Dýralæknir segir upp þjónustusamningi við MAST í fússi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. mars 2020 23:38 MAST er með þjónustusamninga við dýralækna víða um land. Vísir/Vilhelm Ingunn Reynisdóttir, dýralæknir á Syðri-völlum á Hvammstanga, segist hafa sagt upp þjónustusamningi við Húnavatnssýslur í dag. Hún greinir frá þessu á Facebook en fyrirtæki hennar Dýrin mín stór og smá hefur séð um dýralækningar fyrir Matvælastofnun á svæðinu. Ingunn segir að nú sé þetta loksins frá. Ástæðan fyrir uppsögninni hafi hlaðist upp á löngum tíma en hún hafi alltof stótru svæði að sinna. Engar afleysingar séu í boði og þannig hafi hún ekki fengið sumarfrí í átta ár. Ofboðslega erfiður vetur Veturinn hefur verið harður á Norðvesturlandi og er skemmst að minnast óveðursins í desember þegar fjöldi hrossa draps. Hún lýsir vetrinum sem ofboðslega erfiðum með atvikum og önnum sem enginn dýralæknir eigi að þurfa að berjast við einn. „Ekkert útlit fyrir að breyting verði á starfsumhverfi þar sem samningaviðrœður við Matvœlastofnun og ráðuneyti eru ekki að skila neinu,“ segir Ingunn. „En dropinn sem fyllti mœlinn var viðmótið og svörin sem ég fékk frá matvœlastofnun þegar ég tilkynnti þeim að ég vœri komin í fyrirskipaða sóttkví vegna Covid 19. Mér tjáð að ég þyrfti að útvega afleysingu og greiða fyrir hana sjálf. Fœ semsagt engar þjónustugreiðslur/laun á meðan,“ segir Ingunn. Hún standi með sjálfri sér í þetta skiptið. Yfirdýralækni finnst að sér vegið Sigurborg Daðadóttir yfirdýralæknir segir í ummælum við þráð Ingunnar að henni finnist ómaklega að sér vegið miðað við undirritaða samninga og samtöl þeirra á milli í dag og í gær. Ingunn svarar að hún hafi nú ekki nefnt Sigurborgu á nafn heldur Matvælastofnun. „En þetta er mín skoðun á málinu og ég veit að þar erum við algerlega ósammála. Þessi þjónustusamningur engum boðlegur. Sem er meðal annars ástæðan fyrir því að ég segi honum upp.“ Ingunn segist þó ætla að sinna dýralækningum áfram á svæðinu. Dýr Húnavatnshreppur Húnaþing vestra Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sjá meira
Ingunn Reynisdóttir, dýralæknir á Syðri-völlum á Hvammstanga, segist hafa sagt upp þjónustusamningi við Húnavatnssýslur í dag. Hún greinir frá þessu á Facebook en fyrirtæki hennar Dýrin mín stór og smá hefur séð um dýralækningar fyrir Matvælastofnun á svæðinu. Ingunn segir að nú sé þetta loksins frá. Ástæðan fyrir uppsögninni hafi hlaðist upp á löngum tíma en hún hafi alltof stótru svæði að sinna. Engar afleysingar séu í boði og þannig hafi hún ekki fengið sumarfrí í átta ár. Ofboðslega erfiður vetur Veturinn hefur verið harður á Norðvesturlandi og er skemmst að minnast óveðursins í desember þegar fjöldi hrossa draps. Hún lýsir vetrinum sem ofboðslega erfiðum með atvikum og önnum sem enginn dýralæknir eigi að þurfa að berjast við einn. „Ekkert útlit fyrir að breyting verði á starfsumhverfi þar sem samningaviðrœður við Matvœlastofnun og ráðuneyti eru ekki að skila neinu,“ segir Ingunn. „En dropinn sem fyllti mœlinn var viðmótið og svörin sem ég fékk frá matvœlastofnun þegar ég tilkynnti þeim að ég vœri komin í fyrirskipaða sóttkví vegna Covid 19. Mér tjáð að ég þyrfti að útvega afleysingu og greiða fyrir hana sjálf. Fœ semsagt engar þjónustugreiðslur/laun á meðan,“ segir Ingunn. Hún standi með sjálfri sér í þetta skiptið. Yfirdýralækni finnst að sér vegið Sigurborg Daðadóttir yfirdýralæknir segir í ummælum við þráð Ingunnar að henni finnist ómaklega að sér vegið miðað við undirritaða samninga og samtöl þeirra á milli í dag og í gær. Ingunn svarar að hún hafi nú ekki nefnt Sigurborgu á nafn heldur Matvælastofnun. „En þetta er mín skoðun á málinu og ég veit að þar erum við algerlega ósammála. Þessi þjónustusamningur engum boðlegur. Sem er meðal annars ástæðan fyrir því að ég segi honum upp.“ Ingunn segist þó ætla að sinna dýralækningum áfram á svæðinu.
Dýr Húnavatnshreppur Húnaþing vestra Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent