Tveggja metra reglan verði almennt viðmið Kristín Ólafsdóttir skrifar 27. apríl 2020 14:58 Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn. Vísir/vilhelm Ekki hefur verið tekin ákvörðun um að afnema tveggja metra regluna og ekki stendur heldur til að afnema hana sem slíka. Gert er ráð fyrir að hún verði ákveðið viðmið sem allt samfélagið taki tillit til. Miðað verði við það í framtíðinni að þeir sem þurfi fjarlægðina muni áfram geta haft hana. Þetta kom fram í máli Víði Reynissonar yfirlögregluþjóns á upplýsingafundi vegna kórónuveirunnar nú síðdegis. Víðir kvaðst ef til vill hafa verið of fljótur á sér í svari við spurningu fréttamanns um mögulegt afnám tveggja metra reglunnar í gær en greint var frá því í kvöldfréttum Stöðvar 2 að stefnt væri að því að afnema hana um mánaðamótin maí/júní. Víðir sagði á fundinum að skoðað verði eftir 4. maí, þegar fyrstu tilslakanir á veiruaðgerðum stjórnvalda taka gildi, hvort reglan verði mögulega tekin út úr auglýsingu heilbrigðisráðherra. Þrjár vikur þurfi til þess að meta áhrif uppfærðra aðgerða hverju sinni. Inntur eftir því hvort fyrirkomulagið varðandi tveggja metra regluna yrði þá öðruvísi hér en til dæmis í Bretlandi eða Bandaríkjunum, þar sem tveggja metra reglan verður áfram í gildi, sagði Víðir að hér á landi hefði ætíð verið lögð áhersla á að þetta væri samvinnuverkefni, frekar en boð og bönn. Hvort það standi í reglugerð eða verði samfélagslegur sáttmáli verði að koma í ljós. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Daglegu upplýsingafundirnir fara að líða undir lok Þetta kom fram í máli Ölmu Möller landlæknis á upplýsingafundinum í dag. 27. apríl 2020 14:34 Andslitsgrímuskylda sett á í Þýskalandi Nýjar reglur sem gera yfirvöldum kleift að sekta þá sem bera ekki andlitsgrímur um borð í almenningssamgönguvögnum, lestum og í búðum hafa tekið gildi í flestum sambandsríkjum Þýskalands. Hæsta sektin getur numið 1,5 milljón króna. 27. apríl 2020 13:44 Enginn greinst með veiruna síðasta sólarhringinn Enginn greindist með kórónuveiruna síðasta sólarhringinn, samkvæmt nýuppfærðum tölum á Covid.is. 27. apríl 2020 13:07 Svona var 57. upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra boðar til upplýsingafundar fyrir blaðamenn klukkan 14 í Skógarhlíð 14. 27. apríl 2020 13:25 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Ekki hefur verið tekin ákvörðun um að afnema tveggja metra regluna og ekki stendur heldur til að afnema hana sem slíka. Gert er ráð fyrir að hún verði ákveðið viðmið sem allt samfélagið taki tillit til. Miðað verði við það í framtíðinni að þeir sem þurfi fjarlægðina muni áfram geta haft hana. Þetta kom fram í máli Víði Reynissonar yfirlögregluþjóns á upplýsingafundi vegna kórónuveirunnar nú síðdegis. Víðir kvaðst ef til vill hafa verið of fljótur á sér í svari við spurningu fréttamanns um mögulegt afnám tveggja metra reglunnar í gær en greint var frá því í kvöldfréttum Stöðvar 2 að stefnt væri að því að afnema hana um mánaðamótin maí/júní. Víðir sagði á fundinum að skoðað verði eftir 4. maí, þegar fyrstu tilslakanir á veiruaðgerðum stjórnvalda taka gildi, hvort reglan verði mögulega tekin út úr auglýsingu heilbrigðisráðherra. Þrjár vikur þurfi til þess að meta áhrif uppfærðra aðgerða hverju sinni. Inntur eftir því hvort fyrirkomulagið varðandi tveggja metra regluna yrði þá öðruvísi hér en til dæmis í Bretlandi eða Bandaríkjunum, þar sem tveggja metra reglan verður áfram í gildi, sagði Víðir að hér á landi hefði ætíð verið lögð áhersla á að þetta væri samvinnuverkefni, frekar en boð og bönn. Hvort það standi í reglugerð eða verði samfélagslegur sáttmáli verði að koma í ljós.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Daglegu upplýsingafundirnir fara að líða undir lok Þetta kom fram í máli Ölmu Möller landlæknis á upplýsingafundinum í dag. 27. apríl 2020 14:34 Andslitsgrímuskylda sett á í Þýskalandi Nýjar reglur sem gera yfirvöldum kleift að sekta þá sem bera ekki andlitsgrímur um borð í almenningssamgönguvögnum, lestum og í búðum hafa tekið gildi í flestum sambandsríkjum Þýskalands. Hæsta sektin getur numið 1,5 milljón króna. 27. apríl 2020 13:44 Enginn greinst með veiruna síðasta sólarhringinn Enginn greindist með kórónuveiruna síðasta sólarhringinn, samkvæmt nýuppfærðum tölum á Covid.is. 27. apríl 2020 13:07 Svona var 57. upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra boðar til upplýsingafundar fyrir blaðamenn klukkan 14 í Skógarhlíð 14. 27. apríl 2020 13:25 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Daglegu upplýsingafundirnir fara að líða undir lok Þetta kom fram í máli Ölmu Möller landlæknis á upplýsingafundinum í dag. 27. apríl 2020 14:34
Andslitsgrímuskylda sett á í Þýskalandi Nýjar reglur sem gera yfirvöldum kleift að sekta þá sem bera ekki andlitsgrímur um borð í almenningssamgönguvögnum, lestum og í búðum hafa tekið gildi í flestum sambandsríkjum Þýskalands. Hæsta sektin getur numið 1,5 milljón króna. 27. apríl 2020 13:44
Enginn greinst með veiruna síðasta sólarhringinn Enginn greindist með kórónuveiruna síðasta sólarhringinn, samkvæmt nýuppfærðum tölum á Covid.is. 27. apríl 2020 13:07
Svona var 57. upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra boðar til upplýsingafundar fyrir blaðamenn klukkan 14 í Skógarhlíð 14. 27. apríl 2020 13:25