Söndru voru settir afarkostir í landsliðsferð: „Missti fimmtán kíló á einu ári“ Anton Ingi Leifsson skrifar 26. apríl 2020 19:15 Sandra sagði sínu sögu í Sportpakkanum í kvöld en hún varð meðal annars þrefaldur meistari með Val tímabilið 2018/2019. vísir/s2 Handboltakonan Sandra Erlingsdóttir segir að henni hafi verið settir afarkostir í einni landsliðsferð fyrir tveimur árum síðan. Sandra glímdi við átröskun en þessi einn besti miðjumaður landsins sagði sögu sína í Sportpakkanum í kvöld. Sandra var í viðtali við Vísi í síðasta mánuði þar sem hún opnaði sig varðandi átröskun en það eru liðin sex ár síðan Sandra var greind með átröskun. „Þetta byrjaði sumarið áður en ég fór í 10. bekk þegar ég var fjórtán ára. Ég byrjaði að æfa með meistaraflokki kvenna í fótbolta og fékk að spila leiki með þeim. Þá kemur þessi íþróttametnaður að verða betri,“ sagði Sandra í viðtali við Svövu Kristínu Grétarsdóttur í Sportpakka kvöldsins og hélt áfram: „Þá byrjaði ég að borða hollara til þess að vera með meiri orku á æfingum sem endaði með því að minnka skammtana og eftir sumarið fór ég á vigtina. Ég var búin að léttast um sjö kíló yfir sumarið. Ég var bara: Vó. Þá hugsaði ég að þetta væri auðvelt sem fór svo út í öfgar.“ Sandra í leik gegn Fram í vetur.vísir/daníel þór „Ég var komin mjög langt inn í átröskunina. Þá er maður bara í svo ótrúlega óheilbrigðu sambandi við mat. Eins og með alla áhrifavalda, ég vil ekki tala illa um þá, en það er svo margt sem við erum að sjá á internetinu sem er svo óheilbrigt.“ Sandra var 45 kíló er hún var léttust en hún segir að á tímabili hafi hún misst fimmtán kíló. Hún æfði mikið, einfaldlega of mikið. „Í byrjun var ég svona 59-60 kíló. Ég var sterk og í góðu líkamlegu formi. Ég endaði í 45 kílóum einu ári seinna. Ég minnkaði matarskammtana og fer að æfa sjúklega mikið. Það er gott að æfa aukalega en það er viss lína.“ „Ég verð andlega mjög veik og mikið meira andlega en líkamlega veik þó að þetta taki einnig mjög mikið á líkamann. Ég var aldrei greind með þunglyndi en maður var frekar þungur á þessum tíma.“ Foreldrar Söndru tóku snemma eftir í hvað stefndi en Sandra fattaði það ekki. Sandra spilaði með öllum yngri landsliðum Íslands og í einni landsliðsferðinni dró til tíðinda. „Foreldrar mínir voru mjög fljótir að grípa inn í en ég fattaði það ekki fyrr en þrem árum seinna þegar ég loksins gaf mig og áttaði mig á því að ég væri að glíma við eitthvað alvarlegt. Ég held að það hafi verið í einni landsliðsferðinni sem við fórum í þegar mér var gefinn sá kostur að annað hvort þyngist ég eða hætti í landsliðinu.“ Allt viðtalið við Söndru má sjá hér að neðan en íþróttafólk og aðstandendur eru hvattir til þess að kynna sér einkenni átröskunar á vef ÍSÍ. Klippa: Sportpakkinn - Sandra Erlingsdóttir Olís-deild kvenna Sportpakkinn Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Enski boltinn Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Enski boltinn Fleiri fréttir Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sjá meira
Handboltakonan Sandra Erlingsdóttir segir að henni hafi verið settir afarkostir í einni landsliðsferð fyrir tveimur árum síðan. Sandra glímdi við átröskun en þessi einn besti miðjumaður landsins sagði sögu sína í Sportpakkanum í kvöld. Sandra var í viðtali við Vísi í síðasta mánuði þar sem hún opnaði sig varðandi átröskun en það eru liðin sex ár síðan Sandra var greind með átröskun. „Þetta byrjaði sumarið áður en ég fór í 10. bekk þegar ég var fjórtán ára. Ég byrjaði að æfa með meistaraflokki kvenna í fótbolta og fékk að spila leiki með þeim. Þá kemur þessi íþróttametnaður að verða betri,“ sagði Sandra í viðtali við Svövu Kristínu Grétarsdóttur í Sportpakka kvöldsins og hélt áfram: „Þá byrjaði ég að borða hollara til þess að vera með meiri orku á æfingum sem endaði með því að minnka skammtana og eftir sumarið fór ég á vigtina. Ég var búin að léttast um sjö kíló yfir sumarið. Ég var bara: Vó. Þá hugsaði ég að þetta væri auðvelt sem fór svo út í öfgar.“ Sandra í leik gegn Fram í vetur.vísir/daníel þór „Ég var komin mjög langt inn í átröskunina. Þá er maður bara í svo ótrúlega óheilbrigðu sambandi við mat. Eins og með alla áhrifavalda, ég vil ekki tala illa um þá, en það er svo margt sem við erum að sjá á internetinu sem er svo óheilbrigt.“ Sandra var 45 kíló er hún var léttust en hún segir að á tímabili hafi hún misst fimmtán kíló. Hún æfði mikið, einfaldlega of mikið. „Í byrjun var ég svona 59-60 kíló. Ég var sterk og í góðu líkamlegu formi. Ég endaði í 45 kílóum einu ári seinna. Ég minnkaði matarskammtana og fer að æfa sjúklega mikið. Það er gott að æfa aukalega en það er viss lína.“ „Ég verð andlega mjög veik og mikið meira andlega en líkamlega veik þó að þetta taki einnig mjög mikið á líkamann. Ég var aldrei greind með þunglyndi en maður var frekar þungur á þessum tíma.“ Foreldrar Söndru tóku snemma eftir í hvað stefndi en Sandra fattaði það ekki. Sandra spilaði með öllum yngri landsliðum Íslands og í einni landsliðsferðinni dró til tíðinda. „Foreldrar mínir voru mjög fljótir að grípa inn í en ég fattaði það ekki fyrr en þrem árum seinna þegar ég loksins gaf mig og áttaði mig á því að ég væri að glíma við eitthvað alvarlegt. Ég held að það hafi verið í einni landsliðsferðinni sem við fórum í þegar mér var gefinn sá kostur að annað hvort þyngist ég eða hætti í landsliðinu.“ Allt viðtalið við Söndru má sjá hér að neðan en íþróttafólk og aðstandendur eru hvattir til þess að kynna sér einkenni átröskunar á vef ÍSÍ. Klippa: Sportpakkinn - Sandra Erlingsdóttir
Olís-deild kvenna Sportpakkinn Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Enski boltinn Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Enski boltinn Fleiri fréttir Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sjá meira