Mikilvægt að virða samkomubann þó úrvinnslusóttkví sé lokið Vésteinn Örn Pétursson og Birgir Olgeirsson skrifa 28. mars 2020 11:39 Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir, sveitarstjóri Húnaþings vestra. Vísir Sveitarstjóri Húnaþings Vestra minnir íbúa á að missa sig ekki í gleðinni þó úrvinnslusóttkví hafi verið felld niður. 19 eru smitaðir og tæplega þrjú hundruð í sóttkví. Mikilvægt sé að fylgja áfram reglum um samkomubann. Úrvinnslusóttkvíin var sett á þann 21. mars síðastliðinn vegna gruns um víðtækt smit í sveitarfélaginu. Var um tímabundna ráðstöfun að ræða á meðan unnið var að smitrakningu. „Það voru grunsemdir um víðtækt smit, þar sem niðurstöður höfðu sýnt að smitleiðir voru ekki allar þekktar. Þess vegna voru grunsemdir um að það væri víðtækt smit hérna,“ segir Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir, sveitarstjóri Húnaþings vestra. Nú er búið að kortleggja smitið sem kom eftir þekktum leiðum. „Þetta er lítið samfélag, hér er mikill samgangur á meðal fólks og fyrsta smitið greindist í skólanum. Það er stærsti vinnustaður sveitarfélagsins þar sem 220 manns vinna, nemendur, kennarar og starfsfólk. Þess vegna eru nú svona tölurnar háar hjá okkur í sóttkvínni.“ Úrvinnslusóttkvíin stóð yfir í sjö dag. Hún fól í sér að einungis einn aðili af hverju heimili gat yfirgefið það í hvert sinn til að kaupa mat og nauðsynjar. „Þessi vika er búin að vera undarleg en við höfum nú unnið eftir öllum þeim leiðbeiningum sem við höfum fengið. Öll starfsemi hér hefur verið lömuð, fyrirtæki lokuð og fólk að vinna að heiman frá og takmarkanir á hversu margir mega fara og sækja nauðsynjar. Öll almenn þjónusta hefur legið niðri í sveitarfélaginu þessa viku.“ Þó íbúarnir sé vafalaust frelsinu fegnir þá minnir Ragnheiður á að stríðinu við þennan faraldur sé ekki lokið. Fjölmargir eru enn í sóttkví í þessu 1.200 manna samfélagi. „Þá megum við ekki gleyma okkur því að veiran er hérna enn þá og við verðum að fylgja öllum reglum sem að sóttvarnarlæknir setur okkur og gæta okkar, svo við lendum ekki aftur í þessari stöðu, að vera sett í úrvinnslusóttkví.“ Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Húnaþing vestra Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Sjá meira
Sveitarstjóri Húnaþings Vestra minnir íbúa á að missa sig ekki í gleðinni þó úrvinnslusóttkví hafi verið felld niður. 19 eru smitaðir og tæplega þrjú hundruð í sóttkví. Mikilvægt sé að fylgja áfram reglum um samkomubann. Úrvinnslusóttkvíin var sett á þann 21. mars síðastliðinn vegna gruns um víðtækt smit í sveitarfélaginu. Var um tímabundna ráðstöfun að ræða á meðan unnið var að smitrakningu. „Það voru grunsemdir um víðtækt smit, þar sem niðurstöður höfðu sýnt að smitleiðir voru ekki allar þekktar. Þess vegna voru grunsemdir um að það væri víðtækt smit hérna,“ segir Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir, sveitarstjóri Húnaþings vestra. Nú er búið að kortleggja smitið sem kom eftir þekktum leiðum. „Þetta er lítið samfélag, hér er mikill samgangur á meðal fólks og fyrsta smitið greindist í skólanum. Það er stærsti vinnustaður sveitarfélagsins þar sem 220 manns vinna, nemendur, kennarar og starfsfólk. Þess vegna eru nú svona tölurnar háar hjá okkur í sóttkvínni.“ Úrvinnslusóttkvíin stóð yfir í sjö dag. Hún fól í sér að einungis einn aðili af hverju heimili gat yfirgefið það í hvert sinn til að kaupa mat og nauðsynjar. „Þessi vika er búin að vera undarleg en við höfum nú unnið eftir öllum þeim leiðbeiningum sem við höfum fengið. Öll starfsemi hér hefur verið lömuð, fyrirtæki lokuð og fólk að vinna að heiman frá og takmarkanir á hversu margir mega fara og sækja nauðsynjar. Öll almenn þjónusta hefur legið niðri í sveitarfélaginu þessa viku.“ Þó íbúarnir sé vafalaust frelsinu fegnir þá minnir Ragnheiður á að stríðinu við þennan faraldur sé ekki lokið. Fjölmargir eru enn í sóttkví í þessu 1.200 manna samfélagi. „Þá megum við ekki gleyma okkur því að veiran er hérna enn þá og við verðum að fylgja öllum reglum sem að sóttvarnarlæknir setur okkur og gæta okkar, svo við lendum ekki aftur í þessari stöðu, að vera sett í úrvinnslusóttkví.“
Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Húnaþing vestra Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Sjá meira