Flestir sem liggja á Landspítala vegna Covid-19 með undirliggjandi sjúkdóm, offitu eða eru reykingafólk Nadine Guðrún Yaghi skrifar 26. mars 2020 18:39 Þrír eru á gjörgæslu í öndunarvél og segir yfirlæknir meðferðina ganga betur en við var búist. Vísir/Vilhelm Flestir af þeim sautján sem liggja inni á Landspítalanum vegna covid 19 eru með undirliggjandi sjúkdóm, offitu eða eru reykingafólk. Þrír eru á gjörgæslu í öndunarvél og segir yfirlæknir meðferðina ganga betur en við var búist. Gríðarlega erfitt sé fyrir ættingja að mega ekki heimsækja fólkið sitt. Alls hafa nú 802 greinst með kórónuveiruna hér á landi. Smitum hefur fjölgað um 65 síðastliðinn sólarhring. Þrír eru nú á gjörgæslu, tveir karlmenn og ein kona. Öll á sjötugsaldri. „Það er í rauninni hámark þessara veikinda er öndunarbilunin sem kemur af lungnabólgunni og því miður voru gögnin frá Kína þess eðlis að þeir sem fóru á öndunarvélar þar, þeim vegnaði ekki vel og dánartíðnin var afar há eða yfir 90 prósent,“ segir Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdóma á Landspítalanum. Það gangi þó betur en búist var við með öndunarvélarnar. „Það er náttúrulega aldrei gott að vera á öndunarvél, það undirstrikar alvarleika veikindanna, en mér er sagt að það gangi heldur betur í dag en þegar fólkið fór á öndunarvél,“ segir Már. Alls eru nú 720 manns í einangrun og liggja 14 manns inni á smitsjúkdóma- og lungadeildum Landspítalans. „Þetta er fólk sem er á bilinu fjörutíu og eitthvað til sjötíu og eitthvað. Þorri þeirra hefur einhverja undirliggjandi samverkandi sjúkdóma“ eða með offitu eða er reykingafólk. Már Kristjánsson er yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Landspítalans.Vísir/Vilhelm Már segir að það hafi reynst gríðarlega erfitt fyrir ættingja að mega ekki heimsækja fólkið sitt. „Við höfum talað við sálgæslufólkið okkar um þennan hóp og ég veit að það er í góðum farvegi,“ segir Már. 82 er nú batnað af sjúkdómnum og hátt í tíu þúsund manns eru í sóttkví. Þrír á nínæðisaldri hafa nú sýkst af veirunni. Starfsmaður og sjúklingur á Landakoti hafa greinst og hefur verið lokað fyrir innlagnir á spítalann. Már segir stöðuna alvarlega. „Það eru hugsanlega fleiri útsettir þannig það er verið að leggja mat á umfang þessa,“ segir Már. Á meðan sú greining fari fram sé búið að kvía fólk af, sem hugsanlega er útsett. Þá hefur verið lokað fyrir útskriftir af spítalanum, nema fólk fari í sóttkví heim til sín. Ekki er vitað hvort sjúklingurinn eða starfsmaðurinn hafi komið með smitið inn á spítalann. Már segir að smit sem hafi komið upp á spítalnum hingað til séu vegna samskipta starfsfólks utan spítalans. „Þess vegna höfum við beint því til starfsmanna að þeir fylgi fyrirmælum sóttvarnalæknis um hegðun úti í samfélaginu,“ segir Már. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Heilbrigðismál Tengdar fréttir Yfir 800 staðfest smit Alls hafa nú 802 greinst með kórónuveiruna hér á landi. 26. mars 2020 12:59 Þrjú í öndunarvél vegna veirunnar Þrír eru nú í öndunarvél á gjörgæsludeild Landspítals vegna vegna Covid-19 sjúkdómsins sem kórónuveiran veldur. Um er að ræða tvo karla og eina konu á sjötugsaldri. 26. mars 2020 11:02 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Fleiri fréttir Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Sjá meira
