Fólkið gæti verið í öndunarvél í allt að þrjár vikur Vésteinn Örn Pétursson og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 28. mars 2020 11:57 Sjúkraflutningamenn koma með sjúkling á Landspítalann í Fossvogi. Vísir/Vilhelm Tveir COVID-19 sjúklingar voru lagðir inn á lungna- og smitsjúkdómadeildir Landspítalans í gær og liggja nú 18 manns inni. Sex eru á gjörgæslu í öndunarvél og segir smitsjúkdómalæknir ástand flestra nokkuð stöðugt. Búast megi við að fólkið verði í öndunarvél í allt að þrjár vikur. Í gær voru staðfest smit 890. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hefur þeim fjölgað nokkuð síðan í gær en nýjar tölur eru birtar klukkan eitt á covid.is. Klukkan ellefu í morgun voru 854 sjúklingar í eftirliti á sérstakri COVID-göngudeild Landspítalans sem var tekin í gagnið á þriðjudaginn. Ragnar Freyr Ingvarsson er yfirlæknir göngudeildarinnar. „Það er aukning á fjölda sjúklinga eins og við er að búast. Það bættust núna við rétt rúmlega sextíu sjúklingar síðasta sólarhring þannig að fjöldi tilfella hefur aukist en sem betur fer í aðeins hægari takti en verstu spár gerðu ráð fyrir,“ segir Ragnar. Læknar og hjúkrunarfræðingar sem starfa á deildinni eru í daglegum samskiptum við langflesta sjúklingana í gegn um síma. Þeir sem sýna merki um að veikindin séu að versna eru kallaðir inn á deildina til skoðunar og metið hvort innlagnar á spítalann sé þörf. „Í gær komu 25 til okkar og það lögðust tveir inn.“ Fólkið var lagt inn á smitsjúkdóma- og lungnadeildir spítalans en var þó í nokkuð stöðugu ástandi að sögn Ragnars. Þá stendur til að útskrifa 56 sjúklinga á næstu þremur dögum. „Og bróðurpartinum af hópnum líður nokkuð vel. 74 prósent eru einkennalítil núna í morgun, þannig að það eru góðar fréttir,“ segir Ragnar. 18 COVID-sjúklingar liggja nú inni á Landspítalanum. Fimm á lungnadeild, sjö á smitsjúkdómadeild og sex eru á gjörgæslu í öndunarvél. Bryndís Sigurðardóttir, smitsjúkdómalæknir, segir í samtali við fréttastofu að ástand flestra sé nokkuð stöðugt. Miðað við reynslu erlendis megi búast við því að fólkið verði í öndunarvélum í allt að þrjár vikur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Tveir COVID-19 sjúklingar voru lagðir inn á lungna- og smitsjúkdómadeildir Landspítalans í gær og liggja nú 18 manns inni. Sex eru á gjörgæslu í öndunarvél og segir smitsjúkdómalæknir ástand flestra nokkuð stöðugt. Búast megi við að fólkið verði í öndunarvél í allt að þrjár vikur. Í gær voru staðfest smit 890. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hefur þeim fjölgað nokkuð síðan í gær en nýjar tölur eru birtar klukkan eitt á covid.is. Klukkan ellefu í morgun voru 854 sjúklingar í eftirliti á sérstakri COVID-göngudeild Landspítalans sem var tekin í gagnið á þriðjudaginn. Ragnar Freyr Ingvarsson er yfirlæknir göngudeildarinnar. „Það er aukning á fjölda sjúklinga eins og við er að búast. Það bættust núna við rétt rúmlega sextíu sjúklingar síðasta sólarhring þannig að fjöldi tilfella hefur aukist en sem betur fer í aðeins hægari takti en verstu spár gerðu ráð fyrir,“ segir Ragnar. Læknar og hjúkrunarfræðingar sem starfa á deildinni eru í daglegum samskiptum við langflesta sjúklingana í gegn um síma. Þeir sem sýna merki um að veikindin séu að versna eru kallaðir inn á deildina til skoðunar og metið hvort innlagnar á spítalann sé þörf. „Í gær komu 25 til okkar og það lögðust tveir inn.“ Fólkið var lagt inn á smitsjúkdóma- og lungnadeildir spítalans en var þó í nokkuð stöðugu ástandi að sögn Ragnars. Þá stendur til að útskrifa 56 sjúklinga á næstu þremur dögum. „Og bróðurpartinum af hópnum líður nokkuð vel. 74 prósent eru einkennalítil núna í morgun, þannig að það eru góðar fréttir,“ segir Ragnar. 18 COVID-sjúklingar liggja nú inni á Landspítalanum. Fimm á lungnadeild, sjö á smitsjúkdómadeild og sex eru á gjörgæslu í öndunarvél. Bryndís Sigurðardóttir, smitsjúkdómalæknir, segir í samtali við fréttastofu að ástand flestra sé nokkuð stöðugt. Miðað við reynslu erlendis megi búast við því að fólkið verði í öndunarvélum í allt að þrjár vikur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira