Siggi Stormur boðar „mjög gott“ veður í sumar Stefán Ó. Jónsson skrifar 22. apríl 2020 16:59 Sigurður Þ. Ragnarsson, Siggi Stormur var landsþekktur veðurfréttamaður á árum áður. Hann er bæjarfulltrúi Miðflokksins í Hafnarfirði í dag. Veðrið í sumar verður með fínasta móti, jafnvel í líkingu við veðrið í fyrrasumar ef marka má Sigurð Þ. Ragnarsson, Sigga Storm. Hann segir horfur á að sumarið verði „mjög gott“ enda líti veðurfarsgögnin betur út en oft áður. Hann segist hafa grúskað í umræddum gögnum undanfarin fimmtán ár og sé því farinn að þekkja þau og treysta þeim vel. Til að mynda hafi gögnin gefið til kynna að sumarið í fyrra yrði þurrt og hlýtt sem hafi síðan orðið raunin, þvert á aðrar langtímaspár sem birtust í aðdraganda sumars. Sigurður segir útlit fyrir að sumarið í ár muni fara hægt af stað, maímánuður verið ágætur en kannski ekki eins hlýr og fólk hefði óskað. Veðrið verði þó stöðugt betra eftir því sem líður á og gerir Sigurður ráð fyrir að það verði einna best í júlí og ágúst. Einna best fyrir norðan en suðvesturhornið fínt líka Þrýstifarið verði þannig svipað og í fyrrasumar, viðloðandi hæðakerfi fyrir sunnan land „þó auðvitað komi lægð og lægð,“ segir Sigurður. Það verði því ekki hjá einhverri rigningu komist en heilt yfir verði sumarið bjart, þurrt og hlýtt. Veðrið verði einna best á norðausturhorninu og Austurlandi. Það þýði þó ekki að höfuðborgarsvæðið verið skilið eftir útundan, þar verði þurrara en í meðalári en hitinn í kringum meðaltal. Þó sé hætt á skúrum á annesjum. Sigurður segist því ætla að leyfa sér að vera bjartsýnn fyrir næsta sumar, þó svo að sumar og vetur frjósi líklega ekki saman í nótt eins og þjóðtrúin segir til um. Hann ætli að leyfa sér að túlka gögnin á þá leið að veðrið í sumar verði í svipað og í fyrra. Það hafi að minnsta kosti lyfst á honum brúnin þegar hann lagðist yfir gögnin á dögunum, enda verður gott veður kærkomið í yfirstandandi kórónuveiruhremmingum. Spjall Sigurðar Þ. Ragnarssonar við Reykjavík síðdegis má heyra hér að neðan. Veður Reykjavík síðdegis Mest lesið „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Þetta er innrás“ Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Fleiri fréttir Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Sjá meira
Veðrið í sumar verður með fínasta móti, jafnvel í líkingu við veðrið í fyrrasumar ef marka má Sigurð Þ. Ragnarsson, Sigga Storm. Hann segir horfur á að sumarið verði „mjög gott“ enda líti veðurfarsgögnin betur út en oft áður. Hann segist hafa grúskað í umræddum gögnum undanfarin fimmtán ár og sé því farinn að þekkja þau og treysta þeim vel. Til að mynda hafi gögnin gefið til kynna að sumarið í fyrra yrði þurrt og hlýtt sem hafi síðan orðið raunin, þvert á aðrar langtímaspár sem birtust í aðdraganda sumars. Sigurður segir útlit fyrir að sumarið í ár muni fara hægt af stað, maímánuður verið ágætur en kannski ekki eins hlýr og fólk hefði óskað. Veðrið verði þó stöðugt betra eftir því sem líður á og gerir Sigurður ráð fyrir að það verði einna best í júlí og ágúst. Einna best fyrir norðan en suðvesturhornið fínt líka Þrýstifarið verði þannig svipað og í fyrrasumar, viðloðandi hæðakerfi fyrir sunnan land „þó auðvitað komi lægð og lægð,“ segir Sigurður. Það verði því ekki hjá einhverri rigningu komist en heilt yfir verði sumarið bjart, þurrt og hlýtt. Veðrið verði einna best á norðausturhorninu og Austurlandi. Það þýði þó ekki að höfuðborgarsvæðið verið skilið eftir útundan, þar verði þurrara en í meðalári en hitinn í kringum meðaltal. Þó sé hætt á skúrum á annesjum. Sigurður segist því ætla að leyfa sér að vera bjartsýnn fyrir næsta sumar, þó svo að sumar og vetur frjósi líklega ekki saman í nótt eins og þjóðtrúin segir til um. Hann ætli að leyfa sér að túlka gögnin á þá leið að veðrið í sumar verði í svipað og í fyrra. Það hafi að minnsta kosti lyfst á honum brúnin þegar hann lagðist yfir gögnin á dögunum, enda verður gott veður kærkomið í yfirstandandi kórónuveiruhremmingum. Spjall Sigurðar Þ. Ragnarssonar við Reykjavík síðdegis má heyra hér að neðan.
Veður Reykjavík síðdegis Mest lesið „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Þetta er innrás“ Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Fleiri fréttir Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Sjá meira