Heimilt að merkja með íslensku fánalitunum þó hluti vörunnar sé útlenskur Stefán Ó. Jónsson skrifar 21. apríl 2020 10:42 Hluti karlalandsliðsins í knattspyrnu heldur á íslenska fánanum eftir að hafa lagt enska landsliðið í Nice þann 27. júní árið 2016. EPA/TOLGA BOZOGLU Þó svo að íslensk fyrirtæki styðjist við útlensk „fylliefni“ í vörum sínum mega þau merkja þær í íslensku fánalitunum - svo lengi sem meirihluti heildarandvirðisins er frá Íslandi. Þetta er niðurstaða Neytendastofu eftir að hafa kannað notkun garðyrkjustöðvarinnar Espiflatar á íslenskri fánarönd í markaðssetningu á blómvöndum. Félag atvinnurekenda kærði fánaröndina til Neytendastofu. Hún væri villandi því að í blómvöndunum mætti finna jurtir og blöð sem væru ekki íslensk. Þessu hafnaði Espiflöt. Fyrirtækið benti á að það sé félagi í Sambandi garðyrkjubænda og hafi leyfi til notkunar á fánaröndinni í markaðssetningu fyrir íslensk blóm. Því sé ekki um að ræða notkun þjóðfánans í markaðssetningu heldur sé fánaröndin skráð félagamerki í eigu Sambands garðyrkjubænda, og njóti verndar samkvæmt vörumerkjalögum og lögum um félagamerki. Þá séu öll blóm í vöndum félagsins ræktuð á Íslandi, hins vegar sé notað til skrauts „græn fylliefni“ sem ekki séu alltaf upprunin í innlendri ræktun. Það séu hins vegar ekki jurtir sem flokkist undir að vera blóm heldur sé um skraut sem fylgi blómunum að ræða. Meirihlutinn íslenskur Neytendastofa taldi óumdeilt að umræddir blómvendir innihaldi íslensk blóm sem þó væri fyllt upp í með jurtum og blöðum sem ekki séu alltaf ræktuð hérlendis. „Af gögnum málsins er ljóst að meginþorri þeirra blóma og jurta sem finna má í blómvöndum frá garðyrkjustöðinni Espiflöt eru ræktuð á Íslandi og erlend ræktuð fylliefni einungis mjög lítill hluti af heildarvirði blómvandanna,“ segir þannig í niðurstöðu Neytendastofu. Því væri það mat stofnunarinnar að merkingarnar á blómvöndunum væru ekki til þess fallnar að blekkja neytendur og því ekki tilefni til nokkurra aðgerða að hálfu Neytendastofu. „Þannig telur stofnunin að ákvörðun neytenda um kaup á íslenskum blómvöndum sé að meginstefnu til byggð á þeim hluta blómvandanna sem sannarlega eru íslenskt ræktuð blóm. Sá litli hluti af blómvöndunum sem eru erlent ræktaðar jurtir er því að mati stofnunarinnar ekki til þess fallinn að hafa veruleg áhrif á fjárhagslega hagsmuni neytenda eða ákvörðun þeirra um að eiga viðskipti.“ Neytendur Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Þó svo að íslensk fyrirtæki styðjist við útlensk „fylliefni“ í vörum sínum mega þau merkja þær í íslensku fánalitunum - svo lengi sem meirihluti heildarandvirðisins er frá Íslandi. Þetta er niðurstaða Neytendastofu eftir að hafa kannað notkun garðyrkjustöðvarinnar Espiflatar á íslenskri fánarönd í markaðssetningu á blómvöndum. Félag atvinnurekenda kærði fánaröndina til Neytendastofu. Hún væri villandi því að í blómvöndunum mætti finna jurtir og blöð sem væru ekki íslensk. Þessu hafnaði Espiflöt. Fyrirtækið benti á að það sé félagi í Sambandi garðyrkjubænda og hafi leyfi til notkunar á fánaröndinni í markaðssetningu fyrir íslensk blóm. Því sé ekki um að ræða notkun þjóðfánans í markaðssetningu heldur sé fánaröndin skráð félagamerki í eigu Sambands garðyrkjubænda, og njóti verndar samkvæmt vörumerkjalögum og lögum um félagamerki. Þá séu öll blóm í vöndum félagsins ræktuð á Íslandi, hins vegar sé notað til skrauts „græn fylliefni“ sem ekki séu alltaf upprunin í innlendri ræktun. Það séu hins vegar ekki jurtir sem flokkist undir að vera blóm heldur sé um skraut sem fylgi blómunum að ræða. Meirihlutinn íslenskur Neytendastofa taldi óumdeilt að umræddir blómvendir innihaldi íslensk blóm sem þó væri fyllt upp í með jurtum og blöðum sem ekki séu alltaf ræktuð hérlendis. „Af gögnum málsins er ljóst að meginþorri þeirra blóma og jurta sem finna má í blómvöndum frá garðyrkjustöðinni Espiflöt eru ræktuð á Íslandi og erlend ræktuð fylliefni einungis mjög lítill hluti af heildarvirði blómvandanna,“ segir þannig í niðurstöðu Neytendastofu. Því væri það mat stofnunarinnar að merkingarnar á blómvöndunum væru ekki til þess fallnar að blekkja neytendur og því ekki tilefni til nokkurra aðgerða að hálfu Neytendastofu. „Þannig telur stofnunin að ákvörðun neytenda um kaup á íslenskum blómvöndum sé að meginstefnu til byggð á þeim hluta blómvandanna sem sannarlega eru íslenskt ræktuð blóm. Sá litli hluti af blómvöndunum sem eru erlent ræktaðar jurtir er því að mati stofnunarinnar ekki til þess fallinn að hafa veruleg áhrif á fjárhagslega hagsmuni neytenda eða ákvörðun þeirra um að eiga viðskipti.“
Neytendur Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira