Geðrænar afleiðingar vegna Covid-19 koma fram síðar Jakob Bjarnar skrifar 2. apríl 2020 10:50 Hafrún segir að geðheilbrigðisbatteríið hafi verið í viðbragðsstöðu í hruninu árið 2008 að taka við fjölda fólks en engin eftirspurn var sem kom alveg flatt upp á hana og aðra sem þar störfuðu. Afleiðingarnar komu í ljós miklu síðar. Hafrún Kristjánsdóttir, sálfræðingur og deildarforseti hjá Háskólanum í Reykjavík, telur ástæðulaust að hafa þungar áhyggjur af geðheilsu þjóðarinnar vegna kórónuveirufaraldursins. Í bili. Hún veltir þessu fyrir sér í pistli á Facebook-síðu sinni sem hún birti nú í morgun en tekur það fram í samtali við Vísi að þetta séu vangaveltur. Árið 2008 starfaði Hafrún á geðdeildinni og þá varð hrun, efnahagskreppa með tilheyrandi atvinnumissi og falli krónunnar. Mikið var fjallað um hversu mikil áhrif það myndi hafa á geðheilsu þjóðarinnar. „Þetta gekk svo langt að sumir lýstu því yfir að fólk myndi fremja sjálfsvíg í bunkum og að líkhúsin væru full af fólki sem hafði framið sjálfsvíg. Það var fjarri sanni,“ segir Hafrún í pistli sínu. Fáir mættu á Hrunmóttökuna Hún segir að þau sem störfuðu í geðheilbrigðisbatteríinu hafi haft verulegar áhyggjur af geðheilbrigði þjóðarinnar. „Það var framleitt fræðsluefni um „hrunstreitu“ þar sem undirrituð var í aðalhlutverki . Þetta myndband var sýnt ítrekað á RUV á besta tíma. Allskonar önnur svipuð úrræði voru í boði, ég t.d. fór á öll svið spítalans og hélt fyrirlestur um streitu fyrir starfsmenn LSH. Svo var opnuð sérstök móttaka fyrir fólk sem leið illa vegna hrunsins. Heilbrigðisráðherra mætti á opnunina. Ég starfaði á þessari móttöku. Við bjuggumst við að mikið yrði að gera. Því var víðsfjarri, það mættu örfáar hræður. Hrunmóttökunni var lokað skömmu síðar. Engin eftirspurn. Þetta kom okkur svoldið í opna skjöldu,“ segir Hafrún. Hafrún segir, spurð hvort það sé þá engin ástæða til að hafa þungar áhyggjur af geðheilsu þjóðarinnar þó staðan virðist svört, að þetta sé ólíkt. „Nú eru líf í húfi og frelsi skert verulega. En hrunið er samt eitthvað sem við getum litið til. Það er það besta sem við höfum. Ég held að geðrænu vandamálin hjá stórum parti þjóðarinnar muni koma fram síðar. Jafnvel löngu síðar.“ Afleiðingarnar koma fram löngu síðar Hafrún telur þannig að ekki væri góður leikur að skera niður í geðheilbrigðiskerfinu, það þurfi að vera í stakk búið að takast á við afleiðingarnar síðar. „Gjörgæslan þarf að vera klár núna. En geðheilbrigðiskerfið síðar.“ Halldóra Ólafsdóttir, einn reyndasti geðlæknir þjóðarinnar, tekur undir þetta með Hafrúnu. Það hafi ýmislegt komið á óvart í hruninu. „Hins vegar hefur mér fundist svona sem gamall klíníker að áhrif hrunsins á geðheilsu hafi komið fram löngu síðar og ég er jafnvel enn að sjá sjúklinga af og til sem glíma við afleiðingar hrunsins 2008. Má nefna t.d. gjaldþrot, atvinnumissi, kvíða, lækkað sjálfsmat, færri bjargráð, hjónaskilnaðir og upplausn hjá fjölskyldum.“ Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Geðheilbrigði Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
Hafrún Kristjánsdóttir, sálfræðingur og deildarforseti hjá Háskólanum í Reykjavík, telur ástæðulaust að hafa þungar áhyggjur af geðheilsu þjóðarinnar vegna kórónuveirufaraldursins. Í bili. Hún veltir þessu fyrir sér í pistli á Facebook-síðu sinni sem hún birti nú í morgun en tekur það fram í samtali við Vísi að þetta séu vangaveltur. Árið 2008 starfaði Hafrún á geðdeildinni og þá varð hrun, efnahagskreppa með tilheyrandi atvinnumissi og falli krónunnar. Mikið var fjallað um hversu mikil áhrif það myndi hafa á geðheilsu þjóðarinnar. „Þetta gekk svo langt að sumir lýstu því yfir að fólk myndi fremja sjálfsvíg í bunkum og að líkhúsin væru full af fólki sem hafði framið sjálfsvíg. Það var fjarri sanni,“ segir Hafrún í pistli sínu. Fáir mættu á Hrunmóttökuna Hún segir að þau sem störfuðu í geðheilbrigðisbatteríinu hafi haft verulegar áhyggjur af geðheilbrigði þjóðarinnar. „Það var framleitt fræðsluefni um „hrunstreitu“ þar sem undirrituð var í aðalhlutverki . Þetta myndband var sýnt ítrekað á RUV á besta tíma. Allskonar önnur svipuð úrræði voru í boði, ég t.d. fór á öll svið spítalans og hélt fyrirlestur um streitu fyrir starfsmenn LSH. Svo var opnuð sérstök móttaka fyrir fólk sem leið illa vegna hrunsins. Heilbrigðisráðherra mætti á opnunina. Ég starfaði á þessari móttöku. Við bjuggumst við að mikið yrði að gera. Því var víðsfjarri, það mættu örfáar hræður. Hrunmóttökunni var lokað skömmu síðar. Engin eftirspurn. Þetta kom okkur svoldið í opna skjöldu,“ segir Hafrún. Hafrún segir, spurð hvort það sé þá engin ástæða til að hafa þungar áhyggjur af geðheilsu þjóðarinnar þó staðan virðist svört, að þetta sé ólíkt. „Nú eru líf í húfi og frelsi skert verulega. En hrunið er samt eitthvað sem við getum litið til. Það er það besta sem við höfum. Ég held að geðrænu vandamálin hjá stórum parti þjóðarinnar muni koma fram síðar. Jafnvel löngu síðar.“ Afleiðingarnar koma fram löngu síðar Hafrún telur þannig að ekki væri góður leikur að skera niður í geðheilbrigðiskerfinu, það þurfi að vera í stakk búið að takast á við afleiðingarnar síðar. „Gjörgæslan þarf að vera klár núna. En geðheilbrigðiskerfið síðar.“ Halldóra Ólafsdóttir, einn reyndasti geðlæknir þjóðarinnar, tekur undir þetta með Hafrúnu. Það hafi ýmislegt komið á óvart í hruninu. „Hins vegar hefur mér fundist svona sem gamall klíníker að áhrif hrunsins á geðheilsu hafi komið fram löngu síðar og ég er jafnvel enn að sjá sjúklinga af og til sem glíma við afleiðingar hrunsins 2008. Má nefna t.d. gjaldþrot, atvinnumissi, kvíða, lækkað sjálfsmat, færri bjargráð, hjónaskilnaðir og upplausn hjá fjölskyldum.“
Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Geðheilbrigði Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira