Neymar gerir allt til að komast til Barcelona Sindri Sverrisson skrifar 21. mars 2020 21:00 Neymar hefur notið sín vel í búningi PSG í vetur en vill samt komast frá félaginu, að sögn Sport. VÍSIR/GETTY Brasilíumaðurinn Neymar hafði átt gott tímabil með PSG í Frakklandi þegar fótboltatímabilið var stöðvað vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Hann vill hins vegar helst af öllu snúa aftur til Barcelona. Þetta fullyrðir spænski miðillinn Sport sem er með bækistöðvar sínar í Barcelona og fylgist náið með málefnum Spánarmeistaranna. Þrálátur orðrómur hefur verið uppi um það síðasta árið að Neymar gæti verið á förum aftur til Barcelona og segir Sport að hann „vilji gera allt“ til að það verði að veruleika. Þessi 28 ára gamli leikmaður kom til PSG sumarið 2017 fyrir 222 milljónir evra. Hann gerði sitt til að þrýsta á að hann yrði seldur til Barcelona í fyrra og var þá sagður falur fyrir rétta upphæð, en ekki náðust samningar á milli Barcelona og PSG. Sport segir að nú þegar að meiðsli trufli ekki Neymar hafi hann getað látið ljós sitt skína innan vallar í vetur en það breyti því ekki að utan vallar hugsi hann eingöngu um að komast til Barcelona. Hann muni því þrýsta á eigendur PSG og sé tilbúinn að taka á sig launalækkun. Neymar lék með Barcelona árin 2013-17 og myndi endurnýja kynnin við Luis Suárez og Lionel Messi sem mynduðu með honum rosalega sóknarlínu. Spænski boltinn Franski boltinn Tengdar fréttir Leikmenn PSG fögnuðu með stuðningsmönnum Ekkert óvanalegt er við það að leikmenn knattspyrnuliða fagni með stuðningsmönnum sínum. Það óvenjulega hér er að engir stuðningsmenn voru inn á leikvanginum er PSG lagði Borussia Dortmund í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í gærkvöld. 12. mars 2020 16:30 Stórstjörnur PSG liðsins uppteknir við að senda þeim norska skilaboð Erling Braut Håland fór augljóslega mjög í taugarnar á stórstjörnum franska liðsins Paris Saint Germain ef marka má fagnaðarlæti þeirra í gærkvöldi. 12. mars 2020 14:00 Neymar skoraði og fiskaði rautt er PSG komst áfram PSG er komið áfram í 8-liða úrslit Meistaradeildarinnar eftir 2-0 sigur á Dortmund í síðari leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. 11. mars 2020 22:00 Mest lesið Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Fótbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Fleiri fréttir „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Sjá meira
Brasilíumaðurinn Neymar hafði átt gott tímabil með PSG í Frakklandi þegar fótboltatímabilið var stöðvað vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Hann vill hins vegar helst af öllu snúa aftur til Barcelona. Þetta fullyrðir spænski miðillinn Sport sem er með bækistöðvar sínar í Barcelona og fylgist náið með málefnum Spánarmeistaranna. Þrálátur orðrómur hefur verið uppi um það síðasta árið að Neymar gæti verið á förum aftur til Barcelona og segir Sport að hann „vilji gera allt“ til að það verði að veruleika. Þessi 28 ára gamli leikmaður kom til PSG sumarið 2017 fyrir 222 milljónir evra. Hann gerði sitt til að þrýsta á að hann yrði seldur til Barcelona í fyrra og var þá sagður falur fyrir rétta upphæð, en ekki náðust samningar á milli Barcelona og PSG. Sport segir að nú þegar að meiðsli trufli ekki Neymar hafi hann getað látið ljós sitt skína innan vallar í vetur en það breyti því ekki að utan vallar hugsi hann eingöngu um að komast til Barcelona. Hann muni því þrýsta á eigendur PSG og sé tilbúinn að taka á sig launalækkun. Neymar lék með Barcelona árin 2013-17 og myndi endurnýja kynnin við Luis Suárez og Lionel Messi sem mynduðu með honum rosalega sóknarlínu.
Spænski boltinn Franski boltinn Tengdar fréttir Leikmenn PSG fögnuðu með stuðningsmönnum Ekkert óvanalegt er við það að leikmenn knattspyrnuliða fagni með stuðningsmönnum sínum. Það óvenjulega hér er að engir stuðningsmenn voru inn á leikvanginum er PSG lagði Borussia Dortmund í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í gærkvöld. 12. mars 2020 16:30 Stórstjörnur PSG liðsins uppteknir við að senda þeim norska skilaboð Erling Braut Håland fór augljóslega mjög í taugarnar á stórstjörnum franska liðsins Paris Saint Germain ef marka má fagnaðarlæti þeirra í gærkvöldi. 12. mars 2020 14:00 Neymar skoraði og fiskaði rautt er PSG komst áfram PSG er komið áfram í 8-liða úrslit Meistaradeildarinnar eftir 2-0 sigur á Dortmund í síðari leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. 11. mars 2020 22:00 Mest lesið Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Fótbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Fleiri fréttir „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Sjá meira
Leikmenn PSG fögnuðu með stuðningsmönnum Ekkert óvanalegt er við það að leikmenn knattspyrnuliða fagni með stuðningsmönnum sínum. Það óvenjulega hér er að engir stuðningsmenn voru inn á leikvanginum er PSG lagði Borussia Dortmund í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í gærkvöld. 12. mars 2020 16:30
Stórstjörnur PSG liðsins uppteknir við að senda þeim norska skilaboð Erling Braut Håland fór augljóslega mjög í taugarnar á stórstjörnum franska liðsins Paris Saint Germain ef marka má fagnaðarlæti þeirra í gærkvöldi. 12. mars 2020 14:00
Neymar skoraði og fiskaði rautt er PSG komst áfram PSG er komið áfram í 8-liða úrslit Meistaradeildarinnar eftir 2-0 sigur á Dortmund í síðari leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. 11. mars 2020 22:00