Áhöfnin á Sirrý bíður niðurstöðu úr Covid-19 prófi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. mars 2020 11:28 Fjallið Traðarhyrna gnæfir yfir Bolungarvík. Vísir/SamúelKarl Áhöfnin á Sirrý ÍS sem gerir út frá Bolungarvík á Vestfjörðum bíður nú eftir því að fá niðurstöðu úr Covid-19 prófi sem einn skipverjanna fór í fyrir vestan í morgun. Togarinn verður í höfn þar til niðurstaða fæst og skipverjarnir sem eru á annan tug fara að öllu með gát. Kærastan skipverjans, sem ekki er búsett á Vestfjörðum, er smituð af Covid-19. Sýni skipverjans þarf að senda suður til Reykjavíkur í greiningu og er niðurstöðu að vænta á miðvikudag. Höskuldur Bragason er skipstjóri á Sirrý ÍS sem er skip í eigu Jakobs Valgeirs. Höskuldur segir áhöfnina bíða niðurstöðu úr sýni félaga þeirra. „Það er enginn okkar smitaður, svo við vitum. Þetta er bara fyrirbyggjandi aðgerð,“ segir Höskuldur um áhöfnina sem fer öllu með gát á meðan. Ef í ljósi komi að skipverjinn sé smitaður þá þurfi auðvitað að skoða aðra í áhöfninni. Á sjónum sé unnið í þröngu rými. Möguleg harmónikkuáhrif Ljóst er að smit í áhöfninni myndi hafa töluverð áhrif á samfélagið fyrir vestan. Gæti haft harmonikkuáhrif. Þannig hafi löndunin mikil áhrif á störf í frystihúsinu í Bolungarvík þótt vissulega séu fleiri bátar sem landi á svæðinu. „Konur manna um borð náttúrulega vinna í fyrstihúsinu eða sinna öðrum störfum í bænum. Þess vegna taka menn enga sénsa. Við bíðum bara.“ Hann segir mannskapinn ekki hafa umgengist íbúana mikið undanfarnar vikur. Skipverjar rétt komi í land og eru svo farnir aftur. Menn séu hraustir en maður viti auðvitað aldrei. Alls öryggis sé gætt. Vestfirðir hafa verið svo til lausir við greind smit hingað til. Á Covid.is sést að þrjú smit hafa greinst á Vestfjörðum. Tvö þeirra eru þó frá fólki með lögheimili á Vestfjörðum þótt það búi alls ekki þar. Verður erfitt að sleppa frá þessu „Fyrsta smitið var einhver sem kom að utan og fór í sóttkví fyrir sunnan þegar hann greindist, og hefur ekki komið hingað. Svo var annar nálægt Reykhólum og með lögheimili á Patreksfirði,“ segir Höskuldur. Hann segir fólk á Vestfjörðum meðvitað að veiran muni koma, á Vestfjörðum eins og annars staðar. „En við vitum að það verður erfitt að sleppa alveg frá þessu. Það er bara hversu harkalegt þetta verður. Við viljum bara hefla þetta niður svo þetta komi ekki eins og einhver snjóhengja.“ Uppfært klukkan 12:20: Greint hefur verið frá fyrsta smitinu á Vestfjörðum að því er fram kemur á vef Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða. Sjávarútvegur Bolungarvík Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Fær íshellaferð ekki endurgreidda Innlent Fleiri fréttir Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Sjá meira
Áhöfnin á Sirrý ÍS sem gerir út frá Bolungarvík á Vestfjörðum bíður nú eftir því að fá niðurstöðu úr Covid-19 prófi sem einn skipverjanna fór í fyrir vestan í morgun. Togarinn verður í höfn þar til niðurstaða fæst og skipverjarnir sem eru á annan tug fara að öllu með gát. Kærastan skipverjans, sem ekki er búsett á Vestfjörðum, er smituð af Covid-19. Sýni skipverjans þarf að senda suður til Reykjavíkur í greiningu og er niðurstöðu að vænta á miðvikudag. Höskuldur Bragason er skipstjóri á Sirrý ÍS sem er skip í eigu Jakobs Valgeirs. Höskuldur segir áhöfnina bíða niðurstöðu úr sýni félaga þeirra. „Það er enginn okkar smitaður, svo við vitum. Þetta er bara fyrirbyggjandi aðgerð,“ segir Höskuldur um áhöfnina sem fer öllu með gát á meðan. Ef í ljósi komi að skipverjinn sé smitaður þá þurfi auðvitað að skoða aðra í áhöfninni. Á sjónum sé unnið í þröngu rými. Möguleg harmónikkuáhrif Ljóst er að smit í áhöfninni myndi hafa töluverð áhrif á samfélagið fyrir vestan. Gæti haft harmonikkuáhrif. Þannig hafi löndunin mikil áhrif á störf í frystihúsinu í Bolungarvík þótt vissulega séu fleiri bátar sem landi á svæðinu. „Konur manna um borð náttúrulega vinna í fyrstihúsinu eða sinna öðrum störfum í bænum. Þess vegna taka menn enga sénsa. Við bíðum bara.“ Hann segir mannskapinn ekki hafa umgengist íbúana mikið undanfarnar vikur. Skipverjar rétt komi í land og eru svo farnir aftur. Menn séu hraustir en maður viti auðvitað aldrei. Alls öryggis sé gætt. Vestfirðir hafa verið svo til lausir við greind smit hingað til. Á Covid.is sést að þrjú smit hafa greinst á Vestfjörðum. Tvö þeirra eru þó frá fólki með lögheimili á Vestfjörðum þótt það búi alls ekki þar. Verður erfitt að sleppa frá þessu „Fyrsta smitið var einhver sem kom að utan og fór í sóttkví fyrir sunnan þegar hann greindist, og hefur ekki komið hingað. Svo var annar nálægt Reykhólum og með lögheimili á Patreksfirði,“ segir Höskuldur. Hann segir fólk á Vestfjörðum meðvitað að veiran muni koma, á Vestfjörðum eins og annars staðar. „En við vitum að það verður erfitt að sleppa alveg frá þessu. Það er bara hversu harkalegt þetta verður. Við viljum bara hefla þetta niður svo þetta komi ekki eins og einhver snjóhengja.“ Uppfært klukkan 12:20: Greint hefur verið frá fyrsta smitinu á Vestfjörðum að því er fram kemur á vef Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða.
Sjávarútvegur Bolungarvík Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Fær íshellaferð ekki endurgreidda Innlent Fleiri fréttir Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Sjá meira