Bentley skannar Blower bílinn til að smíða 12 eintök í viðbót Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 20. apríl 2020 07:00 Bílaframleiðandinn Bentley vinnur nú að því að smíða 12 eintök í viðbót af hinum goðsagnakennda Blower Bentley. Til þess þarf að skanna alla 630 íhlutina og smíða sambærileg eintök. Þetta er í fyrsta skipti sem glænýr bíll frá því fyrir heimsstyrjaldirnar hefur verið smíðaður af þekktum framleiðanda. Bentley notaði eintak sem var í eigu ökuþórsins Henry Birkin til að búa til stafrænar teikningar af bílnum til að smíða ný eintök. Bíll Birkin, svokallaður Birkin Blower er sennilega einn frægasti kappakstursbíll Bentley. Hann kom til fyrir þá einurð sem Birkin hafði til að vinna. Birkin fékk Bentley eftir þónokkurt stapp til að bæta forþjöppu á 4,5 lítra vélina. Hann vildi með því auka líkurnar á að vinna Le Mans sólarhringskappaksturinn. Hefðbundna 4,5 lítra útgáfan hafði unnið Le Mans árið 1928 en aukin samkeppni fékk Bentley til að samþykkja þetta að endingu. Blower Bentley, þessi með forþjöppunni vann aldrei Le Mans. En lék stórt hlutverk árið 1930 þegar Bentley Speed Six bíllinn vann keppnina. Götubílarnir með forþjöppunni skiluðu 175 hestöflum, á meðan kappakstursbílarnir með allt skrúfað í botn skiluðu 242 hestöflum. Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Erlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent
Bílaframleiðandinn Bentley vinnur nú að því að smíða 12 eintök í viðbót af hinum goðsagnakennda Blower Bentley. Til þess þarf að skanna alla 630 íhlutina og smíða sambærileg eintök. Þetta er í fyrsta skipti sem glænýr bíll frá því fyrir heimsstyrjaldirnar hefur verið smíðaður af þekktum framleiðanda. Bentley notaði eintak sem var í eigu ökuþórsins Henry Birkin til að búa til stafrænar teikningar af bílnum til að smíða ný eintök. Bíll Birkin, svokallaður Birkin Blower er sennilega einn frægasti kappakstursbíll Bentley. Hann kom til fyrir þá einurð sem Birkin hafði til að vinna. Birkin fékk Bentley eftir þónokkurt stapp til að bæta forþjöppu á 4,5 lítra vélina. Hann vildi með því auka líkurnar á að vinna Le Mans sólarhringskappaksturinn. Hefðbundna 4,5 lítra útgáfan hafði unnið Le Mans árið 1928 en aukin samkeppni fékk Bentley til að samþykkja þetta að endingu. Blower Bentley, þessi með forþjöppunni vann aldrei Le Mans. En lék stórt hlutverk árið 1930 þegar Bentley Speed Six bíllinn vann keppnina. Götubílarnir með forþjöppunni skiluðu 175 hestöflum, á meðan kappakstursbílarnir með allt skrúfað í botn skiluðu 242 hestöflum.
Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Erlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent