Átta á gjörgæslu og fjórar nýjar innlagnir Vésteinn Örn Pétursson og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 29. mars 2020 11:58 Ragnar Freyr Ingvarsson, yfirlæknir á COVID-19 göngudeild Landspítalans. Vísir/Vilhelm Átta eru nú á gjörgæslu vegna kórónuveirunnar og voru fjórir lagðir inn á Landspítalann í gær. Yfir sextíu börn eru smituð af veirunni. Í gær voru staðfest COVID smit 963. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hefur þeim fjölgað nokkuð síðan í gær en nýjar tölur eru birtar klukkan eitt á covid.is. Klukkan ellefu í morgun voru 900 sjúklingar í eftirliti á sérstakri COVID-19 göngudeild Landspítalans sem var tekin í gagnið á þriðjudaginn. Ragnar Freyr Ingvarsson er yfirlæknir göngudeildarinnar. „Það hefur bæst aðeins í eins og við var búist. Núna eru til meðferðar á göngudeildinni um 900 sjúklingar, þar af um 60 börn sem barnaspítalinn sinnir. Það hafa verið fjórar innlagnir síðasta sólarhringinn frá okkur og bráðamóttökunni,“ segir Ragnar Þá hefur bæst í hóp þeirra sem eru á gjörgæslu vegna veirunnar en það voru sex í gær. „Það voru átta innlagðir á gjörgæsludeildina núna í morgun“ Ragnar segir að flestir af þeim 900 sjúklingum sem sinnt er á göngudeildinni séu með dæmigerð COVID-19 einkenni. „Efri og/eða neðri öndunarfærasýking, með hitaslæðing, jafnvel yfir 38 stiga hita. Hósti og hálssærindi. Sumir með andþyngsli. Svo getur borið á öllu öðru. Vöðva- og beinverkjum, höfuðverk, kviðverkjum og ógleði. Við leitum sérstaklega á degi hverjum, þá hringjum við í alla. Í dag verða hringd 400 símtöl til þeirra sem eru heima núna. Við munum skima þá fyrir alvarlegum einkennum.“ Fólk sé þannig skimað fyrir alvarlegri einkennum. “Ef ber einhverju slíku, þá köllum við þá inn til okkar á göngudeildina og sjáum hvernig við getum bætt ástandið.“ Hann býst við því að það fjölgi vel í hópi smitaðra á næstu dögum. „Við gerum ráð fyrir hinu versta hér Við búumst við því að það bætist dag frá degi í þennan faraldur og erum undirbúin fyrir það.“ Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Enginn læknir á vaktinni Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Fleiri fréttir Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Súðavíkurhlíð lokað vegna snjóflóðahættu „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Sjá meira
Átta eru nú á gjörgæslu vegna kórónuveirunnar og voru fjórir lagðir inn á Landspítalann í gær. Yfir sextíu börn eru smituð af veirunni. Í gær voru staðfest COVID smit 963. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hefur þeim fjölgað nokkuð síðan í gær en nýjar tölur eru birtar klukkan eitt á covid.is. Klukkan ellefu í morgun voru 900 sjúklingar í eftirliti á sérstakri COVID-19 göngudeild Landspítalans sem var tekin í gagnið á þriðjudaginn. Ragnar Freyr Ingvarsson er yfirlæknir göngudeildarinnar. „Það hefur bæst aðeins í eins og við var búist. Núna eru til meðferðar á göngudeildinni um 900 sjúklingar, þar af um 60 börn sem barnaspítalinn sinnir. Það hafa verið fjórar innlagnir síðasta sólarhringinn frá okkur og bráðamóttökunni,“ segir Ragnar Þá hefur bæst í hóp þeirra sem eru á gjörgæslu vegna veirunnar en það voru sex í gær. „Það voru átta innlagðir á gjörgæsludeildina núna í morgun“ Ragnar segir að flestir af þeim 900 sjúklingum sem sinnt er á göngudeildinni séu með dæmigerð COVID-19 einkenni. „Efri og/eða neðri öndunarfærasýking, með hitaslæðing, jafnvel yfir 38 stiga hita. Hósti og hálssærindi. Sumir með andþyngsli. Svo getur borið á öllu öðru. Vöðva- og beinverkjum, höfuðverk, kviðverkjum og ógleði. Við leitum sérstaklega á degi hverjum, þá hringjum við í alla. Í dag verða hringd 400 símtöl til þeirra sem eru heima núna. Við munum skima þá fyrir alvarlegum einkennum.“ Fólk sé þannig skimað fyrir alvarlegri einkennum. “Ef ber einhverju slíku, þá köllum við þá inn til okkar á göngudeildina og sjáum hvernig við getum bætt ástandið.“ Hann býst við því að það fjölgi vel í hópi smitaðra á næstu dögum. „Við gerum ráð fyrir hinu versta hér Við búumst við því að það bætist dag frá degi í þennan faraldur og erum undirbúin fyrir það.“
Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Enginn læknir á vaktinni Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Fleiri fréttir Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Súðavíkurhlíð lokað vegna snjóflóðahættu „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Sjá meira