„Það geta í raun allir veikst alvarlega“ Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 19. mars 2020 21:45 Íslendingum með kórónuveiruna fjölgar hratt en á síðustu tveimur dögum hafa vel á annað hundrað greinst með veiruna en smitum hefur fjölgað um þriðjung. Þá eru taldar miklar líkur að ástralskur ferðamaður um fertugt hafi látist af völdum COVID-19 hér á landi. Annan daginn í röð fjölgar þeim sem greinst hafa með kórónuveiruna á Íslandi hratt en þrjú hundruð og þrjátíu hafa nú greinst með veiruna. Á sólarhring fjölgaði smituðum um áttatíu. „Á Landspítala eru nú sjö einstaklingar inniliggjandi vegna COVID. Þar af er einn á gjörgæslu. Sá einstaklingur er ekki í öndunarvél,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Þá segir hann aukninguna mesta í þeim sýnum sem veirufræðideild Landspítalans hefur fengið. „Það er ekki að sjá mikla aukningu á jákvæðum sýnum hjá Decode en verulegt stökk á veirufræðideildinni sem er ákveðið merki um að veiran sé kannski að ná sér aðeins á flug,“ segir Þórólfur. Í byrjun vikunnar lést ástralskur ferðamaður á sjúkrahúsinu á Húsavík. Eftir krufningu er talið er líklegt að hann sé fyrsta fórnarlamb COVID-19. „Í ljós kom lungnabólga þannig að það eru miklar líkur á því að maðurinn hafi látist af völdum Covid-19,“ segir Alma Möller landlæknir. Flestir þeirra smituðu eru á milli fertugs og fimmtugs eða áttatíu og fjórir. „Við erum að heyra um að það geti verið yngra fólk að veikjast eins og á Ítalíu og auðvitað fylgjumst við með því og við höfum alltaf sagt að fólk á öllum aldri getur veikst. Það er samt sjaldgæft með að börn veikist alvarlega og kannski svona fólk undir þrítugu en það geta í raun allir veikst alvarlega en langmesta áhætta í eldri hópum,“ segir Alma. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Íslendingum með kórónuveiruna fjölgar hratt en á síðustu tveimur dögum hafa vel á annað hundrað greinst með veiruna en smitum hefur fjölgað um þriðjung. Þá eru taldar miklar líkur að ástralskur ferðamaður um fertugt hafi látist af völdum COVID-19 hér á landi. Annan daginn í röð fjölgar þeim sem greinst hafa með kórónuveiruna á Íslandi hratt en þrjú hundruð og þrjátíu hafa nú greinst með veiruna. Á sólarhring fjölgaði smituðum um áttatíu. „Á Landspítala eru nú sjö einstaklingar inniliggjandi vegna COVID. Þar af er einn á gjörgæslu. Sá einstaklingur er ekki í öndunarvél,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Þá segir hann aukninguna mesta í þeim sýnum sem veirufræðideild Landspítalans hefur fengið. „Það er ekki að sjá mikla aukningu á jákvæðum sýnum hjá Decode en verulegt stökk á veirufræðideildinni sem er ákveðið merki um að veiran sé kannski að ná sér aðeins á flug,“ segir Þórólfur. Í byrjun vikunnar lést ástralskur ferðamaður á sjúkrahúsinu á Húsavík. Eftir krufningu er talið er líklegt að hann sé fyrsta fórnarlamb COVID-19. „Í ljós kom lungnabólga þannig að það eru miklar líkur á því að maðurinn hafi látist af völdum Covid-19,“ segir Alma Möller landlæknir. Flestir þeirra smituðu eru á milli fertugs og fimmtugs eða áttatíu og fjórir. „Við erum að heyra um að það geti verið yngra fólk að veikjast eins og á Ítalíu og auðvitað fylgjumst við með því og við höfum alltaf sagt að fólk á öllum aldri getur veikst. Það er samt sjaldgæft með að börn veikist alvarlega og kannski svona fólk undir þrítugu en það geta í raun allir veikst alvarlega en langmesta áhætta í eldri hópum,“ segir Alma.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira