Hlífðarbúnaður fyrir heilbrigðisstarfsfólk fer í hlössum Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 31. mars 2020 12:40 Ása Atladóttir verkefnastjóri sýkingavarna hjá Sóttvarnalækni segir að gríðarlegt magn hafi farið af hlífðarfatnaði undanfarið og biður um að hann sé aðeins notaður þar sem hans er þörf. Vísir Gríðarlegt magn hefur farið af hlífðarbúnaði fyrir starfsfólk í heilbrigðis-og félagsþjónustu á landinu að sögn verkefnastýru hjá sóttvarnalækni. Hún segir að farið sé að ganga á birgðir og biðlar til starfsfólks að ofnota ekki búnaðinn. Sóttvarnarlæknir sér um neyðarlager fyrir hlífðarbúnað fyrir heilbrigðisstarfsmenn til að varast sýkingar. Frá því kórónufaraldurinn hófst hefur gríðarleg magn farið til stofnana um allt land. Ása Atladóttir er verkefnastýra sýkingavarna hjá sóttvarnarlækni. „Það gengur auðvitað á birgðirnar en sem betur fer þá hafa verið góðir birgjar sem hafa selt okkur birgðir þannig að við höfum náð að fylla á en það auðvitað lækkar birgðastaðan og nú hefur hlífðarsloppum í stórum stærðum fækkað ískyggilega,“ segir hún, Ása segir að einhverjar birgðir komi í dag og næstu vikur og ennþá sé ekki skortur. Hins vegar sé mikilvægt að nota ekki búnaðinn þegar ekki er þörf á honum. „Stundum er notað að meira af búnaðinum en áætlanir gerðu ráð fyrir og við erum að biðla til fólks að þó að afar mikilvægt sé að nota búnaðinn þá eigi ekki að ofnota hann“ segir Ása. Hún segir að Ísland geti verið í viðkvæmri stöðu ef það fari að bera á skorti á hlífðarbúnaði. „Við erum hrædd um að svona lítill markaður eins og Ísland gæti orðið undir þegar stjórþjóðir eins og Bandaríkin fara af stað. Og við viljum treysta okkur í sessi áður en það verður,“ segir hún að lokum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Sjá meira
Gríðarlegt magn hefur farið af hlífðarbúnaði fyrir starfsfólk í heilbrigðis-og félagsþjónustu á landinu að sögn verkefnastýru hjá sóttvarnalækni. Hún segir að farið sé að ganga á birgðir og biðlar til starfsfólks að ofnota ekki búnaðinn. Sóttvarnarlæknir sér um neyðarlager fyrir hlífðarbúnað fyrir heilbrigðisstarfsmenn til að varast sýkingar. Frá því kórónufaraldurinn hófst hefur gríðarleg magn farið til stofnana um allt land. Ása Atladóttir er verkefnastýra sýkingavarna hjá sóttvarnarlækni. „Það gengur auðvitað á birgðirnar en sem betur fer þá hafa verið góðir birgjar sem hafa selt okkur birgðir þannig að við höfum náð að fylla á en það auðvitað lækkar birgðastaðan og nú hefur hlífðarsloppum í stórum stærðum fækkað ískyggilega,“ segir hún, Ása segir að einhverjar birgðir komi í dag og næstu vikur og ennþá sé ekki skortur. Hins vegar sé mikilvægt að nota ekki búnaðinn þegar ekki er þörf á honum. „Stundum er notað að meira af búnaðinum en áætlanir gerðu ráð fyrir og við erum að biðla til fólks að þó að afar mikilvægt sé að nota búnaðinn þá eigi ekki að ofnota hann“ segir Ása. Hún segir að Ísland geti verið í viðkvæmri stöðu ef það fari að bera á skorti á hlífðarbúnaði. „Við erum hrædd um að svona lítill markaður eins og Ísland gæti orðið undir þegar stjórþjóðir eins og Bandaríkin fara af stað. Og við viljum treysta okkur í sessi áður en það verður,“ segir hún að lokum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Sjá meira