Fótbolti

Pabbi Partey segir Arsenal í viðræðum við Atletico um kaup á syninum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Partey í leiknum gegn Liverpool í Meistaradeildinni áður en allur fótbolti var settur á ís en Atletico sló út Liverpool í umræddum leik.
Partey í leiknum gegn Liverpool í Meistaradeildinni áður en allur fótbolti var settur á ís en Atletico sló út Liverpool í umræddum leik. vísir/getty

Arsenal er í viðræðum við Atletico Madrid um kaup á miðjumanninum Thomas Partey en pabbi leikmannsins staðfesti þetta við fjölmiðla.

Ganverjinn hefur verið þrálátlega orðaður við Arsenal en hann er með klásúlu upp á 43 milljónir punda í samningi sínum. Arsenal gæti því krækt í hann á þann verðmiða sem telst ekki hár á félagaskiptamarkaðnum í dag.

Þessi 26 ára miðjumaður hefur verið mikilvægur hlekkur í liði Diego Simeone en hann hefur spilað 21 leik á tímabilinu og skorað tvö mörk. Spænska deildin er eins og margar aðrar á ís vegna kórónuveirufaraldursins.

„Ég hringdi í son minn eftir að ég heyrði sögusagnirnar og hann sagði mér að þetta væri rétt. Hann sagði mér að það væru viðræður milli hans og Asenal en þetta fer eftir því hvað Atletico fer fram á. Það er fínt ef hann fer til Arsenal, þeir eiga marga stuðningsmenn í Gana,“ sagði pabbinn.

Hann hefur verið í herbúðum frá því árið 2012 eða þegar hann var níu ára gamall. Hann var lánaður til Mallorca og Almeria áður en hann lék sinn fyrsta leik með aðalliði Atletico Madrid árið 2015.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×