Skoða hvort fallist verði á kröfu SHÍ um að fella niður skrásetningargjöld Nadine Guðrún Yaghi skrifar 26. apríl 2020 11:53 Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra. Vísir/fréttir Stöðvar 2 Samhæfingarhópur sem mennta- og menningarmálaráðherra hefur sett á laggirnar skoðar nú hvort farið verði á kröfu Stúdentaráðs Háskóla Íslands um að fellda niður skólagjöld næsta skólaárs vegna slæmrar fjárhagsstöðu stúdenta vegna kórónuveirufaraldursins. Einnig kemur til skoðunar að nemendur fái frest til að greiða gjöldin. Stúdentaráð Háskóla Íslands fór um miðjan mánuðinn fram á að skrásetningargjöld fyrir næsta skólaár verði felld niður vegna þeirrar stöðu sem uppi er í samfélaginu vegna kórónaveirufaraldursins. Samkvæmt niðurstöðum könnunar sem stúdentaráð lét gera meðal háskólanema horfa um 43% þeirra fram á erfiða fjárhagsstöðu strax um næstu mánaðamót. Skrásetningargjaldið er 75.000 krónur og þarf að greiða fyrir 4. júlí. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, segir málið til skoðunar hjá stjórnvöldum. „Strax í upphafi farsóttarinnar þá fórum við í umfangsmikið samstarf við öll skólastig landsins með velferð nemenda á leiðarljósi. Samstarfið við háskólastigið og stúdentaþjónustuna hefur gengið afar vel. Ég vil nefna nokkrar aðgerðir sem við höfum þegar gripið til: sumarnám, sumarstörf, aukin sveigjanleiki hjá lánasjóði íslenskra námsmanna ásamt aukinni sálfræðiþjónustu. Varðandi þessa tillögu námsmanna þá höfum við sett á laggirnar mikilvægan samhæfingarhóp sem hefur það hlutverk að skoða stöðu atvinnuleitenda og námsmanna og stúdentahreyfingin mun ræða þessa tillögu sína á þessum vettvangi sem fundar núna daglega og kemur til með að skila tillögu til félags og barnamálaráðherra og til mín,“ segir Lilja. Kemur til greina að gjöldin verði hreinlega felld niður ? „Þetta er allt til skoðunar akkúrat núna. Lykilatriðið er að styðja núna við grunngildi samfélagsins og þar er menntun afar mikilvægur þáttur og við erum að skoða núna hvernig við getum eflt allt sem tengist menntun og störfum framtíðarinnar þannig að allar tillögu eru skoðaðar gaugæfulega með þetta að leiðarljósi,“ segir Lilja. En kemur til greina að nemendur fái frest til greiðslu gjaldanna sem þarf að greiða fyrir 4. júlí ? „Við höfum verið að auka allan sveigjanleika í kerfinu okkar og þetta er eitt af því sem verður skoðað,“ segir Lilja. Hefur þú áhyggjur af stúdentum og fjárhagsstöðu þeirra næstu mánuði? „Það er gríðarlega mikilvægt að við hugum að öllum þessum þáttum, stöðu stúdenta þannig þeir geti farið í sitt nám og verið þar í ákveðnu skjóli og ég eins og allir aðrir viljum leggja okkur hundrað prósent fram við að styðja við þessi lykil grunngildi íslensks samfélags og þar er staða og menntun stúdenta mjög ofarlega,“ segir Lilja. Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hagsmunir stúdenta Tengdar fréttir Þúsundir námsmanna gætu fallið utan sumarstarfa ríkisstjórnarinnar Stúdentar segja þúsundir námsmanna falla utan við sumarstarfaleið ríkisstjórnarinnar. 3.000 sumarstörf hafa verið boðuð en forseti Stúdentaráðs segir kröfuna skýra, námsmönnum verði tryggt fjárhagsöryggi með atvinnuleysisbótum. 24. apríl 2020 11:35 Ríkisstjórnin kynnir næstu efnahagsaðgerðir vegna kórónuveirunnar Ríkisstjórnin hefur boðað til blaðamannafundar klukkan 16 í Safnahúsinu til að kynna framhald efnahagsaðgerða vegna Covid-19. 21. apríl 2020 15:12 40% stúdenta við HÍ ekki komnir með vinnu í sumar Forseti Stúdentaráðs segir það skýlausa kröfu ráðsins að stúdentum verði veittur réttur til atvinnuleysisbóta. 13. apríl 2020 12:32 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Sjá meira
