Ekki víst að áfengisneysla hafi aukist þrátt fyrir meiri sölu hjá ÁTVR Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 24. apríl 2020 20:35 Áfengissala í Vínbúðinni hefur aukist um 18% frá því á sama tímabili í fyrra. Vísir/Vilhelm Áfengissala hjá ÁTVR um páskana jókst um 18% frá sama tímabili í fyrra. Þrátt fyrir það telur Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar, ekki að áfengisneysla landsmanna hafi aukist, einfaldlega að neysluvenjur hafi breyst undanfarið. Hann ræddi málið í Reykjavík Síðdegis nú á dögunum. „Ég held að þetta sé nú ekki raunveruleg neysluaukning hjá landsmönnum, vegna þess að við þurfum að hafa það í huga að sala í fríhöfninni er til dæmis dottin niður í núll og sala á hótelum og veitingahúsum vara í núlli líka. Þannig að öll áfengissala er komin inn í ÁTVR. Þetta er ekkert endilega aukin neysla landsmanna.“ Hann segir að áfengissala yfir heildina litið sé nokkuð svipuð og hún var áður en faraldurinn braust út. „Það er alltaf svolítið erfitt að bera saman tímabilið í kring um páskana, okkur finnst alltaf bara best að bera saman mars og apríl, þessa tvo mánuði í heild sinni, þá sjáum við kannski raunverulega hvað er að gerast,“ segir Andri. „Við erum að sjá að það eru að eiga sér stað heilmiklar neyslubreytingar. Mesta aukningin í ÁTVR til dæmis er í léttum vínum og þá má kannski heimfæra það á Íslendingana sem fara í gegn um fríhöfnina, þeir versla þar mikið af léttu víni, hlutfallslega meira en af bjór, þannig að salan er að skila sér inn í ÁTVR þar og í léttum vínum er salan líka mikið að aukast í þessum kassavínum,“ segir Andri. „Þetta eru ekki svona veisluflöskur heldur frekar beljan inni í eldhúsinu.“ Hann segir heildaráfengissölu hafa minnkað, enda sé engin sala hjá hótelum og veitingahúsum. Salan til veitingahúsa sé í kring um 10 prósent af því sem hún var á sama tíma í fyrra. Þó séu einhverjir veitingastaðir byrjaðir að undirbúa sig til að opna á ný og salan færist í aukana með hverjum deginum. Áfengi og tóbak Reykjavík síðdegis Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir ESA gagnrýnir áfengissöluna í Fríhöfninni, aftur Kerfið sem stuðst er við þegar velja á áfengi til sölu í fríhöfn Leifs Eiríkssonar er ógagnsætt að mati ESA. 22. apríl 2020 10:33 Mikill fjöldi tilkynninga um hávaða vegna samkvæma í heimahúsum Lögregla á höfuðborgarsvæðinu sinnti fjölda útkalla í nótt þar sem tilkynnt hafði verið um hávaða vegna samkvæma í heimahúsum. 19. apríl 2020 07:11 Kortavelta í mars sýnir vel áhrif samkomubanns Greiðslukortavelta Íslendinga dróst saman um 12,5% í mars síðastliðnum samanborið við mars í fyrra en netverslun ríflega tvöfaldaðist á milli ára. Á sama tíma sáust tekjur snyrti- og hárgreiðslustofa hverfa yfir nótt. 8. apríl 2020 08:23 Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Þingmenn slá Íslandsmet Innlent Fleiri fréttir Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Sjá meira
Áfengissala hjá ÁTVR um páskana jókst um 18% frá sama tímabili í fyrra. Þrátt fyrir það telur Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar, ekki að áfengisneysla landsmanna hafi aukist, einfaldlega að neysluvenjur hafi breyst undanfarið. Hann ræddi málið í Reykjavík Síðdegis nú á dögunum. „Ég held að þetta sé nú ekki raunveruleg neysluaukning hjá landsmönnum, vegna þess að við þurfum að hafa það í huga að sala í fríhöfninni er til dæmis dottin niður í núll og sala á hótelum og veitingahúsum vara í núlli líka. Þannig að öll áfengissala er komin inn í ÁTVR. Þetta er ekkert endilega aukin neysla landsmanna.“ Hann segir að áfengissala yfir heildina litið sé nokkuð svipuð og hún var áður en faraldurinn braust út. „Það er alltaf svolítið erfitt að bera saman tímabilið í kring um páskana, okkur finnst alltaf bara best að bera saman mars og apríl, þessa tvo mánuði í heild sinni, þá sjáum við kannski raunverulega hvað er að gerast,“ segir Andri. „Við erum að sjá að það eru að eiga sér stað heilmiklar neyslubreytingar. Mesta aukningin í ÁTVR til dæmis er í léttum vínum og þá má kannski heimfæra það á Íslendingana sem fara í gegn um fríhöfnina, þeir versla þar mikið af léttu víni, hlutfallslega meira en af bjór, þannig að salan er að skila sér inn í ÁTVR þar og í léttum vínum er salan líka mikið að aukast í þessum kassavínum,“ segir Andri. „Þetta eru ekki svona veisluflöskur heldur frekar beljan inni í eldhúsinu.“ Hann segir heildaráfengissölu hafa minnkað, enda sé engin sala hjá hótelum og veitingahúsum. Salan til veitingahúsa sé í kring um 10 prósent af því sem hún var á sama tíma í fyrra. Þó séu einhverjir veitingastaðir byrjaðir að undirbúa sig til að opna á ný og salan færist í aukana með hverjum deginum.
Áfengi og tóbak Reykjavík síðdegis Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir ESA gagnrýnir áfengissöluna í Fríhöfninni, aftur Kerfið sem stuðst er við þegar velja á áfengi til sölu í fríhöfn Leifs Eiríkssonar er ógagnsætt að mati ESA. 22. apríl 2020 10:33 Mikill fjöldi tilkynninga um hávaða vegna samkvæma í heimahúsum Lögregla á höfuðborgarsvæðinu sinnti fjölda útkalla í nótt þar sem tilkynnt hafði verið um hávaða vegna samkvæma í heimahúsum. 19. apríl 2020 07:11 Kortavelta í mars sýnir vel áhrif samkomubanns Greiðslukortavelta Íslendinga dróst saman um 12,5% í mars síðastliðnum samanborið við mars í fyrra en netverslun ríflega tvöfaldaðist á milli ára. Á sama tíma sáust tekjur snyrti- og hárgreiðslustofa hverfa yfir nótt. 8. apríl 2020 08:23 Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Þingmenn slá Íslandsmet Innlent Fleiri fréttir Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Sjá meira
ESA gagnrýnir áfengissöluna í Fríhöfninni, aftur Kerfið sem stuðst er við þegar velja á áfengi til sölu í fríhöfn Leifs Eiríkssonar er ógagnsætt að mati ESA. 22. apríl 2020 10:33
Mikill fjöldi tilkynninga um hávaða vegna samkvæma í heimahúsum Lögregla á höfuðborgarsvæðinu sinnti fjölda útkalla í nótt þar sem tilkynnt hafði verið um hávaða vegna samkvæma í heimahúsum. 19. apríl 2020 07:11
Kortavelta í mars sýnir vel áhrif samkomubanns Greiðslukortavelta Íslendinga dróst saman um 12,5% í mars síðastliðnum samanborið við mars í fyrra en netverslun ríflega tvöfaldaðist á milli ára. Á sama tíma sáust tekjur snyrti- og hárgreiðslustofa hverfa yfir nótt. 8. apríl 2020 08:23