Sálfræðilegar mælingar samhliða líkamlegum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 24. apríl 2020 07:00 Frá mælingu KSÍ og HR í Kórnum í Kópavogi. Vísir/KSÍ Knattspyrnusamband Íslands, í samstarfi við Háskólann í Reykjavík, hefur boðið öllum leikmönnum Íslands sem eru á eldra ári í þriðja flokki upp á mælingar á líkamlegu atgervi sem og sálfræðilegar mælingar. „Í samvinnu við HR hefur KSÍ boðið upp á mælingar á líkamlegu atgervi hjá öllum leikmönnum á landinu sem eru á eldra ári í 3. flokki. Lára Hafliðadóttir og Katrín Ýr Friðgeirsdóttir, nemendur í HR vinna þetta viðamikla og áhugaverða verkefni,“ segir á vef KSÍ um mælingarnar. Verkefnið fór fram í janúar og febrúar á þessu ári. Þá verður það endurtekið á næstu ári sem og yngri landslið Íslands gangast undir sömu mælingar tvisvar á ári. Ástæður fyrir mælingar á líkamlegu atgervi Yngri landslið okkar eru oft að spila á móti liðum sem eru sterkari líkamlega og með fljótari leikmenn. Hjálpar félögunum að vinna markvisst með líkamsþjálfun knattspyrnuiðkenda. Með niðurstöðum er hægt að hjálpa félögunum að vinna markvisst í líkamlega þættinum. Býr til gagnagrunn um það hvaða eiginleikum okkar bestu leikmenn búa yfir. Getum borið saman lið, árganga, einstaklinga og í framhaldinu boðið upp á einstaklingsbundnar áætlanir. Getum aðlagað þjálfaramenntun okkar - Hvar erum við á eftir í líkamlega þættinum? KSÍ stefnir á að eiga einstakan gagnagrunn með upplýsingum um íslenska leikmenn eftir nokkur ár. Ljóst er að ekkert knattspyrnusamband í heiminum mun eiga slíkan gagnagrunn en verkefnið er einsdæmi í heiminum. Samhliða líkamlegum mælingum fóru einnig fram sálfræðilegar mælingar á sömu leikmönnum. Grímur Gunnarsson, nemi í klínískri sálfræði við Háskólann í Reykjavík, framkvæmdi þær mælingar undir handleiðslu íþróttasálfræðinganna Hafrúnar Kristjánsdóttur og Halls Hallssonar. Sálfræðilegar mælingar samhliða líkamlegum https://t.co/uwPqPkIrkF— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) April 22, 2020 „Ísland er hinn fullkomni rannsóknarvettvangur,“ segir Grímur um rannsóknina. Hann mun jafnframt aðstoða KSÍ í sumar við að bæta afreksstarf yngri landsliðanna hvað varðar sálfræðihlutann. Alls tóku Grímur, Lára og Katrín Ýr mánuð í rannsóknirnar. Fóru þær fram í Kórnum, Grindavík, Akranesi, Vestmannaeyjum, Hveragerði, Akureyri og Reyðarfirði. Fótbolti KSÍ Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Sport Fleiri fréttir Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Sjá meira
Knattspyrnusamband Íslands, í samstarfi við Háskólann í Reykjavík, hefur boðið öllum leikmönnum Íslands sem eru á eldra ári í þriðja flokki upp á mælingar á líkamlegu atgervi sem og sálfræðilegar mælingar. „Í samvinnu við HR hefur KSÍ boðið upp á mælingar á líkamlegu atgervi hjá öllum leikmönnum á landinu sem eru á eldra ári í 3. flokki. Lára Hafliðadóttir og Katrín Ýr Friðgeirsdóttir, nemendur í HR vinna þetta viðamikla og áhugaverða verkefni,“ segir á vef KSÍ um mælingarnar. Verkefnið fór fram í janúar og febrúar á þessu ári. Þá verður það endurtekið á næstu ári sem og yngri landslið Íslands gangast undir sömu mælingar tvisvar á ári. Ástæður fyrir mælingar á líkamlegu atgervi Yngri landslið okkar eru oft að spila á móti liðum sem eru sterkari líkamlega og með fljótari leikmenn. Hjálpar félögunum að vinna markvisst með líkamsþjálfun knattspyrnuiðkenda. Með niðurstöðum er hægt að hjálpa félögunum að vinna markvisst í líkamlega þættinum. Býr til gagnagrunn um það hvaða eiginleikum okkar bestu leikmenn búa yfir. Getum borið saman lið, árganga, einstaklinga og í framhaldinu boðið upp á einstaklingsbundnar áætlanir. Getum aðlagað þjálfaramenntun okkar - Hvar erum við á eftir í líkamlega þættinum? KSÍ stefnir á að eiga einstakan gagnagrunn með upplýsingum um íslenska leikmenn eftir nokkur ár. Ljóst er að ekkert knattspyrnusamband í heiminum mun eiga slíkan gagnagrunn en verkefnið er einsdæmi í heiminum. Samhliða líkamlegum mælingum fóru einnig fram sálfræðilegar mælingar á sömu leikmönnum. Grímur Gunnarsson, nemi í klínískri sálfræði við Háskólann í Reykjavík, framkvæmdi þær mælingar undir handleiðslu íþróttasálfræðinganna Hafrúnar Kristjánsdóttur og Halls Hallssonar. Sálfræðilegar mælingar samhliða líkamlegum https://t.co/uwPqPkIrkF— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) April 22, 2020 „Ísland er hinn fullkomni rannsóknarvettvangur,“ segir Grímur um rannsóknina. Hann mun jafnframt aðstoða KSÍ í sumar við að bæta afreksstarf yngri landsliðanna hvað varðar sálfræðihlutann. Alls tóku Grímur, Lára og Katrín Ýr mánuð í rannsóknirnar. Fóru þær fram í Kórnum, Grindavík, Akranesi, Vestmannaeyjum, Hveragerði, Akureyri og Reyðarfirði.
Fótbolti KSÍ Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Sport Fleiri fréttir Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Sjá meira