Smitin gætu orðið 1.200 eftir þrjár vikur Kjartan Kjartansson skrifar 19. mars 2020 19:07 Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. Vísir/Vilhelm Almannavarnayfirvöld reikna með því að kórónuveirusmitum eigi eftir að fjölga áfram næstu daga. Ef marka má spálíkön gæti fjöldi smitaðra náð allt að 1.200 manns þegar toppi verði náð eftir um þrjár vikur. Hertar aðgerðir til að hefta útbreiðsluna eru ekki útilokaðar. Töluverð fjölgun hefur orðið í greindum kórónuveirusmitum á Íslandi undanfarna daga. Þeim hefur fjölgað um áttatíu frá því í gær og eru nú orðin 330 samkvæmt síðustu opinberu tölum sem gefnar voru út. Sjá einnig: Veiran að ná sér á flug Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, sagði að reiknað væri með því að smitum haldi áfram að fjölga í þessum takti á næstunni í viðtali við kvöldfréttir Stöðvar 2 í kvöld. Ellefu til fimmtíu gætu veikst alvarlega Spálíkön sem yfirvöld hafi stuðst við bendi til þess að toppi faraldursins gæti verið náð eftir um þrjár vikur. Þá gætu um 1.200 manns hafa smitast, að sögn Víðis. Vísaði hann þar til spálíkans sem hópur sem sóttvarnalæknir kallaði saman gerði um líklega þróun faraldursins. Hópurinn skilaði fyrstu niðurstöðum sínum á upplýsingafundi með almannavörnum í gær. Í hópnum eru vísindamenn frá Háskóla Íslands, embættis landlæknis og Landspítala. Vísindamenn frá Háskóla Íslands, embætti landlæknis og Landspítala gerðu spálíkön sem almannavarnir styðjast við um ákvarðanir vegna faraldursins. Samkvæmt líkaninu gætu á bilinu þúsund til tvö þúsund manns hafa greinst með COVID-19 fyrir lok maí. Fjöldi greindra með virkan sjúkdóm gæti náð hámarki á fyrstu vikum apríl, sennilega um 600 manns en allt að 1.200 samkvæmt svartsýnustu spám. Allt að sextíu manns gætu þurft að leggjast inn á sjúkrahús á meðan faraldurinn gengur yfir en mögulega tvö hundruð manns ef allt fer á versta veg. Mesta álag á heilbrigðisþjónustu vegna innlagna gæti verið um eða eftir miðjan apríl þegar gert er ráð fyri að um fjörutíu einstaklingar gætu legið á sjúkrahúsi, 120 í versta lagi. Af þeim gætu ellefu veikst alvarlega og þarfnast gjörgæslu. Svartsýnasta spá hljóðar upp á fimmtíu manns. Gætu hert reglur á minni stöðum Sjö smit hafa greinst í Vestmannaeyjum og 133 eru komnir í sóttkví þar. Í Húnaþingi vestra er um fimmtungur íbúa í sóttkví eftir að starfsmaður grunnskólans á Hvammstanga greindist smitaður. Víðir sagði koma til greina að herða reglurnar á þessum stöðum. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Segir að útgöngubann myndi valda gríðarlegum skaða Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir telur það ekki vænlegt til árangurs að leggja hér á algjört útgöngu- og samgöngubann til þess að reyna að stöðva útbreiðslu kórónuveirunnar. 19. mars 2020 12:23 „Útgöngubann er ekki í spilunum“ Eins og staðan er núna er gróflega áætlað að fjöldi smita nái hamarki um miðjan apríl. Ekki stendur til að setja útgöngubann hér á landi þótt mögulega komi til greina að grípa til harðari aðgerða. 19. mars 2020 12:15 Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Innlent Fleiri fréttir Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Sjá meira
Almannavarnayfirvöld reikna með því að kórónuveirusmitum eigi eftir að fjölga áfram næstu daga. Ef marka má spálíkön gæti fjöldi smitaðra náð allt að 1.200 manns þegar toppi verði náð eftir um þrjár vikur. Hertar aðgerðir til að hefta útbreiðsluna eru ekki útilokaðar. Töluverð fjölgun hefur orðið í greindum kórónuveirusmitum á Íslandi undanfarna daga. Þeim hefur fjölgað um áttatíu frá því í gær og eru nú orðin 330 samkvæmt síðustu opinberu tölum sem gefnar voru út. Sjá einnig: Veiran að ná sér á flug Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, sagði að reiknað væri með því að smitum haldi áfram að fjölga í þessum takti á næstunni í viðtali við kvöldfréttir Stöðvar 2 í kvöld. Ellefu til fimmtíu gætu veikst alvarlega Spálíkön sem yfirvöld hafi stuðst við bendi til þess að toppi faraldursins gæti verið náð eftir um þrjár vikur. Þá gætu um 1.200 manns hafa smitast, að sögn Víðis. Vísaði hann þar til spálíkans sem hópur sem sóttvarnalæknir kallaði saman gerði um líklega þróun faraldursins. Hópurinn skilaði fyrstu niðurstöðum sínum á upplýsingafundi með almannavörnum í gær. Í hópnum eru vísindamenn frá Háskóla Íslands, embættis landlæknis og Landspítala. Vísindamenn frá Háskóla Íslands, embætti landlæknis og Landspítala gerðu spálíkön sem almannavarnir styðjast við um ákvarðanir vegna faraldursins. Samkvæmt líkaninu gætu á bilinu þúsund til tvö þúsund manns hafa greinst með COVID-19 fyrir lok maí. Fjöldi greindra með virkan sjúkdóm gæti náð hámarki á fyrstu vikum apríl, sennilega um 600 manns en allt að 1.200 samkvæmt svartsýnustu spám. Allt að sextíu manns gætu þurft að leggjast inn á sjúkrahús á meðan faraldurinn gengur yfir en mögulega tvö hundruð manns ef allt fer á versta veg. Mesta álag á heilbrigðisþjónustu vegna innlagna gæti verið um eða eftir miðjan apríl þegar gert er ráð fyri að um fjörutíu einstaklingar gætu legið á sjúkrahúsi, 120 í versta lagi. Af þeim gætu ellefu veikst alvarlega og þarfnast gjörgæslu. Svartsýnasta spá hljóðar upp á fimmtíu manns. Gætu hert reglur á minni stöðum Sjö smit hafa greinst í Vestmannaeyjum og 133 eru komnir í sóttkví þar. Í Húnaþingi vestra er um fimmtungur íbúa í sóttkví eftir að starfsmaður grunnskólans á Hvammstanga greindist smitaður. Víðir sagði koma til greina að herða reglurnar á þessum stöðum. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Segir að útgöngubann myndi valda gríðarlegum skaða Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir telur það ekki vænlegt til árangurs að leggja hér á algjört útgöngu- og samgöngubann til þess að reyna að stöðva útbreiðslu kórónuveirunnar. 19. mars 2020 12:23 „Útgöngubann er ekki í spilunum“ Eins og staðan er núna er gróflega áætlað að fjöldi smita nái hamarki um miðjan apríl. Ekki stendur til að setja útgöngubann hér á landi þótt mögulega komi til greina að grípa til harðari aðgerða. 19. mars 2020 12:15 Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Innlent Fleiri fréttir Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Sjá meira
Segir að útgöngubann myndi valda gríðarlegum skaða Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir telur það ekki vænlegt til árangurs að leggja hér á algjört útgöngu- og samgöngubann til þess að reyna að stöðva útbreiðslu kórónuveirunnar. 19. mars 2020 12:23
„Útgöngubann er ekki í spilunum“ Eins og staðan er núna er gróflega áætlað að fjöldi smita nái hamarki um miðjan apríl. Ekki stendur til að setja útgöngubann hér á landi þótt mögulega komi til greina að grípa til harðari aðgerða. 19. mars 2020 12:15