Stal níu milljónum af ADHD-samtökunum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. apríl 2020 16:26 Þröstur Emilsson var fréttamaður hjá Ríkisútvarpinu um árabil en tók við starfi framkvæmdastjóra ADHD-samtakanna árið 2013. Honum var sagt upp sumarið 2018 þegar upp komst um fjárdráttinn. Vísir Þröstur Emilsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri ADHD-samtakanna og fréttamaður, hefur verið dæmdur í tíu mánaða fangelsi fyrir að draga sér níu milljónir króna í starfi fyrir ADHD-samtökin. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness í dag. Upp komst um brot Þrastar sumarið 2018 og var honum þá vikið frá störfum. Þröstur varði sig sjálfur fyrir dómi og játaði brot sín. Hann var sakfelldur fyrir fjárdrátt, umboðssvik og peningaþvætti. Ákæran yfir Þresti var í þremur liðum. Millifærði á eigin reikning Hann var í fyrsta lagi ákærður fyrir að hafa dregið sér fjármuni ADHD-samtakanna, samanlagt rúma 7,1 milljón króna á tímabilinu júlí 2015 til maí 2018, með debetkorti, greiðslu reikninga í eigin þágu, veitingu styrks og með millifærslum af bankareikningum samtakanna yfir á eigin bankareikninga. Millfærslurnar inn á eigin bankareikning voru upp á um 6,4 milljónir króna. Þá keypti hann hluti í Ormsson, verslun Símans og Fríhöfninni fyrir tæplega 350 þúsund krónur. Þá millifærði hann 280 þúsund krónur inn á reikning Háskólans í Reykjavík, veitti Viðreisn í Hafnarfirði 100 þúsund krónu styrk. Þröstur var í viðtali við fréttastofu árið 2017 þegar ADHD-samtökin stóðu fyrir sölu á svokölluðum fidget-spilurum í fjáröflunarskyni. Greiddi golfferð til Flórída Í öðru lagi var hann ákærður fyrir að hafa misnotað aðstöðu sína sem framkvæmdastjóri með því að skuldbinda ADHD-samtökin á sama tímabili til að greiða fyrir kaup með kreditkorti samtakanna. Kaupin voru samanlagt upp á 2,1 milljón króna. Meðal annars var verslað hjá í verslun Símans fyrir 150 þúsund krónur, Vínbúðinni fyrir 120 þúsund krónur, greiddar flugferðir, aðgangur í Reebok fitness, Spotify og iTunes aðgangur auk kaupa á ferðum með Vita Sport. Þá virðist golfferð til Flórída hafa verið greidd með kreditkorti samtakanna og ýmiss önnur neysla á þessum tímabil. Í þriðja lagi var hann ákærður fyrir peningaþvætti með því að hafa nýtt sér ávinning af brotum sínum. Ekki áður hlotið dóm ADHD samtökin gerðu kröfu um endurgreiðslu upp á 9,2 milljónir króna. Þröstur hafnaði kröfunni og lagði í hendur dómsins að leysa úr henni. Hann játaði brot sitt en óskaði vægustu refsingar. Þröstur hefur ekki áður hlotið dóm og horfði dómurinn til þess við ákvörðun refsingar. En sömuleiðis að hann misnotaði trúnaðarstöðu sína sem framkvæmdastjóri ADHD-samtakanna. Skýlaus játning var virt honum til málsbóta. Var hann dæmdur í tíu mánaða fangelsi en sjö mánaðanna eru skilorðsbundnir. Þarf hann að greiða ADHD-samtökunum 9,2 milljónir auk dráttarvaxta og 168 þúsund krónur í málskostnað. Dómsmál Félagasamtök Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Fleiri fréttir Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Sjá meira
Þröstur Emilsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri ADHD-samtakanna og fréttamaður, hefur verið dæmdur í tíu mánaða fangelsi fyrir að draga sér níu milljónir króna í starfi fyrir ADHD-samtökin. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness í dag. Upp komst um brot Þrastar sumarið 2018 og var honum þá vikið frá störfum. Þröstur varði sig sjálfur fyrir dómi og játaði brot sín. Hann var sakfelldur fyrir fjárdrátt, umboðssvik og peningaþvætti. Ákæran yfir Þresti var í þremur liðum. Millifærði á eigin reikning Hann var í fyrsta lagi ákærður fyrir að hafa dregið sér fjármuni ADHD-samtakanna, samanlagt rúma 7,1 milljón króna á tímabilinu júlí 2015 til maí 2018, með debetkorti, greiðslu reikninga í eigin þágu, veitingu styrks og með millifærslum af bankareikningum samtakanna yfir á eigin bankareikninga. Millfærslurnar inn á eigin bankareikning voru upp á um 6,4 milljónir króna. Þá keypti hann hluti í Ormsson, verslun Símans og Fríhöfninni fyrir tæplega 350 þúsund krónur. Þá millifærði hann 280 þúsund krónur inn á reikning Háskólans í Reykjavík, veitti Viðreisn í Hafnarfirði 100 þúsund krónu styrk. Þröstur var í viðtali við fréttastofu árið 2017 þegar ADHD-samtökin stóðu fyrir sölu á svokölluðum fidget-spilurum í fjáröflunarskyni. Greiddi golfferð til Flórída Í öðru lagi var hann ákærður fyrir að hafa misnotað aðstöðu sína sem framkvæmdastjóri með því að skuldbinda ADHD-samtökin á sama tímabili til að greiða fyrir kaup með kreditkorti samtakanna. Kaupin voru samanlagt upp á 2,1 milljón króna. Meðal annars var verslað hjá í verslun Símans fyrir 150 þúsund krónur, Vínbúðinni fyrir 120 þúsund krónur, greiddar flugferðir, aðgangur í Reebok fitness, Spotify og iTunes aðgangur auk kaupa á ferðum með Vita Sport. Þá virðist golfferð til Flórída hafa verið greidd með kreditkorti samtakanna og ýmiss önnur neysla á þessum tímabil. Í þriðja lagi var hann ákærður fyrir peningaþvætti með því að hafa nýtt sér ávinning af brotum sínum. Ekki áður hlotið dóm ADHD samtökin gerðu kröfu um endurgreiðslu upp á 9,2 milljónir króna. Þröstur hafnaði kröfunni og lagði í hendur dómsins að leysa úr henni. Hann játaði brot sitt en óskaði vægustu refsingar. Þröstur hefur ekki áður hlotið dóm og horfði dómurinn til þess við ákvörðun refsingar. En sömuleiðis að hann misnotaði trúnaðarstöðu sína sem framkvæmdastjóri ADHD-samtakanna. Skýlaus játning var virt honum til málsbóta. Var hann dæmdur í tíu mánaða fangelsi en sjö mánaðanna eru skilorðsbundnir. Þarf hann að greiða ADHD-samtökunum 9,2 milljónir auk dráttarvaxta og 168 þúsund krónur í málskostnað.
Dómsmál Félagasamtök Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Fleiri fréttir Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Sjá meira