Minnir landsmenn á að sjá hið jákvæða í hversdagsleikanum: „Ef við stöndum saman getum við gert allt“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 28. mars 2020 21:08 Ellefu ára strákur minnir fólk á að sjá jákvæða hluti í hversdagsleikanum á þessum erfiðu tímum. Hann tók myndir af Lóunni, sem nú er komin, og vonar að fólk geti gleymt vandamálunum í smá stund með því að horfa á myndir af þessum fallega fugli sem er kominn að kveða burt snjóinn - og kannski leiðindin líka. „Hæ kæra ritstjórn, ég heiti Hjörtur Hlynsson og er 11, ég bý í Kópavogi og er í 5. bekk í Snælandsskóla.“ Svona byrjaði tölvupóstur sem Hjörtur sendi á fréttastofuna á dögunum. Tilefni bréfsins var ástandið sem skapast hefur vegna kórónuveirufaraldursins. Hann er aðeins í skólanum í tvo tíma á dag þessa dagana og hefur því meiri frítíma. Það var eftir fjöruferð með fjölskyldunni sem hann ákvað að skrifa póstinn. Tölvupósturinn sem Hjörtur sendi fréttastofu á dögunum.Vísir „Eftir skóla fórum við í fjöruferð á Álftanesi og þegar við ætluðum að labba í bílinn þá sá ég einhvern fugl og fannst hann frekar fallegur og þá sá ég að hann væri hvítur og svartur á maganum og þá fattaði ég að þetta væri Lóan,“ segir Hjörtur. Það var á þeirri stundu sem Hjörtur áttaði sig á því að það væri margt jákvætt í hversdagsleikanum. „Því fuglinn er svo fallegur og hann kemur hingað bara á vorin,“ segir Hjörtur. Það séu því alls ekki bara neikvæðir hlutir í gangi, eins og verkföll, kórónuveiran og að mega ekki hitta vini sína. Hjörtur fylgist þó með fréttum, enda mikilvægt að vera vel upplýstur. „Ég horfi stundum hjá afa, hann horfir alltaf á fréttirnar,“ segir Hjörtur. Ertu eitthvað hræddur? „Nei ég er ekkert hræddur um að ég fái hana, en kannski um ömmu og afa og langömmu og langafa,“ segir Hjörtur og bætir við að fólk eigi því að fara varlega. Hann segir að tilgangurinn með því að senda tölvupóst á fjölmiðil hafi verið að reyna gleðja landsmenn með fréttum og myndum af því að Lóan væri komin. „Hún er einn elskaðist fuglinn á Íslandi, eða mamma segir það,“ segir Hjörtur. Þannig gæti fólk kannski gleymt vandamálum sínum í nokkrar mínútur. „Skilaboðin mín með þessu bréfi voru eiginlega bara að standa saman og trúa, þá getum við gert allt,“ segir Hjörtur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Grín og gaman Kópavogur Mest lesið Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Fleiri fréttir Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Sjá meira
Ellefu ára strákur minnir fólk á að sjá jákvæða hluti í hversdagsleikanum á þessum erfiðu tímum. Hann tók myndir af Lóunni, sem nú er komin, og vonar að fólk geti gleymt vandamálunum í smá stund með því að horfa á myndir af þessum fallega fugli sem er kominn að kveða burt snjóinn - og kannski leiðindin líka. „Hæ kæra ritstjórn, ég heiti Hjörtur Hlynsson og er 11, ég bý í Kópavogi og er í 5. bekk í Snælandsskóla.“ Svona byrjaði tölvupóstur sem Hjörtur sendi á fréttastofuna á dögunum. Tilefni bréfsins var ástandið sem skapast hefur vegna kórónuveirufaraldursins. Hann er aðeins í skólanum í tvo tíma á dag þessa dagana og hefur því meiri frítíma. Það var eftir fjöruferð með fjölskyldunni sem hann ákvað að skrifa póstinn. Tölvupósturinn sem Hjörtur sendi fréttastofu á dögunum.Vísir „Eftir skóla fórum við í fjöruferð á Álftanesi og þegar við ætluðum að labba í bílinn þá sá ég einhvern fugl og fannst hann frekar fallegur og þá sá ég að hann væri hvítur og svartur á maganum og þá fattaði ég að þetta væri Lóan,“ segir Hjörtur. Það var á þeirri stundu sem Hjörtur áttaði sig á því að það væri margt jákvætt í hversdagsleikanum. „Því fuglinn er svo fallegur og hann kemur hingað bara á vorin,“ segir Hjörtur. Það séu því alls ekki bara neikvæðir hlutir í gangi, eins og verkföll, kórónuveiran og að mega ekki hitta vini sína. Hjörtur fylgist þó með fréttum, enda mikilvægt að vera vel upplýstur. „Ég horfi stundum hjá afa, hann horfir alltaf á fréttirnar,“ segir Hjörtur. Ertu eitthvað hræddur? „Nei ég er ekkert hræddur um að ég fái hana, en kannski um ömmu og afa og langömmu og langafa,“ segir Hjörtur og bætir við að fólk eigi því að fara varlega. Hann segir að tilgangurinn með því að senda tölvupóst á fjölmiðil hafi verið að reyna gleðja landsmenn með fréttum og myndum af því að Lóan væri komin. „Hún er einn elskaðist fuglinn á Íslandi, eða mamma segir það,“ segir Hjörtur. Þannig gæti fólk kannski gleymt vandamálum sínum í nokkrar mínútur. „Skilaboðin mín með þessu bréfi voru eiginlega bara að standa saman og trúa, þá getum við gert allt,“ segir Hjörtur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Grín og gaman Kópavogur Mest lesið Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Fleiri fréttir Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Sjá meira
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent