Nýir eigendur Cintamani óttast ekki áhrif kórónuveirunnar Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. mars 2020 13:27 Einar Karl Birgisson er í forsvari fyrir nýja eigendur Cintamani. Til hægri má sjá verslun Cintamani í Austurhrauni í Garðabæ. Samsett/Aðsend Einar Karl Birgisson, athafnamaður og fyrrverandi framkvæmdastjóri Cintamani, leiðir hóp fjárfesta sem keyptu Cintamani í síðustu viku, með öllu tilheyrandi. Hann segir nýja eigendur ekki hræðast breyttar efnahagshorfur vegna heimsfaraldurs kórónuveiru – þeir horfi spenntir og bjartsýnir fram á veginn. Greint var frá því í morgun að félagið Cinta 2020 ehf. hefði keypt vörumerkið Cintamani, ásamt vörulager og og léni félagsins. Cintamani var tekið til gjaldþrotaskipta í lok janúar og Íslandsbanki tók að sér að sjá um söluferlið. „Þetta leggst stórvel í mig. Þó að það séu skrýtnir tímar framundan, þá taldi ég að það væri tækifæri til þess að gera eitthvað nýtt og spennandi,“ segir Einar í samtali við Vísi. Hann er enda kunnugur staðarháttum, var framkvæmdastjóri Cintamani árin 2015 til 2018. Einir segir að nú verði lögð áhersla á vefverslun hjá Cintamani. Verslanir Cintamani voru alls orðnar fimm í lok janúar, þegar félagið fór í þrot, en nýir eigendur hafa ákveðið að opna eingöngu verslunina í Austurhrauni í Garðabæ, þar sem vörulager og skrifstofur fyrirtækisins hafa verið til húsa. „En við erum í þeirri vinnu að koma vefversluninni í loftið, aðlaga hana svolítið að því sem er að gerast í samfélaginu núna,“ segir Einar. Þannig verði þjónustusniði breytt og lögð áhersla á að auka vöruúrvalið í vefverslun frá því sem áður var. Bjartsýnir en ekki með bundið fyrir augun Ljóst þykir að faraldur kórónuveirunnar muni hafa í för með sér gríðarlegan samdrátt í straumi ferðamanna hingað til lands, og þar með efnahagslífsins alls. Þegar hefur áhrifa faraldursins gætt á ýmsum sviðum vinnumarkaðar og stjórnvöld undirbúa nú víðtækar aðgerðir til að koma til móts við launþega og atvinnurekendur. Einar kveðst ekki uggandi yfir stöðunni og segir fyrirtækið sjá tækifæri í breyttum efnahagshorfum. „En við erum samt ekki með bundið fyrir augun, við erum meðvitaðir um stöðuna. En sem betur fer, af því að ég þekki nú sjálfur til, þá var stór meirihluti viðskiptavina Cintamani Íslendingar og við trúum því og treystum að Íslendingar taki áfram fagnandi á móti Cintamani. Íslendingar eiga örugglega eftir að ferðast meira innanlands, stunda meiri útivist og hreyfingu og vera meira úti. Við trúum því að við pössum vel inn í það mynstur,“ segir Einar. „Við hræðumst þetta ekki en við munum bara taka þetta skref fyrir skref og sjá hvernig markaðurinn aðlagar sig breyttu mynstri.“ Einar segir ekki búið að manna allar stöður innan hins endurreista fyrirtækis. „Þetta ber svolítið hratt að.“ Viðræður standi yfir við fyrrverandi starfsmenn Cintamani. „Þeir starfsmenn sem við ætlum að ráða munu koma úr þeim hóp, að mestu leyti,“ segir Einar. Þá er gert ráð fyrir að verslanir Cintamani, í raun- og netheimum, opni á allra næstu dögum. „Bara öðru hvoru megin við helgina,“ segir Einar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Verslun Tengdar fréttir Undirrituðu kaupsamning í síðustu viku og opna aftur á næstu dögum Íslandsbanki hefur lokið söluferli á vörumerkinu Cintamani ásamt vörulager og léni félagsins. 18. mars 2020 09:24 Mest lesið Davíð trónir enn og aftur á toppnum Viðskipti innlent Tugir bíltegunda innkallaðir eftir 35 dauðsföll Neytendur Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Viðskipti innlent Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Viðskipti innlent Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Viðskipti innlent Kúgaðist og missti matarlystina við að finna pappír í súpunni Neytendur Sante fer í hart við Heinemann Viðskipti innlent Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Viðskipti innlent Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Viðskipti innlent Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum Sjá meira
Einar Karl Birgisson, athafnamaður og fyrrverandi framkvæmdastjóri Cintamani, leiðir hóp fjárfesta sem keyptu Cintamani í síðustu viku, með öllu tilheyrandi. Hann segir nýja eigendur ekki hræðast breyttar efnahagshorfur vegna heimsfaraldurs kórónuveiru – þeir horfi spenntir og bjartsýnir fram á veginn. Greint var frá því í morgun að félagið Cinta 2020 ehf. hefði keypt vörumerkið Cintamani, ásamt vörulager og og léni félagsins. Cintamani var tekið til gjaldþrotaskipta í lok janúar og Íslandsbanki tók að sér að sjá um söluferlið. „Þetta leggst stórvel í mig. Þó að það séu skrýtnir tímar framundan, þá taldi ég að það væri tækifæri til þess að gera eitthvað nýtt og spennandi,“ segir Einar í samtali við Vísi. Hann er enda kunnugur staðarháttum, var framkvæmdastjóri Cintamani árin 2015 til 2018. Einir segir að nú verði lögð áhersla á vefverslun hjá Cintamani. Verslanir Cintamani voru alls orðnar fimm í lok janúar, þegar félagið fór í þrot, en nýir eigendur hafa ákveðið að opna eingöngu verslunina í Austurhrauni í Garðabæ, þar sem vörulager og skrifstofur fyrirtækisins hafa verið til húsa. „En við erum í þeirri vinnu að koma vefversluninni í loftið, aðlaga hana svolítið að því sem er að gerast í samfélaginu núna,“ segir Einar. Þannig verði þjónustusniði breytt og lögð áhersla á að auka vöruúrvalið í vefverslun frá því sem áður var. Bjartsýnir en ekki með bundið fyrir augun Ljóst þykir að faraldur kórónuveirunnar muni hafa í för með sér gríðarlegan samdrátt í straumi ferðamanna hingað til lands, og þar með efnahagslífsins alls. Þegar hefur áhrifa faraldursins gætt á ýmsum sviðum vinnumarkaðar og stjórnvöld undirbúa nú víðtækar aðgerðir til að koma til móts við launþega og atvinnurekendur. Einar kveðst ekki uggandi yfir stöðunni og segir fyrirtækið sjá tækifæri í breyttum efnahagshorfum. „En við erum samt ekki með bundið fyrir augun, við erum meðvitaðir um stöðuna. En sem betur fer, af því að ég þekki nú sjálfur til, þá var stór meirihluti viðskiptavina Cintamani Íslendingar og við trúum því og treystum að Íslendingar taki áfram fagnandi á móti Cintamani. Íslendingar eiga örugglega eftir að ferðast meira innanlands, stunda meiri útivist og hreyfingu og vera meira úti. Við trúum því að við pössum vel inn í það mynstur,“ segir Einar. „Við hræðumst þetta ekki en við munum bara taka þetta skref fyrir skref og sjá hvernig markaðurinn aðlagar sig breyttu mynstri.“ Einar segir ekki búið að manna allar stöður innan hins endurreista fyrirtækis. „Þetta ber svolítið hratt að.“ Viðræður standi yfir við fyrrverandi starfsmenn Cintamani. „Þeir starfsmenn sem við ætlum að ráða munu koma úr þeim hóp, að mestu leyti,“ segir Einar. Þá er gert ráð fyrir að verslanir Cintamani, í raun- og netheimum, opni á allra næstu dögum. „Bara öðru hvoru megin við helgina,“ segir Einar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Verslun Tengdar fréttir Undirrituðu kaupsamning í síðustu viku og opna aftur á næstu dögum Íslandsbanki hefur lokið söluferli á vörumerkinu Cintamani ásamt vörulager og léni félagsins. 18. mars 2020 09:24 Mest lesið Davíð trónir enn og aftur á toppnum Viðskipti innlent Tugir bíltegunda innkallaðir eftir 35 dauðsföll Neytendur Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Viðskipti innlent Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Viðskipti innlent Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Viðskipti innlent Kúgaðist og missti matarlystina við að finna pappír í súpunni Neytendur Sante fer í hart við Heinemann Viðskipti innlent Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Viðskipti innlent Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Viðskipti innlent Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum Sjá meira
Undirrituðu kaupsamning í síðustu viku og opna aftur á næstu dögum Íslandsbanki hefur lokið söluferli á vörumerkinu Cintamani ásamt vörulager og léni félagsins. 18. mars 2020 09:24