Flestir af þeim sautján sem liggja inni á Landspítalanum vegna covid 19 eru með undirliggjandi sjúkdóm, offitu eða eru reykingafólk. Þrír eru á gjörgæslu í öndunarvél og segir yfirlæknir meðferðina ganga betur en við var búist. Gríðarlega erfitt sé fyrir ættingja að mega ekki heimsækja fólkið sitt. Alls hafa nú 802 greinst með kórónuveiruna hér á landi. Smitum hefur fjölgað um 65 síðastliðinn sólarhring. Þrír eru nú á gjörgæslu, tveir karlmenn og ein kona. Öll á sjötugsaldri. „Það er í rauninni hámark þessara veikinda er öndunarbilunin sem kemur af lungnabólgunni og því miður voru gögnin frá Kína þess eðlis að þeir sem fóru á öndunarvélar þar, þeim vegnaði ekki vel og dánartíðnin var afar há eða yfir 90 prósent,“ segir Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdóma á Landspítalanum. Það gangi þó betur en búist var við með öndunarvélarnar. „Það er náttúrulega aldrei gott að vera á öndunarvél, það undirstrikar alvarleika veikindanna, en mér er sagt að það gangi heldur betur í dag en þegar fólkið fór á öndunarvél,“ segir Már. Alls eru nú 720 manns í einangrun og liggja 14 manns inni á smitsjúkdóma- og lungadeildum Landspítalans. „Þetta er fólk sem er á bilinu fjörutíu og eitthvað til sjötíu og eitthvað. Þorri þeirra hefur einhverja undirliggjandi samverkandi sjúkdóma“ eða með offitu eða er reykingafólk. Már Kristjánsson er yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Landspítalans.Vísir/Vilhelm Már segir að það hafi reynst gríðarlega erfitt fyrir ættingja að mega ekki heimsækja fólkið sitt. „Við höfum talað við sálgæslufólkið okkar um þennan hóp og ég veit að það er í góðum farvegi,“ segir Már. 82 er nú batnað af sjúkdómnum og hátt í tíu þúsund manns eru í sóttkví. Þrír á nínæðisaldri hafa nú sýkst af veirunni. Starfsmaður og sjúklingur á Landakoti hafa greinst og hefur verið lokað fyrir innlagnir á spítalann. Már segir stöðuna alvarlega. „Það eru hugsanlega fleiri útsettir þannig það er verið að leggja mat á umfang þessa,“ segir Már. Á meðan sú greining fari fram sé búið að kvía fólk af, sem hugsanlega er útsett. Þá hefur verið lokað fyrir útskriftir af spítalanum, nema fólk fari í sóttkví heim til sín. Ekki er vitað hvort sjúklingurinn eða starfsmaðurinn hafi komið með smitið inn á spítalann. Már segir að smit sem hafi komið upp á spítalnum hingað til séu vegna samskipta starfsfólks utan spítalans. „Þess vegna höfum við beint því til starfsmanna að þeir fylgi fyrirmælum sóttvarnalæknis um hegðun úti í samfélaginu,“ segir Már.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Heilbrigðismál Tengdar fréttir Yfir 800 staðfest smit Alls hafa nú 802 greinst með kórónuveiruna hér á landi. 26. mars 2020 12:59 Þrjú í öndunarvél vegna veirunnar Þrír eru nú í öndunarvél á gjörgæsludeild Landspítals vegna vegna Covid-19 sjúkdómsins sem kórónuveiran veldur. Um er að ræða tvo karla og eina konu á sjötugsaldri. 26. mars 2020 11:02 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Fleiri fréttir Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Sjá meira
Þrjú í öndunarvél vegna veirunnar Þrír eru nú í öndunarvél á gjörgæsludeild Landspítals vegna vegna Covid-19 sjúkdómsins sem kórónuveiran veldur. Um er að ræða tvo karla og eina konu á sjötugsaldri. 26. mars 2020 11:02