Juventus gæti þurft að selja Ronaldo vegna COVID-19 og þá mögulega til Man. United Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. apríl 2020 09:00 Það myndu örugglega margir fagna því að sjá Cristiano Ronaldo aftur í búningi Manchester United. Getty/Koji Watanabe Ítalskir fjölmiðlar eru ekki bjartsýnir að Juventus nái að halda öllum sínum stjörnum eftir að kórónuveiran hefur farið sérstaklega illa með allt og alla á Ítalíu. Tvær af stjörnum liðsins eru orðaðar við Manchester United. Svo alvarlegt er ástandið í Tórínó borg að ítalska blaðið Il Messagero telur að Juventus gæti þurft að selja Cristiano Ronaldo til að fá inn pening og losna um leið við að borga gríðarlega há laun hans. Manchester United alerted to Cristiano Ronaldo availability and more transfer rumours #mufchttps://t.co/LMf8eH62Em— Man United News (@ManUtdMEN) March 31, 2020 Cristiano Ronaldo gaf eftir 3,4 milljónir punda af launum sínum í þessari viku eða 602 milljónir íslenskra króna en Juventus samdi um að borga honum 28 milljónir punda á ári eða meira en 4,9 milljarða íslenskra króna. Það sem eykur líkurnar á áhuga félaga á Ronaldo er ekki aðeins að hann sé enn einn besti knattspyrnumaður heims heldur einnig að staðan á Ítalíu og skyndisala sem þessi hefur áhrif á verðið. Juventus keypti Ronaldo frá Real Madrid fyrir 102 milljónir punda sumarið 2018 en gæti þurft að selja hann á aðeins 60 milljónir punda. A growing concern for Juventus could lead to a Ronaldo reunion for Manchester United, report claims... https://t.co/VP9uPY9PrK— TEAMtalk (@TEAMtalk) April 1, 2020 Cristiano Ronaldo er orðinn 35 ára gamall en er enn spennandi kostur fyrir mörg félög. Manchester United er talið vera eitt af þeim félögum sem myndu sína honum mestan áhuga en þar sló hann fyrst í gegn í byrjun ferils síns. Það væri vissulega fallegur endir fyrir Manchester United að fá Cristiano Ronaldo aftur heim en í umræddri grein eru forráðamenn Paris Saint Germain einnig sagðir mjög áhugasamir um að kaupa portúgalska landsliðsmanninn. Manchester United gæti reyndar keypt tvær af stjörnum Juventus liðsins því enska félagið er nú einnig orðað við hollenska miðvörðinn Matthijs de Ligt. United var á eftir honum síðasta sumar en hann fór þá frá Ajax til Juventus. Nú gæti hann verið í boði fyrir enska félagið og það væri vissulega spennandi kaup líka. Enski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ítalski boltinn Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Íslenski boltinn Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Enski boltinn Janus sagður á leið til Barcelona Handbolti „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Linsan datt út en varði samt tvö víti Hákon reyndist hetja Brentford Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Sjá meira
Ítalskir fjölmiðlar eru ekki bjartsýnir að Juventus nái að halda öllum sínum stjörnum eftir að kórónuveiran hefur farið sérstaklega illa með allt og alla á Ítalíu. Tvær af stjörnum liðsins eru orðaðar við Manchester United. Svo alvarlegt er ástandið í Tórínó borg að ítalska blaðið Il Messagero telur að Juventus gæti þurft að selja Cristiano Ronaldo til að fá inn pening og losna um leið við að borga gríðarlega há laun hans. Manchester United alerted to Cristiano Ronaldo availability and more transfer rumours #mufchttps://t.co/LMf8eH62Em— Man United News (@ManUtdMEN) March 31, 2020 Cristiano Ronaldo gaf eftir 3,4 milljónir punda af launum sínum í þessari viku eða 602 milljónir íslenskra króna en Juventus samdi um að borga honum 28 milljónir punda á ári eða meira en 4,9 milljarða íslenskra króna. Það sem eykur líkurnar á áhuga félaga á Ronaldo er ekki aðeins að hann sé enn einn besti knattspyrnumaður heims heldur einnig að staðan á Ítalíu og skyndisala sem þessi hefur áhrif á verðið. Juventus keypti Ronaldo frá Real Madrid fyrir 102 milljónir punda sumarið 2018 en gæti þurft að selja hann á aðeins 60 milljónir punda. A growing concern for Juventus could lead to a Ronaldo reunion for Manchester United, report claims... https://t.co/VP9uPY9PrK— TEAMtalk (@TEAMtalk) April 1, 2020 Cristiano Ronaldo er orðinn 35 ára gamall en er enn spennandi kostur fyrir mörg félög. Manchester United er talið vera eitt af þeim félögum sem myndu sína honum mestan áhuga en þar sló hann fyrst í gegn í byrjun ferils síns. Það væri vissulega fallegur endir fyrir Manchester United að fá Cristiano Ronaldo aftur heim en í umræddri grein eru forráðamenn Paris Saint Germain einnig sagðir mjög áhugasamir um að kaupa portúgalska landsliðsmanninn. Manchester United gæti reyndar keypt tvær af stjörnum Juventus liðsins því enska félagið er nú einnig orðað við hollenska miðvörðinn Matthijs de Ligt. United var á eftir honum síðasta sumar en hann fór þá frá Ajax til Juventus. Nú gæti hann verið í boði fyrir enska félagið og það væri vissulega spennandi kaup líka.
Enski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ítalski boltinn Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Íslenski boltinn Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Enski boltinn Janus sagður á leið til Barcelona Handbolti „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Linsan datt út en varði samt tvö víti Hákon reyndist hetja Brentford Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Sjá meira