Ronaldinho spurði eftir Eiði Smára eins og Haukur í Coca Cola-auglýsingunni Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 26. mars 2020 12:00 „Má Eiður koma út að leika?“ Eiður Smári Guðjohnsen segist ekki hafa verið í miklu sambandi við Brasilíumanninn Ronaldinho á undanförnum árum. Þeir léku saman hjá Barcelona á árunum 2006-08. Ronaldinho er núna í fangelsi í Paragvæ þar sem hann fagnaði fertugsafmæli sínu á dögunum. Eiður frétti hins vegar af því að Ronaldinho hefði spurt eftir sér í Barcelona fyrir nokkru síðan. „Það eru nokkrir mánuðir síðan við áttum eitt sms eða spjall. Ég vissi svo af því að hann hafi spurt eftir mér eins og í gamla daga. Komið að húsinu sem við áttum heima í Barcelona og kannað hvort ég væri þar,“ sagði Eiður við Ríkharð Óskar Guðnason í Sportinu í kvöld. Klippa: Sportið í kvöld: Ronaldinho spurði eftir Eiði Smára Þetta er ekki í fyrsta sinn sem spurt er eftir Eiði eftir að hann komst á fullorðinsaldur. Haukur Baldvinsson, þá á fermingaraldri, bankaði nefnilega upp á hjá Guðjohnsen-feðgunum og spurði eftir Eiði í auglýsingu fyrir Coca Cola fyrir 16 árum síðan. „Má Eiður koma út að leika?“ spurði Haukur Arnór Guðjohnsen sem kom til dyra. Hann gaf syni sínum leyfi til að fara út og leika við Hauk, svo lengi sem hann kæmi heim fyrir kvöldmat. Eiður og Haukur léku listir sínar með kókboltann út um alla borg. Eiður gat hins vegar ekki komið út að leika daginn eftir því hann þurfti að spila í Meistaradeild Evrópu. Auglýsinguna má sjá hér fyrir neðan. watch on YouTube Haukur var í stóru hlutverki hjá Breiðabliki þegar liðið varð Íslandsmeistari í fyrsta og eina sinn árið 2010. Hann varð einnig bikarmeistari með Fram þremur árum síðar. Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Sportið í kvöld Spænski boltinn Tengdar fréttir Eiður um Ronaldinho: Þegar er talað um hann á að vera talað um galdramann á fótboltavellinum Eiður Smári Guðjohnsen segir að það eigi að minnast brasilíska snillingsins á fótboltavellinum sem töframanns. Hann segir að hann og Ronaldinho hafi náð einkar vel saman og að það sé erfitt að ná ekki vel saman við Ronaldinho. 25. mars 2020 23:00 Ronaldinho fékk magnaða kveðju frá Messi í afmælisgjöf Lionel Messi ber enn mjög mikla virðingu fyrir Ronaldinho og það sést heldur betur á afmæliskveðju Argentínumannsins um helgina. 23. mars 2020 16:00 Einn mesti skemmtikraftur fótboltans fagnaði fertugsafmælinu í fangelsi Ein skærasta knattspyrnustjarna 21. aldarinnar, hinn brasilíski Ronaldinho, átti stórafmæli í dag en sennilega hefur lítið farið fyrir veisluhöldum þar sem hann er nú staddur. 21. mars 2020 23:00 Ronaldinho handtekinn með falsað vegabréf í Paragvæ Brasilíski fyrrverandi knattspyrnumaðurinn Ronaldinho framvísaði fölsuðum paragvæskum skilríkjum þegar hann kom inn í landið í gær. Hann og bróðir hans voru stöðvaðir af lögreglu en voru ekki handteknir, að sögn paragvæskra yfirvalda. 5. mars 2020 13:37 Mest lesið Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Fótbolti Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Fótbolti Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Fótbolti Fleiri fréttir Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Sjá meira
