Tveir leikir í League of Legends Sigtryggur Óskar Hrafnkelsson skrifar 24. apríl 2020 19:45 Vodafone deildin rafíþróttir Það styttist óðum í lok deildarinnar. Áður en við kynnum leiki kvöldsins skulum við fara aðeins yfir skipulagið sjálft. Núna er fimmta vikan af alls sjö þar sem þessi 8 bestu lið landsins keppa. Að þeim loknum fylgja þrjú mót: 1. Opna mótið sem er opið öllum sem vilja taka þátt. 2. Áskorendamótið - fjögur efstu liðin úr opna mótinu ásamt fjórum neðstu liðunum úr deildinni. 3. Meistaramótið - úrslitin sjálf þar sem fjögur efstu liðin úr deildinni keppa við fjögur efstu lið áskorendamótsins. Deildin skiptir líka máli upp á næsta tímabil því að neðsta liðið í deildinni dettur sjálfkrafa út en næst neðsta þarf að spila við neðri deild upp á að halda sætinu. Við nefnum þetta vegna þess að í kvöld sjáum við tvær viðureignir, annars vegar Somnio Esports gegn Fylkir Esports klukkan 20:00 og svo FH eSports gegn XY.esports strax í kjölfarið. FH og Fylkir deila fimmta sæti en Somnio og XY eru enn stigalaus og sitja á botninum. FH og Fylki vantar þessi tvö stig til að jafna KR um fjórða sætið í keppninni um að gulltryggja sig í meistaramótið en Somnio og XY eru hreinlega að keppast um að haldast áfram inni í deildinni. Það verður því hörkuslagur í kvöld því liðin eiga eftir að koma glorhungruð inn. Hægt er að fylgjast með viðureignunum hér að neðan. Watch live video from SiggoTV on www.twitch.tv Rafíþróttir Mest lesið Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Fótbolti
Það styttist óðum í lok deildarinnar. Áður en við kynnum leiki kvöldsins skulum við fara aðeins yfir skipulagið sjálft. Núna er fimmta vikan af alls sjö þar sem þessi 8 bestu lið landsins keppa. Að þeim loknum fylgja þrjú mót: 1. Opna mótið sem er opið öllum sem vilja taka þátt. 2. Áskorendamótið - fjögur efstu liðin úr opna mótinu ásamt fjórum neðstu liðunum úr deildinni. 3. Meistaramótið - úrslitin sjálf þar sem fjögur efstu liðin úr deildinni keppa við fjögur efstu lið áskorendamótsins. Deildin skiptir líka máli upp á næsta tímabil því að neðsta liðið í deildinni dettur sjálfkrafa út en næst neðsta þarf að spila við neðri deild upp á að halda sætinu. Við nefnum þetta vegna þess að í kvöld sjáum við tvær viðureignir, annars vegar Somnio Esports gegn Fylkir Esports klukkan 20:00 og svo FH eSports gegn XY.esports strax í kjölfarið. FH og Fylkir deila fimmta sæti en Somnio og XY eru enn stigalaus og sitja á botninum. FH og Fylki vantar þessi tvö stig til að jafna KR um fjórða sætið í keppninni um að gulltryggja sig í meistaramótið en Somnio og XY eru hreinlega að keppast um að haldast áfram inni í deildinni. Það verður því hörkuslagur í kvöld því liðin eiga eftir að koma glorhungruð inn. Hægt er að fylgjast með viðureignunum hér að neðan. Watch live video from SiggoTV on www.twitch.tv
Rafíþróttir Mest lesið Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Fótbolti