Valgerður dregur uppsögn sína til baka Vésteinn Örn Pétursson skrifar 18. apríl 2020 22:50 Valgerður Rúnarsdóttir, yfirlæknir á Vogi, hefur dregið uppsögn sína til baka. vísir/baldur Valgerður Rúnarsdóttir, forstjóri Sjúkrahússins Vogs og framkvæmdastjóri lækninga hefur dregið uppsögn sína til baka. Þá hefur framkvæmdastjórn SÁÁ dregið til baka uppsagnir þeirra átta starfsmanna sem sagt var upp um síðustu mánaðamót. Þetta kemur fram á vef SÁÁ. „Þetta var góð niðurstaða hjá framkvæmdastjórn samtakanna,“ er haft eftir Valgerði í tilkynningu frá samtökunum. „Við hjá SÁÁ höfum mikið verk að vinna og það er hugur í starfsfólkinu sem stendur saman í þrengingunum sem eru fyrirséðar þetta árið.“ Formaður SÁÁ, Arnþór Jónsson, segist fagna ákvörðun Valgerðar. „Hún hefur nú óbundnar hendur við þær sparnaðaraðgerðir sem nauðsynlegar eru til að tryggja greiðsluhæfni félagsins,“ er haft eftir honum. Hann segist þá telja að með ákvörðuninni megi tryggja starfsfrið og áframhaldandi árangur af meðferðarstarfsemi SÁÁ. Sagði upp í kjölfar uppsagna án samráðs við hana Þann 26. mars sagði Valgerður upp störfum eftir að áðurnefndum átta starfsmönnum, flestum sálfræðingum, var sagt upp af stjórn SÁÁ án samráðs við hana eða aðra yfirmenn. Í kjölfarið skapaðist nokkur ólga innan samtakanna, sem leiddi meðal annars til þess að þrír meðlimir framkvæmdastjórnar SÁÁ sögðu sig úr stjórninni. Þá lýstu fjölmargir óánægju sinni með starfslok Valgerðar og höfðu gott eitt um hana að segja. Hér má svo nálgast allar fréttir Vísis af málinu, í tímaröð. Fréttin hefur verið uppfærð. Ólga innan SÁÁ Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Valgerður Rúnarsdóttir, forstjóri Sjúkrahússins Vogs og framkvæmdastjóri lækninga hefur dregið uppsögn sína til baka. Þá hefur framkvæmdastjórn SÁÁ dregið til baka uppsagnir þeirra átta starfsmanna sem sagt var upp um síðustu mánaðamót. Þetta kemur fram á vef SÁÁ. „Þetta var góð niðurstaða hjá framkvæmdastjórn samtakanna,“ er haft eftir Valgerði í tilkynningu frá samtökunum. „Við hjá SÁÁ höfum mikið verk að vinna og það er hugur í starfsfólkinu sem stendur saman í þrengingunum sem eru fyrirséðar þetta árið.“ Formaður SÁÁ, Arnþór Jónsson, segist fagna ákvörðun Valgerðar. „Hún hefur nú óbundnar hendur við þær sparnaðaraðgerðir sem nauðsynlegar eru til að tryggja greiðsluhæfni félagsins,“ er haft eftir honum. Hann segist þá telja að með ákvörðuninni megi tryggja starfsfrið og áframhaldandi árangur af meðferðarstarfsemi SÁÁ. Sagði upp í kjölfar uppsagna án samráðs við hana Þann 26. mars sagði Valgerður upp störfum eftir að áðurnefndum átta starfsmönnum, flestum sálfræðingum, var sagt upp af stjórn SÁÁ án samráðs við hana eða aðra yfirmenn. Í kjölfarið skapaðist nokkur ólga innan samtakanna, sem leiddi meðal annars til þess að þrír meðlimir framkvæmdastjórnar SÁÁ sögðu sig úr stjórninni. Þá lýstu fjölmargir óánægju sinni með starfslok Valgerðar og höfðu gott eitt um hana að segja. Hér má svo nálgast allar fréttir Vísis af málinu, í tímaröð. Fréttin hefur verið uppfærð.
Ólga innan SÁÁ Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira