Kvenleiðtogar sameinast í baráttunni gegn COVID-19 Heimsljós 29. apríl 2020 13:12 Sameinuðu þjóðirnar með kvenleiðtoga í fylkingarbrjósti hafa hleypt af stokkunum átakinu „Rise for All“ um félagslega og efnahagslega endurreisn vegna kórónafaraldursins. Átakið er til stuðnings nýstofnuðum sjóði Sameinuðu þjóðanna, UN Response and Recovery Fund. „Við erum í miðri meiriháttar kreppu,“ segir Erna Solberg forsætisráðherra Noregs í ávarpi á myndbandi. „Kórónaveiran þekkir engin landamæri. Í alheimsþorpi okkar er samstaða eini kosturinn. Alþjóðlegar stofnanir og ríkistjórnir verða að vinna saman.“ Amina Mohammed varaframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna sagði þegar hún fylgdi átakinu úr hlaði í New York að COVID-19 hefði greitt þróunarríkjum „sérstaklega þungt högg“, ekki síst þjóðum sem glíma þegar við hamfarir eða styrjaldarátök. „Andspænis víðtækri ógn af sögulegri stærðargráðu, verður sameiginlegt andsvar okkar að vera jafn brýnt og sögulegt,“ sagði Mohammed. Konur hafa orðið harðast úti í faraldrinum en jafnframt verið í fararbroddi við að bjarga mannslífum á sjúkrahúsum og við að finna lausnir í nýsköpun og uppfinningum, að ógleymdum pólitískum kvenleiðtogum. Stefnt er að því að safna einum milljarði Bandaríkjadala í fyrrnefndan sjóð á vegum aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna á fyrstu níu mánuðum ársins og tveimur milljörðum í allt. „Við megum engan tíma missa,“ sagði Mohammad, venjulegir tímafrestir sem Sameinuðu þjóðirnar og framlagsríki vinna eftir duga ekki í þessu tilviki. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Sameinuðu þjóðirnar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent
Sameinuðu þjóðirnar með kvenleiðtoga í fylkingarbrjósti hafa hleypt af stokkunum átakinu „Rise for All“ um félagslega og efnahagslega endurreisn vegna kórónafaraldursins. Átakið er til stuðnings nýstofnuðum sjóði Sameinuðu þjóðanna, UN Response and Recovery Fund. „Við erum í miðri meiriháttar kreppu,“ segir Erna Solberg forsætisráðherra Noregs í ávarpi á myndbandi. „Kórónaveiran þekkir engin landamæri. Í alheimsþorpi okkar er samstaða eini kosturinn. Alþjóðlegar stofnanir og ríkistjórnir verða að vinna saman.“ Amina Mohammed varaframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna sagði þegar hún fylgdi átakinu úr hlaði í New York að COVID-19 hefði greitt þróunarríkjum „sérstaklega þungt högg“, ekki síst þjóðum sem glíma þegar við hamfarir eða styrjaldarátök. „Andspænis víðtækri ógn af sögulegri stærðargráðu, verður sameiginlegt andsvar okkar að vera jafn brýnt og sögulegt,“ sagði Mohammed. Konur hafa orðið harðast úti í faraldrinum en jafnframt verið í fararbroddi við að bjarga mannslífum á sjúkrahúsum og við að finna lausnir í nýsköpun og uppfinningum, að ógleymdum pólitískum kvenleiðtogum. Stefnt er að því að safna einum milljarði Bandaríkjadala í fyrrnefndan sjóð á vegum aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna á fyrstu níu mánuðum ársins og tveimur milljörðum í allt. „Við megum engan tíma missa,“ sagði Mohammad, venjulegir tímafrestir sem Sameinuðu þjóðirnar og framlagsríki vinna eftir duga ekki í þessu tilviki. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Sameinuðu þjóðirnar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent