Leikmenn í La Liga keppa í FIFA leiknum á PlayStation Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. mars 2020 16:30 Sergi Roberto keppir fyrir hönd Barcelona og mun örugglega reyna að nýta sér tölvuútgáfuna af Lionel Messi. Getty/Xavier Bonilla Spænska deildin hefur nú fundið leið til að halda keppni, safna pening fyrir hjálparsamtök og hjálpa um leið aðdáendum liðanna að fá smá fótbolta glaðning á erfiðum tímum. Einn leikmaður frá hverju liði í spænsku deildinni mun taka þátt í nýrri keppni í FIFA leiknum á PlayStation en hún er sett á laggirnar í fjáröflunarskyni fyrir heilbrigðiskerfið á Spáni. Marco Asensio, Sergi Roberto og Adnan Januzaj eru meðal þekktra knattspyrnumanna sem taka þátt í þessari keppni. Keppnin um spænska meistaratitil LA Liga félaganna í FIFA leiknum á PlayStation mun fara fram í dag, á morgun og á sunnudaginn. Tuttugu lið eiga sinn fulltrúa og á sunnudaginn mun síðan standa upp einn sigurvegari í keppninni. Það voru margir leikmenn sem vildu keppa fyrir hönd síns félags og þurftu Real Madrid mennirnir Thibaut Courtois, Marco Asensio og Dani Carvajal þannig að fara í undankeppni til að finna út hver kæmi fram fyrir hönd Real Madrid í þessari keppni. Keppnin verður í beinni á netinu og þekktir íþróttalýsendur á Spáni munu hjálpa til að lífga upp á keppnina fyrir áhorfendur. Það má segja að þessi hugmynd hafi fæðst þegar Borja Iglesias hjá Real Betis og Sergio Reguilón hjá Sevilla kepptu við hvorn annan á netinu á sunnudaginn var. Llanos sendi leikinn út og um 62 þúsund manns horfðu. Jose Martinez @marcoasensio10 @adnanjanuzaj @marcosllorente @SergiRoberto10 There's no football right now, but ALL 20 clubs will compete in the #LaLigaSantanderChallenge with @IbaiLlanos! Action starts tomorrow at 7pm CET. — LaLiga English (@LaLigaEN) March 19, 2020 Real Betis vann leikinn 6-5 og Borja Iglesias sá til þess að tölvuútgáfan af honum sjálfum skoraði þrennu í leiknum. La Liga fór í kjölfarið af stað og náði að skipuleggja sína eigin keppni með öllum liðum deildarinnar. Það verður spennandi að fylgjast með hvernig þetta kemur út en það má um leið búast við fleiri slíkum landskeppnum og jafnvel Evrópukeppnum á næstunni á meðan fótboltamenn mega ekki spila fótbolta. Spænski boltinn Rafíþróttir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti Fleiri fréttir Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Ancelotti um vandræði Real Madrid: Ég er búinn að finna lausnina Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Glódís Perla lagði upp jöfnunarmarkið þegar Bayern tapaði stigum Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Sjá meira
Spænska deildin hefur nú fundið leið til að halda keppni, safna pening fyrir hjálparsamtök og hjálpa um leið aðdáendum liðanna að fá smá fótbolta glaðning á erfiðum tímum. Einn leikmaður frá hverju liði í spænsku deildinni mun taka þátt í nýrri keppni í FIFA leiknum á PlayStation en hún er sett á laggirnar í fjáröflunarskyni fyrir heilbrigðiskerfið á Spáni. Marco Asensio, Sergi Roberto og Adnan Januzaj eru meðal þekktra knattspyrnumanna sem taka þátt í þessari keppni. Keppnin um spænska meistaratitil LA Liga félaganna í FIFA leiknum á PlayStation mun fara fram í dag, á morgun og á sunnudaginn. Tuttugu lið eiga sinn fulltrúa og á sunnudaginn mun síðan standa upp einn sigurvegari í keppninni. Það voru margir leikmenn sem vildu keppa fyrir hönd síns félags og þurftu Real Madrid mennirnir Thibaut Courtois, Marco Asensio og Dani Carvajal þannig að fara í undankeppni til að finna út hver kæmi fram fyrir hönd Real Madrid í þessari keppni. Keppnin verður í beinni á netinu og þekktir íþróttalýsendur á Spáni munu hjálpa til að lífga upp á keppnina fyrir áhorfendur. Það má segja að þessi hugmynd hafi fæðst þegar Borja Iglesias hjá Real Betis og Sergio Reguilón hjá Sevilla kepptu við hvorn annan á netinu á sunnudaginn var. Llanos sendi leikinn út og um 62 þúsund manns horfðu. Jose Martinez @marcoasensio10 @adnanjanuzaj @marcosllorente @SergiRoberto10 There's no football right now, but ALL 20 clubs will compete in the #LaLigaSantanderChallenge with @IbaiLlanos! Action starts tomorrow at 7pm CET. — LaLiga English (@LaLigaEN) March 19, 2020 Real Betis vann leikinn 6-5 og Borja Iglesias sá til þess að tölvuútgáfan af honum sjálfum skoraði þrennu í leiknum. La Liga fór í kjölfarið af stað og náði að skipuleggja sína eigin keppni með öllum liðum deildarinnar. Það verður spennandi að fylgjast með hvernig þetta kemur út en það má um leið búast við fleiri slíkum landskeppnum og jafnvel Evrópukeppnum á næstunni á meðan fótboltamenn mega ekki spila fótbolta.
Spænski boltinn Rafíþróttir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti Fleiri fréttir Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Ancelotti um vandræði Real Madrid: Ég er búinn að finna lausnina Þjálfari Íslendingaliðs réðst á eigin leikmann Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Glódís Perla lagði upp jöfnunarmarkið þegar Bayern tapaði stigum Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Sjá meira