Samhæfingarhópur sem mennta- og menningarmálaráðherra hefur sett á laggirnar skoðar nú hvort farið verði á kröfu Stúdentaráðs Háskóla Íslands um að fellda niður skólagjöld næsta skólaárs vegna slæmrar fjárhagsstöðu stúdenta vegna kórónuveirufaraldursins. Einnig kemur til skoðunar að nemendur fái frest til að greiða gjöldin. Stúdentaráð Háskóla Íslands fór um miðjan mánuðinn fram á að skrásetningargjöld fyrir næsta skólaár verði felld niður vegna þeirrar stöðu sem uppi er í samfélaginu vegna kórónaveirufaraldursins. Samkvæmt niðurstöðum könnunar sem stúdentaráð lét gera meðal háskólanema horfa um 43% þeirra fram á erfiða fjárhagsstöðu strax um næstu mánaðamót. Skrásetningargjaldið er 75.000 krónur og þarf að greiða fyrir 4. júlí. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, segir málið til skoðunar hjá stjórnvöldum. „Strax í upphafi farsóttarinnar þá fórum við í umfangsmikið samstarf við öll skólastig landsins með velferð nemenda á leiðarljósi. Samstarfið við háskólastigið og stúdentaþjónustuna hefur gengið afar vel. Ég vil nefna nokkrar aðgerðir sem við höfum þegar gripið til: sumarnám, sumarstörf, aukin sveigjanleiki hjá lánasjóði íslenskra námsmanna ásamt aukinni sálfræðiþjónustu. Varðandi þessa tillögu námsmanna þá höfum við sett á laggirnar mikilvægan samhæfingarhóp sem hefur það hlutverk að skoða stöðu atvinnuleitenda og námsmanna og stúdentahreyfingin mun ræða þessa tillögu sína á þessum vettvangi sem fundar núna daglega og kemur til með að skila tillögu til félags og barnamálaráðherra og til mín,“ segir Lilja. Kemur til greina að gjöldin verði hreinlega felld niður ? „Þetta er allt til skoðunar akkúrat núna. Lykilatriðið er að styðja núna við grunngildi samfélagsins og þar er menntun afar mikilvægur þáttur og við erum að skoða núna hvernig við getum eflt allt sem tengist menntun og störfum framtíðarinnar þannig að allar tillögu eru skoðaðar gaugæfulega með þetta að leiðarljósi,“ segir Lilja. En kemur til greina að nemendur fái frest til greiðslu gjaldanna sem þarf að greiða fyrir 4. júlí ? „Við höfum verið að auka allan sveigjanleika í kerfinu okkar og þetta er eitt af því sem verður skoðað,“ segir Lilja. Hefur þú áhyggjur af stúdentum og fjárhagsstöðu þeirra næstu mánuði? „Það er gríðarlega mikilvægt að við hugum að öllum þessum þáttum, stöðu stúdenta þannig þeir geti farið í sitt nám og verið þar í ákveðnu skjóli og ég eins og allir aðrir viljum leggja okkur hundrað prósent fram við að styðja við þessi lykil grunngildi íslensks samfélags og þar er staða og menntun stúdenta mjög ofarlega,“ segir Lilja.
Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hagsmunir stúdenta Tengdar fréttir Þúsundir námsmanna gætu fallið utan sumarstarfa ríkisstjórnarinnar Stúdentar segja þúsundir námsmanna falla utan við sumarstarfaleið ríkisstjórnarinnar. 3.000 sumarstörf hafa verið boðuð en forseti Stúdentaráðs segir kröfuna skýra, námsmönnum verði tryggt fjárhagsöryggi með atvinnuleysisbótum. 24. apríl 2020 11:35 Ríkisstjórnin kynnir næstu efnahagsaðgerðir vegna kórónuveirunnar Ríkisstjórnin hefur boðað til blaðamannafundar klukkan 16 í Safnahúsinu til að kynna framhald efnahagsaðgerða vegna Covid-19. 21. apríl 2020 15:12 40% stúdenta við HÍ ekki komnir með vinnu í sumar Forseti Stúdentaráðs segir það skýlausa kröfu ráðsins að stúdentum verði veittur réttur til atvinnuleysisbóta. 13. apríl 2020 12:32 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Sjá meira
Þúsundir námsmanna gætu fallið utan sumarstarfa ríkisstjórnarinnar Stúdentar segja þúsundir námsmanna falla utan við sumarstarfaleið ríkisstjórnarinnar. 3.000 sumarstörf hafa verið boðuð en forseti Stúdentaráðs segir kröfuna skýra, námsmönnum verði tryggt fjárhagsöryggi með atvinnuleysisbótum. 24. apríl 2020 11:35
Ríkisstjórnin kynnir næstu efnahagsaðgerðir vegna kórónuveirunnar Ríkisstjórnin hefur boðað til blaðamannafundar klukkan 16 í Safnahúsinu til að kynna framhald efnahagsaðgerða vegna Covid-19. 21. apríl 2020 15:12
40% stúdenta við HÍ ekki komnir með vinnu í sumar Forseti Stúdentaráðs segir það skýlausa kröfu ráðsins að stúdentum verði veittur réttur til atvinnuleysisbóta. 13. apríl 2020 12:32