Fréttablaðið hættir að koma út á mánudögum Stefán Ó. Jónsson skrifar 24. apríl 2020 10:35 Höfuðstöðvar Torgs við Hafnartorg. vísir/vilhelm Forsvarsmenn Torgs, útgáfufélags Fréttablaðsins, Hringbrautar og DV, hyggjast hætta útgáfu Fréttablaðsins á mánudögum, frá og með næstu mánaðamótum. Útgáfudagarnir verða því fimm í viku. Starfsmönnum var tilkynnt um breytingarnar í morgun. Á vef blaðsins segir að um sé að ræða „hagræðingu í rekstri fjölmiðla Torgs“ og bætir forstjóri félagsins um betur. Fækkun útgáfudaga hafi verið „nauðsynleg hagræðingaraðgerð“ að sögn Jóhönnu Helgu Viðarsdóttur. Engin önnur breyting verði þó á starfsemi annarra miðla félagsins og að engar uppsagnir séu fyrirhugaðar samhliða þessum breytingum. Mikið hefur gengið á í rekstri Torgs á undanförnum misserum. Síðasta stóra vendingin var í lok marsmánaðar þegar Samkeppniseftirlitið lagði blessun sína á kaup Torgs á eignum Frjálsrar fjölmiðlunar sem gaf út DV og samnefndan vef. Frjáls fjölmiðlun réðst í á annan tug uppsagna vegna þessa. Áður hafði Torg runnið saman við Hringbraut sem rekur sjónvarpsstöð og undirvef. Í gögnum Samkeppniseftirlitsins um þann samruna koma fram að Hringbraut hefði farið í þrot ef að viðskiptin hefðu ekki gengið í gegn. Helgi Magnússon fjárfestir er eigandi Torgs, útgáfufélags Fréttablaðsins, og sömuleiðis sjónvarpsstöðvarinnar Hringbrautar. Helgi keypti Fréttablaðið í tveimur aðskildum viðskiptafléttum, fyrst helminginn sumarið 2019 og svo restina í október síðastliðnum. Fjölmiðlar Tengdar fréttir Minnihluti starfsmanna DV fær áframhaldandi vinnu hjá Torgi Vel á annan tug starfsmanna Frjálsrar fjölmiðlunar, sem gefur út DV og DV.is, er án vinnu eftir aðgerðir dagsins. 30. mars 2020 17:24 Tobba Marinós nýr ritstjóri DV Þorbjörg Marinósdóttir, betur þekkt sem Tobba Marinós, hefur verið ráðinn ritstjóri DV og DV.is. Hún tekur við starfinu af Lilju Katrínu Gunnarsdóttur sem lét af störfum í gær. 31. mars 2020 13:28 Mest lesið Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Íslenska ánægjuvogin: Viðskiptavinir Indó og miðaldra konur ánægðust Neytendur Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Vara við súkkulaðirúsínum Neytendur Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Sjá meira
Forsvarsmenn Torgs, útgáfufélags Fréttablaðsins, Hringbrautar og DV, hyggjast hætta útgáfu Fréttablaðsins á mánudögum, frá og með næstu mánaðamótum. Útgáfudagarnir verða því fimm í viku. Starfsmönnum var tilkynnt um breytingarnar í morgun. Á vef blaðsins segir að um sé að ræða „hagræðingu í rekstri fjölmiðla Torgs“ og bætir forstjóri félagsins um betur. Fækkun útgáfudaga hafi verið „nauðsynleg hagræðingaraðgerð“ að sögn Jóhönnu Helgu Viðarsdóttur. Engin önnur breyting verði þó á starfsemi annarra miðla félagsins og að engar uppsagnir séu fyrirhugaðar samhliða þessum breytingum. Mikið hefur gengið á í rekstri Torgs á undanförnum misserum. Síðasta stóra vendingin var í lok marsmánaðar þegar Samkeppniseftirlitið lagði blessun sína á kaup Torgs á eignum Frjálsrar fjölmiðlunar sem gaf út DV og samnefndan vef. Frjáls fjölmiðlun réðst í á annan tug uppsagna vegna þessa. Áður hafði Torg runnið saman við Hringbraut sem rekur sjónvarpsstöð og undirvef. Í gögnum Samkeppniseftirlitsins um þann samruna koma fram að Hringbraut hefði farið í þrot ef að viðskiptin hefðu ekki gengið í gegn. Helgi Magnússon fjárfestir er eigandi Torgs, útgáfufélags Fréttablaðsins, og sömuleiðis sjónvarpsstöðvarinnar Hringbrautar. Helgi keypti Fréttablaðið í tveimur aðskildum viðskiptafléttum, fyrst helminginn sumarið 2019 og svo restina í október síðastliðnum.
Fjölmiðlar Tengdar fréttir Minnihluti starfsmanna DV fær áframhaldandi vinnu hjá Torgi Vel á annan tug starfsmanna Frjálsrar fjölmiðlunar, sem gefur út DV og DV.is, er án vinnu eftir aðgerðir dagsins. 30. mars 2020 17:24 Tobba Marinós nýr ritstjóri DV Þorbjörg Marinósdóttir, betur þekkt sem Tobba Marinós, hefur verið ráðinn ritstjóri DV og DV.is. Hún tekur við starfinu af Lilju Katrínu Gunnarsdóttur sem lét af störfum í gær. 31. mars 2020 13:28 Mest lesið Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Viðskipti innlent Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Viðskipti innlent Mikil eftirspurn eftir notuðum Toyota bílum Samstarf Íslenska ánægjuvogin: Viðskiptavinir Indó og miðaldra konur ánægðust Neytendur Innleiðing stefnu: „Keppikefli að gera sjálfan mig óþarfan“ Atvinnulíf Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Viðskipti innlent Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Neytendur Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Viðskipti innlent Vara við súkkulaðirúsínum Neytendur Setja stefnuna á seinni hluta árs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Bein útsending: Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kunngjörðar Kaupsamningum fækkaði tímabundið vegna vaxtamálsins Setja stefnuna á seinni hluta árs Niceair aflýsir jómfrúarfluginu Opinber útboð á árinu fyrir 221 milljarð króna Gagnrýna að ræða eigi pitsaostsmálið við Bændasamtökin Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Sjá meira
Minnihluti starfsmanna DV fær áframhaldandi vinnu hjá Torgi Vel á annan tug starfsmanna Frjálsrar fjölmiðlunar, sem gefur út DV og DV.is, er án vinnu eftir aðgerðir dagsins. 30. mars 2020 17:24
Tobba Marinós nýr ritstjóri DV Þorbjörg Marinósdóttir, betur þekkt sem Tobba Marinós, hefur verið ráðinn ritstjóri DV og DV.is. Hún tekur við starfinu af Lilju Katrínu Gunnarsdóttur sem lét af störfum í gær. 31. mars 2020 13:28