Ekki tilbúin að hefja mótefnamælingar ennþá Kjartan Kjartansson skrifar 20. apríl 2020 15:33 Sóttvarnayfirvöld eru ekki tilbúin að hefja mótefnamælingar vegna nýs afbrigðis kórónuveiru sem veldur Covid-19-sjúkdómnum strax. Beðið er eftir því að besta aðferðin til að mæla mótefni hjá þeim sem hafa smitast verði fundin. Mótefnamæling er talin geta gefið betri mynd af því hversu útbreidd kórónuveiran er á Íslandi. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, sagði að yfirvöld bíði nú niðurstöðu rannsókna áður en þau hefja slíkar mælingar á daglegum upplýsingafundi almannavarna vegna faraldursins í dag. „Það er verið að reyna að finna bestu aðferðina til að mæla þessi mótefni. Það eru fjöldamörg próf í boði en þau eru misjöfn, mismunandi næm og mismunandi áreiðnaleg. Við viljum vera viss um það að við munum nota bestu prófin þegar við förum að mæla,“ sagði sóttvarnalæknir. Önnur lönd fást nú við sama vandamál og sagði Þórólfur að einhvern tíma gæti tekið að fá botn í málið. Ein af ástæðunum væri sú að sennilega væri ekki sama magn af mótefninu í fólki sem hefði orðið mikið veikt og hjá því sem hefði veikst minna. Ekki væri heldur víst hvort að það myndaði með sér sömu mótefnin. „Við þurfum að tryggja það að við getum verið með próf sem nær bæði til þeirra sem veikjast mikið og til þeirra sem veikjast lítið,“ sagði Þórólfur. Víðtæk skimun sem hefur farið fram á Íslandi geri sóttvarnayfirvöldum kleift að bera saman mótefnapróf hjá þeim sem hafa veikt mikið annars vegar og lítið hins vegar. „Það er ekki fyrr en við fáum niðurstöðu í þetta sem við getum farið af stað,“ sagði Þórólfur. Aðeins tvö ný smit greindust frá sunnudegi til mánudags og hafa nú alls 1.773 greinst með kórónuveiruna á Íslandi. Þórólfur sagði að þó að faraldurinn væri áfram í mikilli niðursveiflu þurfi svo lágar tölur ekki að þýða mikið. Benti hann þannig að óvenjulega fá sýni hafi verið tekin á milli daga, aðeins tæplega 400. Horfa þyrfti á faraldurinn í stærra samhengi og fylgjast áfram með þróun hans. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Telja óhætt að hefja skólahald með hefðbundnu sniði Sóttvarnalæknir telur óhætt að aflétta takmörkunum á skólastarfi í leik- og grunnskólum, þar á meðal tveggja metra reglunni, eftir fyrstu helgina í maí. Börn séu ekki talin þungamiðja í sóttvarnaráðstöfunum í kórónuveirufaraldrinum. 20. apríl 2020 15:06 Svona var 50. upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra boðar til upplýsingafundar fyrir blaðamenn klukkan 14:00 í dag í Skógarhlíð 14. 20. apríl 2020 13:31 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Sjá meira
Sóttvarnayfirvöld eru ekki tilbúin að hefja mótefnamælingar vegna nýs afbrigðis kórónuveiru sem veldur Covid-19-sjúkdómnum strax. Beðið er eftir því að besta aðferðin til að mæla mótefni hjá þeim sem hafa smitast verði fundin. Mótefnamæling er talin geta gefið betri mynd af því hversu útbreidd kórónuveiran er á Íslandi. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, sagði að yfirvöld bíði nú niðurstöðu rannsókna áður en þau hefja slíkar mælingar á daglegum upplýsingafundi almannavarna vegna faraldursins í dag. „Það er verið að reyna að finna bestu aðferðina til að mæla þessi mótefni. Það eru fjöldamörg próf í boði en þau eru misjöfn, mismunandi næm og mismunandi áreiðnaleg. Við viljum vera viss um það að við munum nota bestu prófin þegar við förum að mæla,“ sagði sóttvarnalæknir. Önnur lönd fást nú við sama vandamál og sagði Þórólfur að einhvern tíma gæti tekið að fá botn í málið. Ein af ástæðunum væri sú að sennilega væri ekki sama magn af mótefninu í fólki sem hefði orðið mikið veikt og hjá því sem hefði veikst minna. Ekki væri heldur víst hvort að það myndaði með sér sömu mótefnin. „Við þurfum að tryggja það að við getum verið með próf sem nær bæði til þeirra sem veikjast mikið og til þeirra sem veikjast lítið,“ sagði Þórólfur. Víðtæk skimun sem hefur farið fram á Íslandi geri sóttvarnayfirvöldum kleift að bera saman mótefnapróf hjá þeim sem hafa veikt mikið annars vegar og lítið hins vegar. „Það er ekki fyrr en við fáum niðurstöðu í þetta sem við getum farið af stað,“ sagði Þórólfur. Aðeins tvö ný smit greindust frá sunnudegi til mánudags og hafa nú alls 1.773 greinst með kórónuveiruna á Íslandi. Þórólfur sagði að þó að faraldurinn væri áfram í mikilli niðursveiflu þurfi svo lágar tölur ekki að þýða mikið. Benti hann þannig að óvenjulega fá sýni hafi verið tekin á milli daga, aðeins tæplega 400. Horfa þyrfti á faraldurinn í stærra samhengi og fylgjast áfram með þróun hans.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Telja óhætt að hefja skólahald með hefðbundnu sniði Sóttvarnalæknir telur óhætt að aflétta takmörkunum á skólastarfi í leik- og grunnskólum, þar á meðal tveggja metra reglunni, eftir fyrstu helgina í maí. Börn séu ekki talin þungamiðja í sóttvarnaráðstöfunum í kórónuveirufaraldrinum. 20. apríl 2020 15:06 Svona var 50. upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra boðar til upplýsingafundar fyrir blaðamenn klukkan 14:00 í dag í Skógarhlíð 14. 20. apríl 2020 13:31 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Sjá meira
Telja óhætt að hefja skólahald með hefðbundnu sniði Sóttvarnalæknir telur óhætt að aflétta takmörkunum á skólastarfi í leik- og grunnskólum, þar á meðal tveggja metra reglunni, eftir fyrstu helgina í maí. Börn séu ekki talin þungamiðja í sóttvarnaráðstöfunum í kórónuveirufaraldrinum. 20. apríl 2020 15:06
Svona var 50. upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra boðar til upplýsingafundar fyrir blaðamenn klukkan 14:00 í dag í Skógarhlíð 14. 20. apríl 2020 13:31