Tiger Woods og Phil Mickelson gætu háð annað milljarðar einvígi í samkomubanninu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. mars 2020 17:00 Phil Mickelson og Tiger Woods eru báðir gríðarlega vinsælir og sigursælir kylfingar. Getty/Harry How Bandaríski kylfingurinn Phil Mickelson segir að viðræður séu í gangi um annað einvígi á milli hans og Tiger Woods og þetta einvígi fari fram nú þegar heimurinn þráir að sjá aftur íþróttaviðburði í beinni. Phil Mickelson greindi frá því inn á Twitter að hann og Tiger Woods væri nú farnir að ræða þann möguleika að mætast aftur eins og þeir gerðu árið 2018. Phil Mickelson reveals talks are underway for a £7.2m shootout with Tiger Woods DURING the coronavirus pandemic https://t.co/A81WhWAprR— MailOnline Sport (@MailSport) March 30, 2020 Phil Mickelson vann einvígið fyrir tveimur árum og hlaut að launum meira en sjö milljónir dollara eða næstum því einn milljarð íslenskra króna. Golf aðdáandi spurði Phil Mickelson út í möguleikann á því að hann og Tiger Woods myndu gleðja golfáhugamenn með öðru slíku einvígi. „Heldur þú að að það sé einhver möguleiki á því að þið tveir spilið einn golfhring með hljóðnema á ykkur, einn mann á myndavélinni og sendið það síðan út til okkar hinna? Við þurfum á beinni íþróttaútsendingu að halda,“ skrifaði aðdáandinn til Phil Mickelson. „Við erum að vinna í því,“ svaraði Phil Mickelson og enn fremur. „Ég stríði ekki neinum. Þetta er nokkurn veginn öruggt þegar ég segi það,“ skrifaði Phil Mickelson. @TigerWoods @PhilMickelson do you think there is a chance you two go play a round mic d up with one camera guy and just put it out there on a stream for people to watch?? We need live sports— Chris Yurko (@YurkisMaximus) March 29, 2020 Mickelson tryggði sér sigurinn á fjórðu holu í umspilinu í hinum fræga einvígi sem kallað var „The Match“ og síðan hafa margir velt því fyrir sér hvort þeir myndu ekki mætast aftur. Það er ljós að mikill áhugi yrði á slíku einvígi í eðlilegu árferði hvað þá núna þegar öllum íþróttamótum og íþróttakappleikjum hefur verið frestað vegna baráttunnar við útbreiðslu kórónuveirunnar. Það má áætla það að margir væru tilbúnir að borga heilmikið fyrir að sjá það og hver veit nema að verðlaunaféð gæti aftur verið 7,2 milljónir dollara eða milljarður íslenskra króna. Golf Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Fótbolti „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Sport Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Fótbolti Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Golf Mest lesið í sportinu: Hlaupadrottningar, strákarnir okkar og hneyksli á ÓL Sport Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Fótbolti Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Fleiri fréttir Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira
Bandaríski kylfingurinn Phil Mickelson segir að viðræður séu í gangi um annað einvígi á milli hans og Tiger Woods og þetta einvígi fari fram nú þegar heimurinn þráir að sjá aftur íþróttaviðburði í beinni. Phil Mickelson greindi frá því inn á Twitter að hann og Tiger Woods væri nú farnir að ræða þann möguleika að mætast aftur eins og þeir gerðu árið 2018. Phil Mickelson reveals talks are underway for a £7.2m shootout with Tiger Woods DURING the coronavirus pandemic https://t.co/A81WhWAprR— MailOnline Sport (@MailSport) March 30, 2020 Phil Mickelson vann einvígið fyrir tveimur árum og hlaut að launum meira en sjö milljónir dollara eða næstum því einn milljarð íslenskra króna. Golf aðdáandi spurði Phil Mickelson út í möguleikann á því að hann og Tiger Woods myndu gleðja golfáhugamenn með öðru slíku einvígi. „Heldur þú að að það sé einhver möguleiki á því að þið tveir spilið einn golfhring með hljóðnema á ykkur, einn mann á myndavélinni og sendið það síðan út til okkar hinna? Við þurfum á beinni íþróttaútsendingu að halda,“ skrifaði aðdáandinn til Phil Mickelson. „Við erum að vinna í því,“ svaraði Phil Mickelson og enn fremur. „Ég stríði ekki neinum. Þetta er nokkurn veginn öruggt þegar ég segi það,“ skrifaði Phil Mickelson. @TigerWoods @PhilMickelson do you think there is a chance you two go play a round mic d up with one camera guy and just put it out there on a stream for people to watch?? We need live sports— Chris Yurko (@YurkisMaximus) March 29, 2020 Mickelson tryggði sér sigurinn á fjórðu holu í umspilinu í hinum fræga einvígi sem kallað var „The Match“ og síðan hafa margir velt því fyrir sér hvort þeir myndu ekki mætast aftur. Það er ljós að mikill áhugi yrði á slíku einvígi í eðlilegu árferði hvað þá núna þegar öllum íþróttamótum og íþróttakappleikjum hefur verið frestað vegna baráttunnar við útbreiðslu kórónuveirunnar. Það má áætla það að margir væru tilbúnir að borga heilmikið fyrir að sjá það og hver veit nema að verðlaunaféð gæti aftur verið 7,2 milljónir dollara eða milljarður íslenskra króna.
Golf Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Fótbolti „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Sport Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Fótbolti Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Golf Mest lesið í sportinu: Hlaupadrottningar, strákarnir okkar og hneyksli á ÓL Sport Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Fótbolti Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Fleiri fréttir Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira