvarnargildi íþrótta. Viðmið um úthlutun þessarar styrkja mun taka mið af stefnumótun mennta- og menningarmálaráðuneytis í íþróttamálum og byggja á sjónarmiðum jafnræðis, kynjajafnréttis og gagnsæis. Þá verður sérstaklega hugað að brottfalli úr íþróttum og verkefnum sem hvetja viðkvæma hópa til íþróttaiðkunar,“ er haft eftir Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra í fréttatilkynningu. Að auki verður til umfjöllunar á Alþingi tillaga um 600 milljóna kr. aukafjárveitingu til sveitarfélaga vegna tímabundins stuðnings við fjölskyldur í erfiðri stöðu, svo tryggja megi jöfn tækifæri barna og ungmenna til íþrótta- og tómstundastarfs í sumar.
Íþróttir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Forseti ÍSÍ: Minni stuðningur við íþróttir frá atvinnulífinu á hverju ári Íþróttahreyfingin þarf ekki aðeins að hafa áhyggjur af skelfilegum áhrifum kórónuveirunnar heldur einnig af minni stuðningi frá atvinnulífinu undanfarin misseri. 23. mars 2020 15:44 Allt íþróttastarf fellur niður Mælst er til þess að skipulagt íþróttastarf á Íslandi falli niður í óákveðinn tíma vegna aðgerða til þess að sporna við útbreiðslu kórónuveirunnar. 20. mars 2020 18:03 Rúmur milljarður til viðbótar í menningu, íþróttir og rannsóknir Mennta- og menningarmálaráðuneyti hyggst leggja 750 milljónum króna til viðbótar í menningarverkefni og stuðning við starfsemi íþróttafélaga á næstu vikum. Er það gert til að sporna við efnahagsáhrifum faraldurs kórónuveirunnar. 21. mars 2020 20:44 Mest lesið NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Körfubolti Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Fótbolti Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Fótbolti Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Fótbolti Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Fótbolti Hættir að verja mark Frakklands til að verja tíma með fjölskyldunni Sport Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark Fótbolti „Vissi ekki að við gætum þetta“ Fótbolti Fleiri fréttir Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark Hættir að verja mark Frakklands til að verja tíma með fjölskyldunni „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Hefur bætt heimsmetið um þrettán sentímetra á fimm árum Emil leggur skóna á hilluna Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Barðist degi eftir að hafa orðið fyrir bíl „Finn að ég er að fara að toppa á réttum tíma“ Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Dagskráin í dag: Meistaradeildin hefst, Lokasóknin og VARsjáin Sjá meira
Forseti ÍSÍ: Minni stuðningur við íþróttir frá atvinnulífinu á hverju ári Íþróttahreyfingin þarf ekki aðeins að hafa áhyggjur af skelfilegum áhrifum kórónuveirunnar heldur einnig af minni stuðningi frá atvinnulífinu undanfarin misseri. 23. mars 2020 15:44
Allt íþróttastarf fellur niður Mælst er til þess að skipulagt íþróttastarf á Íslandi falli niður í óákveðinn tíma vegna aðgerða til þess að sporna við útbreiðslu kórónuveirunnar. 20. mars 2020 18:03
Rúmur milljarður til viðbótar í menningu, íþróttir og rannsóknir Mennta- og menningarmálaráðuneyti hyggst leggja 750 milljónum króna til viðbótar í menningarverkefni og stuðning við starfsemi íþróttafélaga á næstu vikum. Er það gert til að sporna við efnahagsáhrifum faraldurs kórónuveirunnar. 21. mars 2020 20:44