Forseti ÍSÍ: Minni stuðningur við íþróttir frá atvinnulífinu á hverju ári Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. mars 2020 15:44 Íslenski hópurinn sem tók þátt í Ólympíuleikunum í Ríó árið 2016. Getty/Paul Gilham Lárus Blöndal, forseti Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, var gestur Henrys Birgis Gunnarssonar og Kjartans Atla Kjartanssonar í Sportinu í dag og þar voru fjármál íþróttahreyfingarinnar til umræðu. Forseti ÍSÍ hefur ekki aðeins áhyggjur af áhrifum kórónuveirunnar heldur einnig af því að fjármögnun íþróttahreyfingarnar hefur gengið verr og verr á undanförnum árum. Ástandið er hins vegar mjög slæmt eftir að íþróttasambönd hafa þurft að fresta leikjum og mótum þegar hápunkturinn var að fara í gang hjá þeim mörgum. 750 milljónir eiga að fara af aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar í menningu og íþróttir og Lárus heldur að íþróttahreyfingin fái tæplega helminginn af því. „Við fáum einhverja sneið af þessum 750 milljónum. Við verðum að sjá til hvað það verður mikið en ég myndi halda að það yrði innan við helmingur sem eru 200 til 300 milljónir,“ sagði Lárus Blöndal, forseti Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands. En er það ekki langt frá því að vera nóg? „Við höfum ekki ennþá komist í þá vinnu að kanna hvaða tjóni þessi veirufaraldur hefur valdið. Við eigum fund seinni partinn í dag þar sem við munum ræða þessi mál og skoða hvernig við eigum að tækla vinnuna í kringum þetta. Það er fyrst núna sem við komum til þess að funda,“ sagði Lárus Blöndal. „Hvernig greinir ÍSÍ fjárþörfina og hvar hún liggur. Eru einhverjar aðferðir til sem hægt er að gríða til,“ spurði Kjartan Atli. „Það er ýmislegt hægt að gera en við erum að hittast meðal annars til að ákveða hvernig væri einfaldast að vinna þetta. Við erum með 1300 einingar í okkar íþróttahreyfingu. Það er töluverð vinna að skoða hverja og eina. Við munum líka horfa til þess hvernig nágrannar okkar eru að vinna þetta,“ sagði Lárus. „En hvernig er hljóðið í hreyfingunni? Orðið sem ég heyri þegar ég ræði við fólk úr íþróttahreyfingunni er gjaldþrot. Þetta er grafalvarleg staða sem er komin upp,“ sagði Kjartan Atli. „Það er alveg ljóst og kannski líka af öðrum ástæðum en út af veirunni. Það hefur gengið mun verr að fá fjármagna frá fyrirtækjum til stuðnings íþróttahreyfingarinnar. Það hefur farið versnandi á síðustu árum,“ sagði Lárus. „Við sjáum það í umsóknum og afgreiðslu Afrekssjóðs að stuðningurinn fer lækkandi ár frá ári frá atvinnulífinu og það er kannski megin vandamálið. Við höfum verið að velta því fyrir okkur hvernig við getum tæklað það,“ sagði Lárus Blöndal. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íþróttir Mest lesið Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Körfubolti Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Fótbolti Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Fótbolti „Vissi ekki að við gætum þetta“ Fótbolti Dagskráin í dag: Boltinn rúllar í Meistaradeildinni Sport Hættir að verja mark Frakklands til að verja tíma með fjölskyldunni Sport Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Fótbolti Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Boltinn rúllar í Meistaradeildinni Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark Hættir að verja mark Frakklands til að verja tíma með fjölskyldunni „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Hefur bætt heimsmetið um þrettán sentímetra á fimm árum Emil leggur skóna á hilluna Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Barðist degi eftir að hafa orðið fyrir bíl „Finn að ég er að fara að toppa á réttum tíma“ Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sjá meira
Lárus Blöndal, forseti Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, var gestur Henrys Birgis Gunnarssonar og Kjartans Atla Kjartanssonar í Sportinu í dag og þar voru fjármál íþróttahreyfingarinnar til umræðu. Forseti ÍSÍ hefur ekki aðeins áhyggjur af áhrifum kórónuveirunnar heldur einnig af því að fjármögnun íþróttahreyfingarnar hefur gengið verr og verr á undanförnum árum. Ástandið er hins vegar mjög slæmt eftir að íþróttasambönd hafa þurft að fresta leikjum og mótum þegar hápunkturinn var að fara í gang hjá þeim mörgum. 750 milljónir eiga að fara af aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar í menningu og íþróttir og Lárus heldur að íþróttahreyfingin fái tæplega helminginn af því. „Við fáum einhverja sneið af þessum 750 milljónum. Við verðum að sjá til hvað það verður mikið en ég myndi halda að það yrði innan við helmingur sem eru 200 til 300 milljónir,“ sagði Lárus Blöndal, forseti Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands. En er það ekki langt frá því að vera nóg? „Við höfum ekki ennþá komist í þá vinnu að kanna hvaða tjóni þessi veirufaraldur hefur valdið. Við eigum fund seinni partinn í dag þar sem við munum ræða þessi mál og skoða hvernig við eigum að tækla vinnuna í kringum þetta. Það er fyrst núna sem við komum til þess að funda,“ sagði Lárus Blöndal. „Hvernig greinir ÍSÍ fjárþörfina og hvar hún liggur. Eru einhverjar aðferðir til sem hægt er að gríða til,“ spurði Kjartan Atli. „Það er ýmislegt hægt að gera en við erum að hittast meðal annars til að ákveða hvernig væri einfaldast að vinna þetta. Við erum með 1300 einingar í okkar íþróttahreyfingu. Það er töluverð vinna að skoða hverja og eina. Við munum líka horfa til þess hvernig nágrannar okkar eru að vinna þetta,“ sagði Lárus. „En hvernig er hljóðið í hreyfingunni? Orðið sem ég heyri þegar ég ræði við fólk úr íþróttahreyfingunni er gjaldþrot. Þetta er grafalvarleg staða sem er komin upp,“ sagði Kjartan Atli. „Það er alveg ljóst og kannski líka af öðrum ástæðum en út af veirunni. Það hefur gengið mun verr að fá fjármagna frá fyrirtækjum til stuðnings íþróttahreyfingarinnar. Það hefur farið versnandi á síðustu árum,“ sagði Lárus. „Við sjáum það í umsóknum og afgreiðslu Afrekssjóðs að stuðningurinn fer lækkandi ár frá ári frá atvinnulífinu og það er kannski megin vandamálið. Við höfum verið að velta því fyrir okkur hvernig við getum tæklað það,“ sagði Lárus Blöndal.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íþróttir Mest lesið Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Körfubolti Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Fótbolti Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Fótbolti „Vissi ekki að við gætum þetta“ Fótbolti Dagskráin í dag: Boltinn rúllar í Meistaradeildinni Sport Hættir að verja mark Frakklands til að verja tíma með fjölskyldunni Sport Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Fótbolti Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Boltinn rúllar í Meistaradeildinni Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark Hættir að verja mark Frakklands til að verja tíma með fjölskyldunni „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Hefur bætt heimsmetið um þrettán sentímetra á fimm árum Emil leggur skóna á hilluna Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Barðist degi eftir að hafa orðið fyrir bíl „Finn að ég er að fara að toppa á réttum tíma“ Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sjá meira