CNN segir Íslendinga vera í öfundsverðri stöðu Eiður Þór Árnason skrifar 2. apríl 2020 10:56 Skimun Íslendinga hefur víða vakið athygli. Bandarísku miðlarnir Washington Post og CNN hafa báðir gert skimun Íslendinga fyrir kórónuveirunni að umfjöllunarefni sínu síðastliðinn sólarhring. Þar eru aðgerðir á Íslandi skoðaðar og ástandið hér borið saman við aðstæður í öðrum ríkjum þar sem víða er mjög erfitt að komast í sýnatöku. Í grein Washington Post er það sagt vaxandi áhyggjuefni að fjöldi fólks sem sýkist af veirunni sýni mögulega lítil eða engin einkenni. Sú staðreynd geri yfirvöldum erfiðara fyrir að halda aftur af faraldrinum. Fimm prósent samanborið við 0,34 prósent Í því samhengi eru aðstæður skoðaðar á Íslandi þar sem reynt sé að stuðla að því að hver sem er komist í sýnatöku, jafnvel þó fólk sýni ekki einkenni. Sé litið til tölfræðinnar hafi nú yfir fimm prósent íslensku þjóðarinnar farið í sýnatöku samanborið við um 0,34 prósent Bandaríkjamanna. Nálgun Íslendinga er sögð geta veitt mikilvæga innsýn í dreifingu veirunnar og hjálpað vísindamönnum um heim allan. Í kjölfarið rekur Washington Post viðbrögð íslenskra heilbrigðisyfirvalda við faraldrinum og aðkomu Íslenskrar erfðagreiningar. Um helmingur sagður vera einkennalaus CNN segir að Íslendingar séu nú í öfundsverðri stöðu þar sem víðtæk skimun gefi stjórnvöldum mun skýrari mynd af dreifingu veirunnar í samfélaginu. Haft er eftir Kára Stefánssyni, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, að skimun fyrirtækisins bendi til þess að um helmingur þeirra sem greinist með veiruna séu einkennalausir. Í frétt CNN er það jafnframt rakið hvers vegna stjórnvöld hér hafi ekki farið að fordæmi margra annarra ríkja og sett á einhvers konar útgöngubann. Hefur miðilinn eftir embætti landlæknis að öflug skimun og smitrakning séu lykilástæður þess að slíkar aðgerðir hafi talist óþarfar fram að þessu. Í lokin veltir CNN upp þeirri spurningu hvort að íslenska leiðin gæti reynst vegvísir fyrir önnur ríki. Haft er eftir Kára að gott gengi Íslands hafi ekkert með smæð þjóðarinnar að gera heldur fremur hversu vel undirbúin hún var. Mörg önnur þróuð ríki búi yfir mikilli þekkingu á þessu sviði og hafi getað farið af stað í svipaða skimun fyrir löngu síðan. Þau hafi í stað þess „hagað sér eins og ekkert væri að eiga sér stað.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Fjölmiðlar Íslensk erfðagreining Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Innlent Fleiri fréttir Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Sjá meira
Bandarísku miðlarnir Washington Post og CNN hafa báðir gert skimun Íslendinga fyrir kórónuveirunni að umfjöllunarefni sínu síðastliðinn sólarhring. Þar eru aðgerðir á Íslandi skoðaðar og ástandið hér borið saman við aðstæður í öðrum ríkjum þar sem víða er mjög erfitt að komast í sýnatöku. Í grein Washington Post er það sagt vaxandi áhyggjuefni að fjöldi fólks sem sýkist af veirunni sýni mögulega lítil eða engin einkenni. Sú staðreynd geri yfirvöldum erfiðara fyrir að halda aftur af faraldrinum. Fimm prósent samanborið við 0,34 prósent Í því samhengi eru aðstæður skoðaðar á Íslandi þar sem reynt sé að stuðla að því að hver sem er komist í sýnatöku, jafnvel þó fólk sýni ekki einkenni. Sé litið til tölfræðinnar hafi nú yfir fimm prósent íslensku þjóðarinnar farið í sýnatöku samanborið við um 0,34 prósent Bandaríkjamanna. Nálgun Íslendinga er sögð geta veitt mikilvæga innsýn í dreifingu veirunnar og hjálpað vísindamönnum um heim allan. Í kjölfarið rekur Washington Post viðbrögð íslenskra heilbrigðisyfirvalda við faraldrinum og aðkomu Íslenskrar erfðagreiningar. Um helmingur sagður vera einkennalaus CNN segir að Íslendingar séu nú í öfundsverðri stöðu þar sem víðtæk skimun gefi stjórnvöldum mun skýrari mynd af dreifingu veirunnar í samfélaginu. Haft er eftir Kára Stefánssyni, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, að skimun fyrirtækisins bendi til þess að um helmingur þeirra sem greinist með veiruna séu einkennalausir. Í frétt CNN er það jafnframt rakið hvers vegna stjórnvöld hér hafi ekki farið að fordæmi margra annarra ríkja og sett á einhvers konar útgöngubann. Hefur miðilinn eftir embætti landlæknis að öflug skimun og smitrakning séu lykilástæður þess að slíkar aðgerðir hafi talist óþarfar fram að þessu. Í lokin veltir CNN upp þeirri spurningu hvort að íslenska leiðin gæti reynst vegvísir fyrir önnur ríki. Haft er eftir Kára að gott gengi Íslands hafi ekkert með smæð þjóðarinnar að gera heldur fremur hversu vel undirbúin hún var. Mörg önnur þróuð ríki búi yfir mikilli þekkingu á þessu sviði og hafi getað farið af stað í svipaða skimun fyrir löngu síðan. Þau hafi í stað þess „hagað sér eins og ekkert væri að eiga sér stað.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Fjölmiðlar Íslensk erfðagreining Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Innlent Fleiri fréttir Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Sjá meira