Eiður Smári Guðjohnsen segist ekki hafa verið í miklu sambandi við Brasilíumanninn Ronaldinho á undanförnum árum. Þeir léku saman hjá Barcelona á árunum 2006-08. Ronaldinho er núna í fangelsi í Paragvæ þar sem hann fagnaði fertugsafmæli sínu á dögunum. Eiður frétti hins vegar af því að Ronaldinho hefði spurt eftir sér í Barcelona fyrir nokkru síðan. „Það eru nokkrir mánuðir síðan við áttum eitt sms eða spjall. Ég vissi svo af því að hann hafi spurt eftir mér eins og í gamla daga. Komið að húsinu sem við áttum heima í Barcelona og kannað hvort ég væri þar,“ sagði Eiður við Ríkharð Óskar Guðnason í Sportinu í kvöld. Klippa: Sportið í kvöld: Ronaldinho spurði eftir Eiði Smára Þetta er ekki í fyrsta sinn sem spurt er eftir Eiði eftir að hann komst á fullorðinsaldur. Haukur Baldvinsson, þá á fermingaraldri, bankaði nefnilega upp á hjá Guðjohnsen-feðgunum og spurði eftir Eiði í auglýsingu fyrir Coca Cola fyrir 16 árum síðan. „Má Eiður koma út að leika?“ spurði Haukur Arnór Guðjohnsen sem kom til dyra. Hann gaf syni sínum leyfi til að fara út og leika við Hauk, svo lengi sem hann kæmi heim fyrir kvöldmat. Eiður og Haukur léku listir sínar með kókboltann út um alla borg. Eiður gat hins vegar ekki komið út að leika daginn eftir því hann þurfti að spila í Meistaradeild Evrópu. Auglýsinguna má sjá hér fyrir neðan. watch on YouTube Haukur var í stóru hlutverki hjá Breiðabliki þegar liðið varð Íslandsmeistari í fyrsta og eina sinn árið 2010. Hann varð einnig bikarmeistari með Fram þremur árum síðar. Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í kvöld Spænski boltinn Tengdar fréttir Eiður um Ronaldinho: Þegar er talað um hann á að vera talað um galdramann á fótboltavellinum Eiður Smári Guðjohnsen segir að það eigi að minnast brasilíska snillingsins á fótboltavellinum sem töframanns. Hann segir að hann og Ronaldinho hafi náð einkar vel saman og að það sé erfitt að ná ekki vel saman við Ronaldinho. 25. mars 2020 23:00 Ronaldinho fékk magnaða kveðju frá Messi í afmælisgjöf Lionel Messi ber enn mjög mikla virðingu fyrir Ronaldinho og það sést heldur betur á afmæliskveðju Argentínumannsins um helgina. 23. mars 2020 16:00 Einn mesti skemmtikraftur fótboltans fagnaði fertugsafmælinu í fangelsi Ein skærasta knattspyrnustjarna 21. aldarinnar, hinn brasilíski Ronaldinho, átti stórafmæli í dag en sennilega hefur lítið farið fyrir veisluhöldum þar sem hann er nú staddur. 21. mars 2020 23:00 Ronaldinho handtekinn með falsað vegabréf í Paragvæ Brasilíski fyrrverandi knattspyrnumaðurinn Ronaldinho framvísaði fölsuðum paragvæskum skilríkjum þegar hann kom inn í landið í gær. Hann og bróðir hans voru stöðvaðir af lögreglu en voru ekki handteknir, að sögn paragvæskra yfirvalda. 5. mars 2020 13:37 Mest lesið Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Fótbolti Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Fótbolti Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Fótbolti Fleiri fréttir Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Sjá meira
Eiður um Ronaldinho: Þegar er talað um hann á að vera talað um galdramann á fótboltavellinum Eiður Smári Guðjohnsen segir að það eigi að minnast brasilíska snillingsins á fótboltavellinum sem töframanns. Hann segir að hann og Ronaldinho hafi náð einkar vel saman og að það sé erfitt að ná ekki vel saman við Ronaldinho. 25. mars 2020 23:00
Ronaldinho fékk magnaða kveðju frá Messi í afmælisgjöf Lionel Messi ber enn mjög mikla virðingu fyrir Ronaldinho og það sést heldur betur á afmæliskveðju Argentínumannsins um helgina. 23. mars 2020 16:00
Einn mesti skemmtikraftur fótboltans fagnaði fertugsafmælinu í fangelsi Ein skærasta knattspyrnustjarna 21. aldarinnar, hinn brasilíski Ronaldinho, átti stórafmæli í dag en sennilega hefur lítið farið fyrir veisluhöldum þar sem hann er nú staddur. 21. mars 2020 23:00
Ronaldinho handtekinn með falsað vegabréf í Paragvæ Brasilíski fyrrverandi knattspyrnumaðurinn Ronaldinho framvísaði fölsuðum paragvæskum skilríkjum þegar hann kom inn í landið í gær. Hann og bróðir hans voru stöðvaðir af lögreglu en voru ekki handteknir, að sögn paragvæskra yfirvalda. 5. mars 2020 13:37