Róbert Daði Íslandsmeistari í eFótbolta Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 18. apríl 2020 19:15 Róbert Daði, Fylki, varð í dag Íslandsmeistari í eFótbolta. Vísir/KSÍ Róbert Daði Sigurþórsson, Fylki, varð í dag fyrsti Íslandsmeistarinn í eFótbolta eftir nokkuð öruggan 4-2 sigur á Aroni Þormari Lárussyni, einnig Fylki, í úrslitaleik keppninnar. Róbert Daði er vel að titlinum kominn en hann vann Tind Örvar Örvarsson, Elliða, samanlagt 7-0 í undanúrslitum áður en hann lagði Aron Þormar í úrslitum. Aron hafði lagt Leif Sævarsson, LFG, af velli í undanúrslitum, samanlagt 4-3. Þeir Róbert Daði og Aron Þormar eru liðsfélagar í Fylki og leika saman í tvíleiðaleik. Fyrir leik þeirra í dag var Aron Þormar talinn líklegri til afreka en hann er efstur Íslendinga á heimsleista FIFA. Leiknir voru tveir leikir í undanúrslitum og úrslitum. Eftir fyrri úrslitaleikinn var staðan 2-1 Aroni Þormari í vil en Róbert Daði kom til baka í síðari leiknum og vann öruggan 3-0 sigur. Alls tóku 50 manns þátt í mótinu sem fór af stað 1. apríl. Var þetta fyrsta Íslandsmótið í eFótbolta og var sýnt beint frá mótinu hér á Vísi. Ljóst er að mótið heppnaðist einkar vel og verður forvitnilegt að sjá hvernig íþróttin mun þróast á komandi misserum. Róbert Daði Sigurþórsson, Fylki, er fyrsti Íslandsmeistarinn í eFótbolta!Hann bara sigurorð af Aroni Þormari Lárussyni, Fylki, í úrslitaleiknum, 4-2 samanlagt.Til hamingju Róbert Daði!#eFótbolti pic.twitter.com/qfe5SiiLvn— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) April 18, 2020 Rafíþróttir Fótbolti Tengdar fréttir Bein útsending: Úrslit Íslandsmótsins í eFótbolta Úrslitin á Íslandsmótinu í eFótbolta, þar sem keppt er í FIFA 20 tölvuleiknum, ráðast í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2 eSport. 18. apríl 2020 14:30 Ræðst í beinni hver er bestur á landinu í FIFA – „Ætlum að mætast í úrslitunum“ Það ræðst í beinni útsendingu á Stöð 2 eSport á morgun hver er besti spilari landsins í FIFA 20 tölvuleiknum. Þá fara fram undanúrslit og úrslit. 17. apríl 2020 22:00 Hverjir fylgja Róberti í undanúrslit? Róbert Daði Sigurþórsson er nú þegar kominn í undanúrslit í eFótbolta en hverjir fylgja honum þangað? Beina útsendingu mótsins má finna hér í fréttinni. 9. apríl 2020 18:30 Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Messi slær enn eitt metið Fótbolti Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn
Róbert Daði Sigurþórsson, Fylki, varð í dag fyrsti Íslandsmeistarinn í eFótbolta eftir nokkuð öruggan 4-2 sigur á Aroni Þormari Lárussyni, einnig Fylki, í úrslitaleik keppninnar. Róbert Daði er vel að titlinum kominn en hann vann Tind Örvar Örvarsson, Elliða, samanlagt 7-0 í undanúrslitum áður en hann lagði Aron Þormar í úrslitum. Aron hafði lagt Leif Sævarsson, LFG, af velli í undanúrslitum, samanlagt 4-3. Þeir Róbert Daði og Aron Þormar eru liðsfélagar í Fylki og leika saman í tvíleiðaleik. Fyrir leik þeirra í dag var Aron Þormar talinn líklegri til afreka en hann er efstur Íslendinga á heimsleista FIFA. Leiknir voru tveir leikir í undanúrslitum og úrslitum. Eftir fyrri úrslitaleikinn var staðan 2-1 Aroni Þormari í vil en Róbert Daði kom til baka í síðari leiknum og vann öruggan 3-0 sigur. Alls tóku 50 manns þátt í mótinu sem fór af stað 1. apríl. Var þetta fyrsta Íslandsmótið í eFótbolta og var sýnt beint frá mótinu hér á Vísi. Ljóst er að mótið heppnaðist einkar vel og verður forvitnilegt að sjá hvernig íþróttin mun þróast á komandi misserum. Róbert Daði Sigurþórsson, Fylki, er fyrsti Íslandsmeistarinn í eFótbolta!Hann bara sigurorð af Aroni Þormari Lárussyni, Fylki, í úrslitaleiknum, 4-2 samanlagt.Til hamingju Róbert Daði!#eFótbolti pic.twitter.com/qfe5SiiLvn— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) April 18, 2020
Rafíþróttir Fótbolti Tengdar fréttir Bein útsending: Úrslit Íslandsmótsins í eFótbolta Úrslitin á Íslandsmótinu í eFótbolta, þar sem keppt er í FIFA 20 tölvuleiknum, ráðast í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2 eSport. 18. apríl 2020 14:30 Ræðst í beinni hver er bestur á landinu í FIFA – „Ætlum að mætast í úrslitunum“ Það ræðst í beinni útsendingu á Stöð 2 eSport á morgun hver er besti spilari landsins í FIFA 20 tölvuleiknum. Þá fara fram undanúrslit og úrslit. 17. apríl 2020 22:00 Hverjir fylgja Róberti í undanúrslit? Róbert Daði Sigurþórsson er nú þegar kominn í undanúrslit í eFótbolta en hverjir fylgja honum þangað? Beina útsendingu mótsins má finna hér í fréttinni. 9. apríl 2020 18:30 Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Messi slær enn eitt metið Fótbolti Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn
Bein útsending: Úrslit Íslandsmótsins í eFótbolta Úrslitin á Íslandsmótinu í eFótbolta, þar sem keppt er í FIFA 20 tölvuleiknum, ráðast í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2 eSport. 18. apríl 2020 14:30
Ræðst í beinni hver er bestur á landinu í FIFA – „Ætlum að mætast í úrslitunum“ Það ræðst í beinni útsendingu á Stöð 2 eSport á morgun hver er besti spilari landsins í FIFA 20 tölvuleiknum. Þá fara fram undanúrslit og úrslit. 17. apríl 2020 22:00
Hverjir fylgja Róberti í undanúrslit? Róbert Daði Sigurþórsson er nú þegar kominn í undanúrslit í eFótbolta en hverjir fylgja honum þangað? Beina útsendingu mótsins má finna hér í fréttinni. 9. apríl 2020 18:30