Maður konunnar sem lést vegna kórónuveirunnar alvarlega veikur og í öndunarvél Andri Eysteinsson skrifar 26. mars 2020 20:13 Frá bráðamóttökunni í Fossvogi Vísir/Vilhelm Eiginmaður konu, sem lést síðastliðinn mánudag af völdum COVID-19 sjúkdómsins sem kórónuveiran veldur, berst nú fyrir lífi sínu á gjörgæsludeild Landspítalans vegna veirunnar. Stundin greinir frá því að ættingjar hjónanna hvetji Íslendinga til þess að taka faraldrinum alvarlega og ekki sé annað í boði en að fylgja fyrirmælum yfirvalda. Konan sem var 71 árs gömul þegar hún lést á mánudag var astmasjúklingur en eiginmaður hennar, sem nú berst fyrir lífi sínu, er fjórum árum eldri og glímdi ekki við önnur veikindi. Stundin segir frá því að heilsu mannsins hafi hrakað mjög frá því á mánudag og hafi hann í dag verið færður í öndunarvél á gjörgæsludeild Landspítala. Í samtali við Vísi segir sonur hjónanna að faðir sinn hafi verið heilushraustur en hann hafi veikst stuttu eftir að eiginkona hans var flutt til Reykjavíkur. Eftir að hafa staðið veikindin nokkuð vel af sér í nokkurn tíma sé honum nú haldið sofandi í öndunarvél. Ljóst er að um er að ræða með eindæmum erfiða tíma hjá fjölskyldunni. „Það veit enginn hvernig framhaldið verður, við eigum eftir að komast yfir eitt dauðsfall og vinna úr því. Við vitum ekki einu sinni hvernig við eigum að gera það því það er nákvæmlega ekkert eðlilegt í kringum það,“ sagði sonurinn. Þrjú dvelja nú á gjörgæsludeild, ein kona og tveir karlmenn. Alls hafa 802 greinst með kórónuveiruna hér á landi og fjölgaði smitum um 65 síðasta sólarhring. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Fleiri fréttir Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Sjá meira
Eiginmaður konu, sem lést síðastliðinn mánudag af völdum COVID-19 sjúkdómsins sem kórónuveiran veldur, berst nú fyrir lífi sínu á gjörgæsludeild Landspítalans vegna veirunnar. Stundin greinir frá því að ættingjar hjónanna hvetji Íslendinga til þess að taka faraldrinum alvarlega og ekki sé annað í boði en að fylgja fyrirmælum yfirvalda. Konan sem var 71 árs gömul þegar hún lést á mánudag var astmasjúklingur en eiginmaður hennar, sem nú berst fyrir lífi sínu, er fjórum árum eldri og glímdi ekki við önnur veikindi. Stundin segir frá því að heilsu mannsins hafi hrakað mjög frá því á mánudag og hafi hann í dag verið færður í öndunarvél á gjörgæsludeild Landspítala. Í samtali við Vísi segir sonur hjónanna að faðir sinn hafi verið heilushraustur en hann hafi veikst stuttu eftir að eiginkona hans var flutt til Reykjavíkur. Eftir að hafa staðið veikindin nokkuð vel af sér í nokkurn tíma sé honum nú haldið sofandi í öndunarvél. Ljóst er að um er að ræða með eindæmum erfiða tíma hjá fjölskyldunni. „Það veit enginn hvernig framhaldið verður, við eigum eftir að komast yfir eitt dauðsfall og vinna úr því. Við vitum ekki einu sinni hvernig við eigum að gera það því það er nákvæmlega ekkert eðlilegt í kringum það,“ sagði sonurinn. Þrjú dvelja nú á gjörgæsludeild, ein kona og tveir karlmenn. Alls hafa 802 greinst með kórónuveiruna hér á landi og fjölgaði smitum um 65 síðasta sólarhring.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Fleiri fréttir Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Sjá meira