„Virðumst vera frekar að stefna í svartsýnu spána“ Eiður Þór Árnason skrifar 22. mars 2020 16:35 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Vísir/vilhelm Nokkur aukning hefur verið í fjölda nýgreindra kórónuveirusmita hér á landi síðustu daga og náði aukningin hámarki í gær þegar 95 smit bættust við á einum sólarhring. Hópur vísindamanna frá Háskóla Íslands, Embætti Landlæknis og Landspítala kynntu fyrir helgi fyrsta spálíkanið um líklega þróun COVID-19 faraldursins á Íslandi. Þar voru settar fram tvær meginspár, líklegustu spá og svartsýn spá. Aðspurður um það á upplýsingafundinum í dag hvort þessar nýju smittölur færi okkur nær svartsýnu spánni sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir að svo virðast vera. Þó bæri að taka því með fyrirvara þar sem margt geti enn breyst. „Við eigum eftir að sjá líkanið og tölur milli daga geta breytt líkaninu töluvert. Eins og tölurnar eru núna þá virðumst við vera frekar að stefna í svartsýnu spána en það getur bara margt breyst og línurnar á þessu stigi málsins liggja bara mjög nálægt hvor annarri. Svo það þarf ekki mikið til að hreyfa spánna í aðra átt. Þannig er bara staðan í dag.“ Sjá einnig: Stýrir Covid-teymi Landspítalans: Ætla að vera búin undir svartsýnustu spár Fram kom á fundinum í dag að allar áætlanir heilbrigðisyfiralda og almannavarna miði að því að undirbúa kerfið vel undir svartsýnu spánna. Hið sama kom skýrt fram í máli Ragnars Freys Ingvarssonar, læknis sem fer fyrir Covid19-teymi Landspítalans, nú fyrir helgi. „Ef svartsýnustu spár reynast sannar, þá ætlum við að vera tilbúin fyrir það.“ Þá sagðist hann aldrei hafa séð viðlíka samvinnu og þá sem sé í gangi á Landspítalanum þessa dagana. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Svona var tuttugasti og annar upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra boðaði til upplýsingafundar vegna kórónuveiru klukkan 14. 22. mars 2020 13:42 568 staðfest smit: Aldrei verið eins mikil aukning á einum sólarhring Staðfest kórónuveirusmit hér á landi eru nú orðin 568, samkvæmt nýuppfærðum tölum. Staðfest smit voru í gær 473 talsins og hefur þeim því fjölgað um 95 frá því að síðast var greint frá fjölda smita. 22. mars 2020 11:00 Sextán bætast í hóp smitaðra í Eyjum og einn fluttur á sjúkrahús Alls hafa nú 27 tilfelli kórónuveirunnar greinst í Vestmannaeyjum eftir að sextán bættust í hóp smitaðra í gær. 22. mars 2020 07:34 Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira
Nokkur aukning hefur verið í fjölda nýgreindra kórónuveirusmita hér á landi síðustu daga og náði aukningin hámarki í gær þegar 95 smit bættust við á einum sólarhring. Hópur vísindamanna frá Háskóla Íslands, Embætti Landlæknis og Landspítala kynntu fyrir helgi fyrsta spálíkanið um líklega þróun COVID-19 faraldursins á Íslandi. Þar voru settar fram tvær meginspár, líklegustu spá og svartsýn spá. Aðspurður um það á upplýsingafundinum í dag hvort þessar nýju smittölur færi okkur nær svartsýnu spánni sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir að svo virðast vera. Þó bæri að taka því með fyrirvara þar sem margt geti enn breyst. „Við eigum eftir að sjá líkanið og tölur milli daga geta breytt líkaninu töluvert. Eins og tölurnar eru núna þá virðumst við vera frekar að stefna í svartsýnu spána en það getur bara margt breyst og línurnar á þessu stigi málsins liggja bara mjög nálægt hvor annarri. Svo það þarf ekki mikið til að hreyfa spánna í aðra átt. Þannig er bara staðan í dag.“ Sjá einnig: Stýrir Covid-teymi Landspítalans: Ætla að vera búin undir svartsýnustu spár Fram kom á fundinum í dag að allar áætlanir heilbrigðisyfiralda og almannavarna miði að því að undirbúa kerfið vel undir svartsýnu spánna. Hið sama kom skýrt fram í máli Ragnars Freys Ingvarssonar, læknis sem fer fyrir Covid19-teymi Landspítalans, nú fyrir helgi. „Ef svartsýnustu spár reynast sannar, þá ætlum við að vera tilbúin fyrir það.“ Þá sagðist hann aldrei hafa séð viðlíka samvinnu og þá sem sé í gangi á Landspítalanum þessa dagana.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Svona var tuttugasti og annar upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra boðaði til upplýsingafundar vegna kórónuveiru klukkan 14. 22. mars 2020 13:42 568 staðfest smit: Aldrei verið eins mikil aukning á einum sólarhring Staðfest kórónuveirusmit hér á landi eru nú orðin 568, samkvæmt nýuppfærðum tölum. Staðfest smit voru í gær 473 talsins og hefur þeim því fjölgað um 95 frá því að síðast var greint frá fjölda smita. 22. mars 2020 11:00 Sextán bætast í hóp smitaðra í Eyjum og einn fluttur á sjúkrahús Alls hafa nú 27 tilfelli kórónuveirunnar greinst í Vestmannaeyjum eftir að sextán bættust í hóp smitaðra í gær. 22. mars 2020 07:34 Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira
Svona var tuttugasti og annar upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra boðaði til upplýsingafundar vegna kórónuveiru klukkan 14. 22. mars 2020 13:42
568 staðfest smit: Aldrei verið eins mikil aukning á einum sólarhring Staðfest kórónuveirusmit hér á landi eru nú orðin 568, samkvæmt nýuppfærðum tölum. Staðfest smit voru í gær 473 talsins og hefur þeim því fjölgað um 95 frá því að síðast var greint frá fjölda smita. 22. mars 2020 11:00
Sextán bætast í hóp smitaðra í Eyjum og einn fluttur á sjúkrahús Alls hafa nú 27 tilfelli kórónuveirunnar greinst í Vestmannaeyjum eftir að sextán bættust í hóp smitaðra í gær. 22. mars 2020 07:34