Eiga von á 60 þúsund pinnum til viðbótar við Össurar-pinnana Andri Eysteinsson skrifar 26. mars 2020 19:27 Kári Stefánsson íslensk erfðagreining Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Auk þeirra tuttugu þúsund sýnatökupinna frá Össuri, sem reynst hafa nothæfir til sýnatöku vegna kórónuveirunnar, á Íslensk erfðagreining von á sextíu þúsund pinnum til viðbótar frá Asíu. Þetta sagði forstjóri ÍE, Kári Stefánsson, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. „Ég reikna með að við fáum 10 þúsund pinna á morgun og svo fimmtíu þúsund á mánudaginn. Það þýðir ósköp einfaldlega að pinnarnir verða ekki takmarkandi,“ sagði Kári en mikið hefur verið rætt um mögulegan sýnatökupinnaskort á landinu en fyrr í dag var komist að þeirri niðurstöðu að pinnar sem Össur hafði framleitt til annara nota eru nothæfir fyrir greiningar á kórónuveirunni. „Okkur langar dálítið til þess að taka slembiúrtak til þess að sjá raunverulega hvað er að gerast í þjóðfélaginu,“ segir Kári sem telur þær niðurstöður sem fengist hafa til þessa í skimun ÍE geta verið ýktar þar sem að meiri líkur séu á því að fólk sem hafi ástæðu til fari í sýnatöku. „Við ætlum líka að opna fyrir frekari skráningu. Hugmyndin er sú að halda áfram að gefa fólki tækifæri til þess að koma og kanna hvort þau eru með veiruna eða ekki,“ sagði Kári. Fyrstu prófanir á sýnatökupinnum frá Össuri bentu til þess að þeir yrðu ekki nothæfir til greiningar á kórónuveirunni en seinni prófanir þykja hafa sýnt fram á notagildi þeirra. Greint hefur verið frá því að prófunin hafi verið gölluð og útskýrir Kári hvernig hún fór fram og hvað orsakaði niðurstöður í fyrstu prófun. „Við reyndum þetta fyrst á þremur einstaklingnum af Landspítalanum sem búið var að sýna fram á að væru sýktir,“ sagði Kári. Niðurstöður úr tilraunaskimun hafi einungis sýnt fram á smit í einum af einstaklingunum. „Að öllum líkindum hafa hinir tveir verið komnir með sjúkdóminn tiltölulega langt á leið. Þegar sjúkdómurinn þróast hættir menn að hýsa veiruna í nefkoki og munnkoki og koma þar af leiðandi neikvæðir út úr slíkum prófunum, útskýrir Kári og bætir við að seinna hafi pinnarnir verið prófaðir á fleiri einstaklingnum og niðurstöður verið þær sömu og með notkun annara pinna. „Við höldum að við höfum gull í okkar höndum í þessum 20 þúsund pinnum frá Össuri,“ sagði Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Fleiri fréttir Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Sjá meira
Auk þeirra tuttugu þúsund sýnatökupinna frá Össuri, sem reynst hafa nothæfir til sýnatöku vegna kórónuveirunnar, á Íslensk erfðagreining von á sextíu þúsund pinnum til viðbótar frá Asíu. Þetta sagði forstjóri ÍE, Kári Stefánsson, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. „Ég reikna með að við fáum 10 þúsund pinna á morgun og svo fimmtíu þúsund á mánudaginn. Það þýðir ósköp einfaldlega að pinnarnir verða ekki takmarkandi,“ sagði Kári en mikið hefur verið rætt um mögulegan sýnatökupinnaskort á landinu en fyrr í dag var komist að þeirri niðurstöðu að pinnar sem Össur hafði framleitt til annara nota eru nothæfir fyrir greiningar á kórónuveirunni. „Okkur langar dálítið til þess að taka slembiúrtak til þess að sjá raunverulega hvað er að gerast í þjóðfélaginu,“ segir Kári sem telur þær niðurstöður sem fengist hafa til þessa í skimun ÍE geta verið ýktar þar sem að meiri líkur séu á því að fólk sem hafi ástæðu til fari í sýnatöku. „Við ætlum líka að opna fyrir frekari skráningu. Hugmyndin er sú að halda áfram að gefa fólki tækifæri til þess að koma og kanna hvort þau eru með veiruna eða ekki,“ sagði Kári. Fyrstu prófanir á sýnatökupinnum frá Össuri bentu til þess að þeir yrðu ekki nothæfir til greiningar á kórónuveirunni en seinni prófanir þykja hafa sýnt fram á notagildi þeirra. Greint hefur verið frá því að prófunin hafi verið gölluð og útskýrir Kári hvernig hún fór fram og hvað orsakaði niðurstöður í fyrstu prófun. „Við reyndum þetta fyrst á þremur einstaklingnum af Landspítalanum sem búið var að sýna fram á að væru sýktir,“ sagði Kári. Niðurstöður úr tilraunaskimun hafi einungis sýnt fram á smit í einum af einstaklingunum. „Að öllum líkindum hafa hinir tveir verið komnir með sjúkdóminn tiltölulega langt á leið. Þegar sjúkdómurinn þróast hættir menn að hýsa veiruna í nefkoki og munnkoki og koma þar af leiðandi neikvæðir út úr slíkum prófunum, útskýrir Kári og bætir við að seinna hafi pinnarnir verið prófaðir á fleiri einstaklingnum og niðurstöður verið þær sömu og með notkun annara pinna. „Við höldum að við höfum gull í okkar höndum í þessum 20 þúsund pinnum frá Össuri,“ sagði Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Fleiri fréttir Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Sjá meira