Juventus gæti þurft að selja Ronaldo vegna COVID-19 og þá mögulega til Man. United Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. apríl 2020 09:00 Það myndu örugglega margir fagna því að sjá Cristiano Ronaldo aftur í búningi Manchester United. Getty/Koji Watanabe Ítalskir fjölmiðlar eru ekki bjartsýnir að Juventus nái að halda öllum sínum stjörnum eftir að kórónuveiran hefur farið sérstaklega illa með allt og alla á Ítalíu. Tvær af stjörnum liðsins eru orðaðar við Manchester United. Svo alvarlegt er ástandið í Tórínó borg að ítalska blaðið Il Messagero telur að Juventus gæti þurft að selja Cristiano Ronaldo til að fá inn pening og losna um leið við að borga gríðarlega há laun hans. Manchester United alerted to Cristiano Ronaldo availability and more transfer rumours #mufchttps://t.co/LMf8eH62Em— Man United News (@ManUtdMEN) March 31, 2020 Cristiano Ronaldo gaf eftir 3,4 milljónir punda af launum sínum í þessari viku eða 602 milljónir íslenskra króna en Juventus samdi um að borga honum 28 milljónir punda á ári eða meira en 4,9 milljarða íslenskra króna. Það sem eykur líkurnar á áhuga félaga á Ronaldo er ekki aðeins að hann sé enn einn besti knattspyrnumaður heims heldur einnig að staðan á Ítalíu og skyndisala sem þessi hefur áhrif á verðið. Juventus keypti Ronaldo frá Real Madrid fyrir 102 milljónir punda sumarið 2018 en gæti þurft að selja hann á aðeins 60 milljónir punda. A growing concern for Juventus could lead to a Ronaldo reunion for Manchester United, report claims... https://t.co/VP9uPY9PrK— TEAMtalk (@TEAMtalk) April 1, 2020 Cristiano Ronaldo er orðinn 35 ára gamall en er enn spennandi kostur fyrir mörg félög. Manchester United er talið vera eitt af þeim félögum sem myndu sína honum mestan áhuga en þar sló hann fyrst í gegn í byrjun ferils síns. Það væri vissulega fallegur endir fyrir Manchester United að fá Cristiano Ronaldo aftur heim en í umræddri grein eru forráðamenn Paris Saint Germain einnig sagðir mjög áhugasamir um að kaupa portúgalska landsliðsmanninn. Manchester United gæti reyndar keypt tvær af stjörnum Juventus liðsins því enska félagið er nú einnig orðað við hollenska miðvörðinn Matthijs de Ligt. United var á eftir honum síðasta sumar en hann fór þá frá Ajax til Juventus. Nú gæti hann verið í boði fyrir enska félagið og það væri vissulega spennandi kaup líka. Enski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ítalski boltinn Mest lesið „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Körfubolti Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Fótbolti Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Fótbolti Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Fótbolti Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Fótbolti Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur í Bestu-deildinni og lokadagur The Open Sport Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Sjá meira
Ítalskir fjölmiðlar eru ekki bjartsýnir að Juventus nái að halda öllum sínum stjörnum eftir að kórónuveiran hefur farið sérstaklega illa með allt og alla á Ítalíu. Tvær af stjörnum liðsins eru orðaðar við Manchester United. Svo alvarlegt er ástandið í Tórínó borg að ítalska blaðið Il Messagero telur að Juventus gæti þurft að selja Cristiano Ronaldo til að fá inn pening og losna um leið við að borga gríðarlega há laun hans. Manchester United alerted to Cristiano Ronaldo availability and more transfer rumours #mufchttps://t.co/LMf8eH62Em— Man United News (@ManUtdMEN) March 31, 2020 Cristiano Ronaldo gaf eftir 3,4 milljónir punda af launum sínum í þessari viku eða 602 milljónir íslenskra króna en Juventus samdi um að borga honum 28 milljónir punda á ári eða meira en 4,9 milljarða íslenskra króna. Það sem eykur líkurnar á áhuga félaga á Ronaldo er ekki aðeins að hann sé enn einn besti knattspyrnumaður heims heldur einnig að staðan á Ítalíu og skyndisala sem þessi hefur áhrif á verðið. Juventus keypti Ronaldo frá Real Madrid fyrir 102 milljónir punda sumarið 2018 en gæti þurft að selja hann á aðeins 60 milljónir punda. A growing concern for Juventus could lead to a Ronaldo reunion for Manchester United, report claims... https://t.co/VP9uPY9PrK— TEAMtalk (@TEAMtalk) April 1, 2020 Cristiano Ronaldo er orðinn 35 ára gamall en er enn spennandi kostur fyrir mörg félög. Manchester United er talið vera eitt af þeim félögum sem myndu sína honum mestan áhuga en þar sló hann fyrst í gegn í byrjun ferils síns. Það væri vissulega fallegur endir fyrir Manchester United að fá Cristiano Ronaldo aftur heim en í umræddri grein eru forráðamenn Paris Saint Germain einnig sagðir mjög áhugasamir um að kaupa portúgalska landsliðsmanninn. Manchester United gæti reyndar keypt tvær af stjörnum Juventus liðsins því enska félagið er nú einnig orðað við hollenska miðvörðinn Matthijs de Ligt. United var á eftir honum síðasta sumar en hann fór þá frá Ajax til Juventus. Nú gæti hann verið í boði fyrir enska félagið og það væri vissulega spennandi kaup líka.
Enski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ítalski boltinn Mest lesið „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Körfubolti Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Fótbolti Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Fótbolti Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Fótbolti Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Fótbolti Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur í Bestu-deildinni og lokadagur The Open Sport Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Sjá meira